Til að koma nýrri vöru á markað þarf fyrst að athuga hvort markaðurinn sé tilbúinn fyrir vöruna eða ekki. Það sama gildir um um dropshipping viðskiptamódelið. Að velja rétta landið fyrir dropship verslun skiptir verulegu máli fyrir velgengni dropship rekstursins.
Spurningin er bara sú, hvernig er best að taka ákvörðun hvaða lönd koma til greina sem markaðssvæði dropship verslunarinnar? Við tókum saman þau lönd í heiminum þar sem eftirspurn eftir dropshipping vörum er tiltölulega mikil.
Helstu lönd fyrir markaðssetningu dropship verslunar
1. Bandaríkin
1. Bandaríkin
Vissir þú að Bandaríkin eru með stærsta neytendamarkað í heimi? Með verga landsframleiðslu upp á $68.310 (áætlað fyrir árið 2021) og íbúafjölda upp á 333.193.717 manns, skapar landið bestu hugsanlegu tækifærin fyrir dropshipping fyrirtæki. Háar meðalráðstöfunartekjur og aðgengi að birgðamiðstöðvum gerir Bandaríkin einstaklega vel búin fyrir dropship rekstur. Hvort sem það er fatnaður, skartgripir, tískuvörur eða húsgögn, eða hvað annað sem þú vilt að selja, er nóg af tækifærum á markaðnum.
2. Bretland
Bretland er talið næstbesta landið fyrir dropship rekstur. Gert er ráð fyrir að verg landsframleiðsla verði $41100.00 í lok árs 2021. Þar fyrir utan er íbúafjöldi landsins yfir 68 milljónir og það býður þess vegna upp á fjölmörg tækifæri fyrir dropship verslanir. Ef Bretland er á listanum þínum yfir markaðssvæði gæti verið góð hugmynd að fara skrefinu lengra og markaðssetja líka á Írlandi.
3. Ástralía
Ástralski dropship-markaðurinn er í mikilli sókn og þar er líka töluvert svigrúm fyrir vöxt á netverslunarmarkaði. Með landsframleiðslu upp á $6100.00 og um það bil 25 milljónir íbúa, er Ástralía eitt af þeim löndum sem þú ættir að íhuga vel sem markaðssvæði fyrir dropship verslun. Tískuvörur er vinsælasti vöruflokkurinn þegar kemur að dropshipping í Ástralíu.
4. Svíþjóð
Búist er við að tekjur pr. íbúa í Svíþjóð verði $58,100 í lok árs 2021. Árið 2020 nam netverslunarvelta í landinu $11,728 milljónum og er búist við að hún verði enn hærri á þessu ári. Með þetta stóran netverslunarmarkað er Svíþjóð eitt af uppáhaldslöndum dropshippara.
5. Danmörk
Ef þú hefur áhuga á að skoða möguleika á dropshipping í Danmörku getum við sagt þér að Danir elska að versla á netinu. Ef þú getur boðið þeim upp á réttar vörur, er ávinningurinn gríðarlegur. Árið 2020 var verg landsframleiðsla Danmerkur $60,494, sem þýðir að tekjur pr. íbúa eru í hærri kantinum. Í Danmörku er góður markaður fyrir bæði húsgögn, heimilismuni og tískuvörur.
6. Frakkland
Frakkar eru þekktir fyrir að hafa gaman af tísku, fatnaði og innréttingum. Ef þú getur safnað saman smekklegum og flottum vörum fyrir franskan markað gæti ávinningurinn orðið góður. Gert er ráð fyrir að tekjur pr. íbúa í Frakklandi nemi $43.400 árið 2022. Fyrir franskan markað mælum við með því að einbeita sér að sölu á tísku- og menningarvörum og vel útfærðum skrautmunum.
7. Sviss
Sviss er kannski lítið land á heimskortinu en efnahagslegur stöðugleiki og lífskjör þar eiga sér enga hliðstæðu. Með tekjur pr. íbúa upp á $94,696 er búist við að netverslunarmarkaður þessa lands muni vaxa mikið á komandi árum. Á núverandi tímapunkti er eyðslugeta landsins nokkuð merkileg og samkvæmt rannsóknum munur 26% svissneskra íbúa versla á netinu árið 2026.
Önnur lönd sem vert er að íhuga fyrir markaðssetningu eru Belgía, Búlgaría, Króatía, Tékkland, Eistland, Finnland, Grikkland, Ungverjaland, Írland, Ítalía, Lettland, Litháen, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía og Slóvenía.