Hefurðu fengið nóg af fjölbreytingarlausri skrifborðsvinnunni og langar að prófa eitthvað nýtt? Með hnattvæðinguna í hámarki hafa skapast fullt af atvinnutækifærum sem gera þér kleift að ferðast um allan heim. Eftir hverju ertu eiginlega að bíða? Það er kominn tími til að láta draumana rætast. Skrunaðu niður til að sjá nokkur launahæstu störfin sem gera þér kleift að ferðast meira.
Störfin sem talin eru upp munu ekki aðeins gera þér kleift að ferðast, heldur eru þau einhver best launuðu störf í heimi.
1. Flugmenn og flugfreyjur
Að verða flugmaður eða flugfreyja er augljósasti kosturinn fyrir ferðaunnendur. Slíkt gefur þér tækifæri til að ferðast og dvelja um allan heim. Ef þú hefur reynslu af erlendum tungumálum, þjónustu við viðskiptavini og þjálfun í endurlífgun, þá flugfreyjustarfið góður valkostur.
Flugmenn búa þó við allt aðrar menntunarkröfur. Þú þarft nefnilega flugréttindi fyrir starfið. Vinnutími bæði flugmanna og flugfreyja getur verið handahófskenndur, en það er oft þess virði að fá borgað fyrir heimshornaflakk.
2. Vinna á skemmtiferðaskipi
Önnur flott leið til að ferðast um heiminn er starf á skemmtiferðaskipi. Fólki frá öllum starfsgreinum bjóðast þannig tækifæri til starfa. Um er að ræða störf fyrir matreiðslumenn, starfsfólk í þrifum, meðferðaraðila, nuddara, tæknimenn, svo og forritara. Þegar skipinu er lagt í höfn hefurðu tíma til að kanna nýja heima. Að auki væru matur og gisting ókeypis.
3. Gerast starfsmaður ferðaskrifstofu
Annað starf sem gerir þér kleift að ferðast, er starf hjá ferðaskrifstofu. Ef þú ert ferðaunnandi og góður sölumaður gætirðu reynt að finna þér vinnu sem slíkur starfsmaður. Fyrirtæki flytja oft bestu starfsmenn sína til ólíkra heimshluta. Starfið snýst ekki um gráðu, heldur um hæfni þína og reynslu í ferðaiðnaðinum og skilning á því sem viðskiptavinurinn leitar að. Ferðafyrirtæki bjóða upp á sérstaka pakka fyrir starfsmenn sína, svo þú skalt búa þig undir aukaafslátt af ferðum.
4. Ferðabloggari
Annað starf sem felur í sér ferðalög er að gerast ferðabloggari. Til eru fyrirtæki og tímarit sem borga væna summu fyrir að fólk deili ósviknum ferðaupplifunum sínum. Þú getur valið annaðhvort að selja ferðamyndirnar og vídjó, eða stofna þitt eigið blogg eða YouTube rás.
5. „Dropshipping“
Ef þú ert stafrænn flakkari getur „dropshipping“ fært þér góð tækifæri til að þéna pening meðan þú flakkar um heiminn. Viðskiptamódelið krefst ekki viðhalds á birgðum og þess vegna er hægt að halda rekstrinum gangandi frá hvaða heimshorni sem er. Fyrirtækið reiðir sig algjörlega á netið og notendavæna vefsíðu. Þannig geturðu ferðast um heiminn á sama tíma og þú selur vörur og þénar pening. Vertu bara viss um að velja stað með góða nettengingu.
6. Fornleifafræðingar
Fornleifafræðingar eru þekktir fyrir ást sína á sögu, uppgreftri og ferðalögum. Þetta starf færir þér bestu ferðatækifærin, en þú þarft mikla færni og menntun til að vinna við slíkt. Í fyrsta lagi þarftu gráðu í fornleifafræði, í öðru lagi verðurðu að vera með góða fræðikenningu til að fá inngöngu í ólíkar rannsóknaráætlanir (e. research programmes).
7. Viðburðarstjóri
Ef þér finnst gaman að djamma samhliða því að ferðast er þetta starf fyrir þig. Búðu til gott ferilsafn og bættu færni þína til að fá tækifæri til að sjá um vörukynningar, opinbera viðburði, íþróttaviðburði og hátíðir um allan heim. Samhliða því að ráfa um heiminn færðu tækifæri til að hitta nýja söluaðila og læra um nýjar menningar.