Undirbúðu verslunina þína fyrir jólaörtröðina með því að bæta þessum frábæru 12 vörum við vörulistann þinn.
Tegundir af vörum til að selja í dropship verslun fyrir jólin
Sala eykst á vörum í öllum vöruflokkum í vikunum fyrir jólin. Meginástæðan fyrir þessu er hrekkjavakan, þakkargjörðarhátíðin,
svartur föstudagur
, netmánudagur, jólagjafakaup, kaupaukar í lok árs og gjafmildi í takt við hátíðarandann.
Eftirfarandi eru þær tegundir af vörum sem við mælum með að þú íhugir að selja:
Árstíðabundnar vörur: Jólaskreytingar, þar á meðal bæði inni- og útiseríur, blómsveigar, jólatré, stórar uppblásanlegar útiskreytingar og styttur af jólasveinum, álfum, hnotubrjótum og dádýrum.
Gjafir: Vörur í ákveðnum markaðskimum og vinsælar vörur sem tengjast áhugamálum. Þetta gæti t.d. átt við útileguvörur, hestavörur, ræktarvörur, hjólreiðavörur, hjólaskautavörur og víngerð.
Gæludýr: Vörur fyrir gæludýraforeldra eru afar sniðug jólagjafaleið. Þar á meðal eru leikföng sem eru hönnuð til að skemmta dýrunum og koma í veg fyrir skaðlega hegðun.
Hágæðavörur: Dýrar vörur sem seljast á yfir 200 evrur bjóða upp á frábært tækifæri til að ná góðum hagnaði..
Húsgögn: Þegar jólagestir eru væntanlegir þá sækjast viðskiptavinir oft eftir að kaupa aukasæti, stærra borðstofuborð, gestarúm eða geymsluhúsgögn á borð við kommóður og skórekka.
Útihúsgögn: Það getur verið afar gaman að setja garðinn í jólabúning. Hlutir eins og eldstæði, útisófar og útiljós geta verið vinsæl til að heilla gestina, en réttu vörurnar fara þó auðvitað alltaf eftir landinu eins og við vitum vel á Fróninu góða.
Skoðum nú 12 góðar vörur til að selja í dropship verslun þessi jólin.
1. Jólakaktus
Ef þú ert með dropship verslun í Miðjarðarhafslöndum, Ástralíu, Suður-Ameríku, Norður-Ameríku eða Suður-Afríku þá er jólakaktus einstaklega skemmtilegur og einstakur hlutur.
Það eru ekki bara kaupendur í þurrum eyðimerkurlöndum sem eru hrifnir af óvenjulegum jólaskreytingum. Samkvæmt grein á Yahoo! Life, „Why you should switch to a cactus Christmas tree this year“ þá hafa kaktusar verið að seljast út um öll Bandaríkin og viðskiptavinir í Bretlandi elska þá líka.
vidaXL Skreyttur Jólakaktus LED 210 cm (EAN: 8720287021278)
Helstu kostir:
Mjög einstakur hátíðarhlutur
Kaktusinn kemur með skreytingum og ljósum
Sérstaklega vinsæll hjá viðskiptavinum í hlýjum löndum
Jólakaktusinn frá vidaXL selst á um 112 evrur.
2. Jólapálmatré.
Annað öðruvísi tré fyrir lönd á suðurhveli jarðar. Hátíðlegt pálmatré grípur augað með sjarmerandi ílangri lögun og líflegum pálmalaufum.
Viðskiptavinir í Miðjarðarhafinu, suðurhluta Bandaríkjanna, Suður-Ameríku, Mið-Austurlöndum og Afríku ættu að heillast að jólaútgáfu pálmatrésins sem þau þekkja svo vel.
vidaXL Pálmatré LED 180cm (EAN: 8720287138723)
Helstu kostir:
Hægt að nota á heimilinu eða í veislum og viðburðum
Skreytt með 96 LED ljósum með ljósáhrifum
Gæðagervitré sem endIst ár eftir ár
Vönduð undirstaða svo að pálmatréð haldist stöðugt
Þetta jólapálmatré frá vidaXL selst á um 79 evrur.
3. Uppblásanlegur Jólasveinn á Mótorhjóli.
Er til meira rokk og ról heldur en uppblásanlegur jólasveinn á mótorhjóli? Hönnunin er frumleg og skemmtileg og sannir aðdáendur jólanna ættu því að hafa gaman að þessari jólaskreytingu.
vidaXL Uppblásanlegur Jólasveinn 156cm (EAN: 8720287156895)
Helstu kostir:
Frumleg mótorhjólahönnun fyrir þá sem elska mótorhjól
Innbyggð LED ljós
Kemur með rafknúinni loftdælu til að blása upp og tæma loftið úr
Tilvalið fyrir garða, verandir, hótel og viðburði
This vidaXL inflatable Santa sells for €72.
