Á meðan Corona-vírusinn heldur áfram herferð sinni um heimsbyggðina hafa margir lent í því að missa atvinnu eða þurft að sætta sig við tekjumissi þegar stofnanir og fyrirtæki loka dyrunum. Á tímum internetsins er þó hægt að finna nýjar leiðir til að afla tekna heiman frá sér, allt sem þarf er nettenging og tölva.
Ef þú ert að leita að vinnu í gegnum netið eru margar leiðir færar og hægt að finna störf í boði við markaðssetningu, nýsköpun og fjölmargt annað sem hægt er að sinna heiman frá sér. Hér á eftir ætlum við að fara yfir nokkra möguleika fyrir þá sem vilja þéna á netinu.
Hér geta allir fundið spennandi tækifæri, jafnt menntað fagfólk sem þeir sem vilja grípa nýtt tækifæri, svo þú skalt skrolla áfram!
Hvernig geta byrjendur þénað á netinu?
1 . Settu upp drop-ship verslun
Drop-ship er nýstárlegur verslunarmáti sem fer fram á netinu og hentar vel fyrir fólk sem hefur ekki hug á að leggja í stórar fjárfestingar eða áhættu. Með grunnþekkingu í markaðsfræði og netmarkaðssetningu getur drop-ship verslun orðið að fullu starfi sem er sinnt í gegnum netið. Vinsældir drop-ship markaðssetningar eru ekki síst til komnar vegna þess að viðskiptaformið felur í sér lága áhættu og góða arðsemi. Drop-ship aðilinn sér hvorki um að pakka vörunum né senda þær og því auðvelt að koma sér inn í starfsemina fyrir byrjendur.
2. Lénasala
Lénasala getur verið skemmtilegt aukastarf með trausta innkomu. Til að standa sig í starfi þarf að hafa puttann á púlsinum, rannsaka stefnur og leitni í lénanotkun og finna hver þeirra hafa fjárhagslegt gildi. Vefsíður á borð við Go Daddy halda reglulega uppboð á lénum, sem seljast á allt að 1000 evrur. Ef þú getur lesið rétt í stöðuna getur þetta verið starf fyrir þig.
3. Fáðu borgað fyrir að taka myndir
Við setjum flest myndir og myndefni á netið á hverjum degi, af hverju ekki að vinna sér inn pening með þessum einfalda hætti?! Allt sem þarf er snjallsími með góðri myndavél og gott auga fyrir ljósmyndun og þú getur reynt fyrir þér sem ljósmyndari fyrir ljósmyndabanka á borð við Adobe Stock, Shutter Stock og Alamo, sem greiða fyrir hverja ljósmynd. Vinsælustu flokkarnir á þessum síðum eru matur, borgarlíf, náttúra og ferðalög.
Ljósmyndarar geta hlaðið myndum sínum beint upp á netið og þar hafa tímarit, stofnanir og allir aðrir aðgang að þeim og geta keypt þær til eigin nota. Fyrir þess háttar myndatöku er gott að eiga góða myndavél en ef hæfileikinn er fyrir hendi er æfingin allt sem þarf.
4. Seldu hönnun
Þetta ráð er fyrir þá sem hafa hæfileika í grafískri hönnun eða hafa annars konar þekkingu sem nýtist á svipaðan hátt. Stafræn markaðsfyrirtæki og framleiðslufyrirtæki eru stöðugt á höttunum eftir góðum grafískum hönnuðum til að vinna með við markaðssetningu og vöruþróun. Mörg þessara verkefna er hægt að vinna í þægindum heima fyrir og eiga samskipti í gegnum netið.
Á platform-síðum eins og 99design er hægt að kynna verk sín fyrir hugsanlegum kaupendum og boltinn fer að rúlla um leið! Einnig er hægt að selja sniðmát fyrir ritvinnsluforrit og annað.
5. Hlutabréfafjárfesting
Á hlutabréfamarkaðnum er hægt að ná í skjótfenginn gróða en það sem er öðruvísi en í þeim tillögum sem voru settar fram hér fyrir ofan, er að það þarf að vera með umtalsvert fjármálavit og reynslu til að ná öruggum árangri þegar braskað er með hlutabréf. Það er þó auðvelt að byrja með lágar upphæðir og finna jafnvel námskeið þar sem farið er yfir helstu hluti til að gera og varast í viðskiptum með hlutabréf. Hlutabréfaviðskipti á netinu geta verið góð aðferð til að krækja sér í aukapening.