4. Espressovél
Kaffivélar eru sívinsælar dropship vörur. Það skiptir ekki máli hvaða tími ársins er - kaffivélarnar eru alltaf vinsælar. Jólatíminn er tilvalinn fyrir kaupendur sem vilja gefa espressóvél sem gjöf eða sem vilja gera vel við sjálfa sig í undirbúningnum fyrir gestagang á jólunum.
Espressóvélar eru yfirleitt í meðalháum eða háum verðflokki. Þetta gerir vélarnar tilvaldar í dropship verslun þar sem þær bjóða upp á möguleika á góðri hagnaðarprósentu.
Bestron Espressóvél (EAN: 8712184056682)
Helstu kostir:
Fyrirferðarlítil fyrir lítil eldhúsrými
Gufusproti til að freyða mjólk
Portafilter gefur notandanum meiri stjórn Notandanum líður eins og kaffibarþjóni
Ódýrari valkostur við Nespressóvél
Þetta módel fæst á um 68 evrur.
Bestron Espressovél Gyllt 1,2 lítrar (Ean: 8712184055678)
Ef þú vilt selja dýrari espressóvél í dropship versluninni þinni þá er þetta Bestrón módel gott val. Fyrir utan kostina sem við nefndum hér að ofan þá er þessi vél fær um að útbúa espressó í tvo bolla á sama tíma.
5. Vöffluvél með dýramynstri
Góð dropshipping vara ætti að vera einstök, í góðum gæðum og fylgja nýjustu trendum. Þessi vöffluvél með dýramynstri í bleikri hönnun er alveg tilvalin.
Markaðssettu þessa vöru til sælkera, heilsuræktarfólks sem elskar að búa til próteinvöfflur eða foreldra með ung börn.
Bestron Bleik Vöffluvél með Dýramynstri (EAN: 8712184058105)
Helstu kostir:
Viðloðunarfrí húðun til að auðvelda vöfflugerðina
Pastelbleikur litur höfðar til stelpna
Skemmtilegt dýramynstur Auðveld í geymslu í eldhúsinu
Sniðug sem jólagjöf
Þessi vöffluvél selst á um 42 evrur.
6. Rafknúið barnavélhjól
Rafknúið mótorhjól í krúttlegum rokkuðum stíl er afar frumleg jólagjöf fyrir börnin. Foreldrar, afar og ömmur eða frænkur og frændur leita yfirleitt að áhugaverðum gjöfum á þessum árstíma og þetta leikfang ætti að grípa athyglina.
vidaXL Rafknúið barnamótorhjól (EAN: 8718475809968)
Helstu kostir:
Fullorðnir elska nýstárleika barnamótorhjólsins
Rafmagnspartarnir gera þetta að dýrari vöru Afþreying fyrir bæði börn og foreldra Skjöldur og útlit mótorhjólsins lítur alvörulega út
Þetta barnamótorhjóla selst á um 170 evrur.
7. Færanlegt útilegugrill
Samkvæmt Global Newswire (2022) verður markaðurinn fyrir útilegubúnað 27,3 milljón Bandaríkjadala virði árið 2030. Útilegur eru að verða sífellt vinsælli eftir því sem fólk ákveður að eyða meiri tíma utandyra og í náttúrunni.
Færanlegt útilegugrill er tilvalin vara til að selja í dropship verslun fyrir hátíðirnar þar sem þetta er einmitt sá tími sem kaupendur leita hvað mest að gjöfum tengdum einstökum áhugamálum.
Easy Camp Grill Ævintýri (Ean: 5709388085924)
Helstu kostir:
Færanlegt og hægt að taka með hvert sem er
Stillanlegt loftútblástur fyrir loftræstingu á reyk
Samanbrjótanlegir fætur og fyrirferðarlítil stærð fyrir auðvelda tilfærslu
Öruggara en að vera með opinn eld
Notandavænt
Þetta Easy Camp grill selst á um 64 evrur.
8. Töfraklukka Módelsmíðissett
Módelsmíðssett eru vinsæl hjá eldri börnum og fullorðnum og þau eru því tilvalin vara fyrir dropship verslun. Allir sem hafa áhuga á að smíða hluti og gefa sér tíma til að skapa eitthvað flókið munu kunna að meta að fá módelsett í jólagjöf. Þessi markaðskimi gróðavænlegur þar sem áhugafólk eyðir gjarnan talsverðum tíma í að setja saman módelsett í góðum gæðum til að bæta því við safnið sitt.
Módelsett eru einnig skemmtileg gjafahugmynd sem foreldra eða ömmur og afar geta keypt handa eldri börnum og unglingum sem hafa gaman að fræðandi og uppbyggjandi tómstundaiðjum.
Wooden City Töfraklukka Módelsett Smækkað Líkan(EAN: 5906874128091)
Helstu kostir:
Partar úr viði gera þetta að umhverfisvænni gjöf.
Virkar sem klukka í lok samsetningar
Fallegt líkansett fyrir þá sem hafa ekki áhuga á að setja saman lestir eða bíla.
Frábært fyrir eldra fólk að halda huga og höndum uppteknum
Settið er tilvalið til að þjálfa þolinmæði ungs fólks og færni til að fylgja leiðbeiningum
Þetta líkansett af klukku selst á um 55 evrur.
9. Sett með lyftingastöng og handlóðum
Líkamsrækt er að verða sífellt vinsælli um allan heim eftir því sem fólk fær meiri fræðslu og verður meðvitaðra um mikilvægi heilbrigðs lífsstíls. Fólk á auðvelt með að nálgast vinsæla líkamsræktaráhrifavalda á netinu, kennsluefni fyrir ræktina, faglega næringarráðgjöf og æfingatæki fyrir heimaræktina.
Líkamsræktarstöðvar og heimaræktir eru gífurlega vinsælar í augnablikinu. Líkamsræktarhlutir eins og lyftistangir og handlóðasett eru afar vinsæl í netverslun.
Líkamsræktarstöðvar og heimaræktir eru gífurlega vinsælar í augnablikinu. Líkamsræktarhlutir eins og lyftistangir og handlóðasett eru afar vinsæl í netverslun.
vidaXL Sett með Lyftingastöngum og Handlóðum 90kg (EAN: 8718475589587)
Helstu kostir:
Stillanleg þyngd
Riffluð handföng fyrir betra grip.
Hágæðajárnplötur
Sniðugt sem jólagjöf
Þetta sett með lyftingastöngum og handlóðum selst á um 297 evrur.
10. Kattahengirúm
Gæludýraforeldrar eru oft þekktir fyrir að dýrka gæludýrin sín. Þetta býður upp á frábæran markaðskima í dropship verslun.
Í könnun PetSmart á 1.000 Bandaríkjamönnum árið 2022 kom fram að 83% kaupenda hyggjast kaupa gjöf handa gæludýrinu sínu þessi jólin. Ótrúlegt nokk þá ætlar meiri en helmingurinn (54%) að verja meiri tíma í að leita að hinni fullkomnu gjöf fyrir gæludýrið sitt en fyrir suma fjölskyldumeðlimi.
Ein dropship hugmynd er kattahengirúm. Hér eru krúttleg sæti til að veita gæludýrunum einstök þægindi.
Kerbl Kattahengirúm (EAN: 4018653825914)
Helstu kostir:
Mjúkt flísefnið gerir rúmið hlýtt og notalegt
Hengirúmið sveiflast og gefur þannig aukin þægindi
Viðargrindin er sterk og stöðug Kettir elska að hvíla sig á stað fyrir ofan jörðina
Þetta hengirúm selst á um 47 evrur.
11. Stórt borðstofuborð og stólar
Jólin eru ekki bara tími til að kaupa gjafir. Fjölskyldur kaupa oft aukahúsgögn þegar von er á gestum í jólamatinn.
Stórt borðstofuborð og stólasett munu er tilvalið til sölu í dropship verslun og það höfðar til viðskiptavina sem vilja skipta út gömlum og slitnum borðstofuborðshúsgögnum áður en ættingjarnir láta sjá sig.
Húsgögn eru sniðug fyrir dropship verslanir þar sem margar af vörunum geta verið dýrar og því er möguleiki á hárri hagnaðarprósentu. Stærri húsgögn eins og stórt borðstofusett selst fyrir meira en minna sett.
vidaXL 9 parta Borðstofusett (EAN: 8719883678030)
Helstu kostir:
Sívinsæl vara til að selja, jafnvel eftir hátíðirnar
Borð- og stólasett býður upp á meira fyrir peninginn
Gegnheill viður er vinsæll þökk sé góðri endingu, þægindum og fallegs útlits
Höfðar til viðskiptavina sem halda reglulega kvöldverðarboð
Þetta 9 parta borð- og stólasett frá vidaXL selst í smásölu á um 500 evrur.
12. Svefnsófi fyrir gesti
Heimili um allan heim eiga von á því að gestirnir gisti yfir hátíðirnar. Fjölskyldur gætu þurft að undirbúa gestaherbergið fyrir vini og vandamenn.
Nokkrir valkostir eru í boði: Útdraganlegir svefnsófar fyrir plásslítil heimili, dagrúm, útdraganleg dagrúm og venjuleg rúm. Dagrúm úr furu eru vinsæl fyrir þá sem vilja sveitalegt yfirbragð. Dagrúm úr málmi gefa gamaldags viktoríanskan blæ.
vidaXL Dagrúm úr Furu (EAN: 8720287137894)
Helstu kostir:
Innbyggðar geymsluskúffur undir rúminu Einfaldur svefnsófi sparar pláss í minni gestaherbergjum.
Gegnheill furuviður er sjarmerandi og endingargóður
Þetta dagrúm frá vidaXL selst á um 370 evrur.
Tengdar greinar
10 leiðir til að kjörsníða dropshipping markaðssetninguna fyrir jólin
Svartur föstudagur 2022: Hvernig þú undirbýrð netverslunina þína og bætir sölutölur
Barnaleikföng til að selja í dropship verslun veturinn 2022