Dropship verslun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (SAF) býður upp á hagstætt viðskiptatækifæri. Eins og við lögðum áherslu á í fyrri bloggfærslu þá hefur hagvöxtur aukist í Sameinuðu arabísku furstadæmunum síðan Covid-19 heimsfaraldurinn tröllreið heiminum. Netverslunarmarkaðurinn er ört vaxandi og var 27 milljarða Bandaríkjadala virði árið 2022, að öllum líkindum af því að næstum 100% íbúa nota internetið í SAF og vörustjórnun er afar góð í landinu.
Við deilum hér vel völdum sölugögnum frá vidaXL til að aðstoða þig við að opna dropship verslun í SAF. Greinin gefur þér vonandi innblástur og hugmyndir varðandi hvaða vörur væri gott að selja í landinu.
15 mest seldu vörur vidaXL í Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Samkvæmt sölugögnum okkar eru eftirfarandi vörur vinsælustu vidaXL vörurnar á markaði Sameinuðu arabísku furstadæmanna:
Svart Skilrúm með Sex Þiljum (EAN: 8720286022764)
Geymsluskápur úr Plasti (EAN: 8718475845713)
Verkfærakassi á hjólum (EAN: 8718475845706)
Þyngdarstandur fyrir Sólhlíf (EAN: 8720286153574)
Aukahlíf fyrir Garðskála (EAN: 8718475869979)
Færanlegur Snyrtistóll (EAN: 8718475813231)
Útisturta með Tvöfaldri Bunu (EAN: 8719883783369)
Samanbrjótanlegur Viðarkollur (EAN: 8720286191576)
Grátt Sófaborð (EAN: 8720286587188)
Svartir Barstólar úr Flaueli (EAN: 8720286537480)
Viðarkattahús (EAN: 8718475721222)
Hvítt Sófaborð (EAN: 8720286542323)
Vængjaarmstóll með Fótskemli (EAN: 8718475831112)
Útirólustóll með Sessu (EAN: 8720286187166)
Hvítt Bístrósett (EAN: 8718475973065)
Vinsælustu húsgögnin
#1 - Herbergisskilrúm
Allra vinsælasta varan í öllum flokkum í SAF er sex-þilja skilrúm í svörtum lit. Þetta einfalda herbergisskilrúm býr til lítil hólf í stóru rými og skapar þannig næði. Það er afar handhægt til að skipta upp borðstofum, setustofum eða skrifstofum.
vidaXL Svart Herbergisskilrúm (EAN: 8720286022764)
#9 - Grátt Sófaborð
Sófaborð eru ómissandi partur af flestum stofum í heiminum. Lág hæðin er hentug þegar setið er í sófanum og borðið er tilvalið undir drykkjarföng af ýmsum toga.
Þetta tiltekna sófaborð er allra vinsælasta sófaborðið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Það er með skúffum til að geyma tímarit, leikföng, bækur og leiki. Þessi eiginleiki geri sófaborðið að aðlaðandi valkosti sem er tilvalinn í stofuna sem geymslueining fyrir allskyns hluti.
vidaXL Steypugrátt Sófaborð (EAN: 8720286587188)
#13 - Hægindastóll úr Gervileðri með Fótskemli
Chesterfield hægindastóllinn frá vidaXL í djúpum vínrauðum lit er afar sígildur stóll. Hann er með háu baki, vængjaörmum og þessum sígildu skrauthnöppum og tígulmynstri sem allir þekkja. Armstóllinn er úr gervileðri og hann er bæði tímalaus og á góðu verði.
vidaXL Armstóll með Fótskemli Gervileður (EAN: 8718475831112)
Vinsælustu vörurnar fyrir járnvörur
#2 - Geymsluskápur úr Plasti með 41 skúffu
Þessi geymsluskápur með 41 skúffu frá vidaXL er í öðru sæti hvað varðar vinsælustu vörurnar. Hann hentar best fyrir handavinnuvörur, tómstundavörur eða í bílskúrinn fyrir almenna geymslu. Lítil hólfin eru tilvalin til að geyma nagla, skrúfur, bolta, rær, skinnur, króka, hengi og festingar. Ef einingin er notuð í handavinnutilgangi þá getur hún geymt perlur, límband, lím, límmiða, frímerki og bursta.
vidaXL Geymsluskápur með 41 Skúffu (EAN: 8718475845713)
#3 - Verkfærakassi á hjólum
Þriðja vinsælasta vidaXL varan sem seld er í SAF er verkfærakassi á hjólum. Hann er sterkbyggður, vatnsþolinn og hann beyglast hvorki né rispast. Hann er þar að auki með svampbólstrun að innan til að vernda verkfærin. Hjólin og útdraganlegt handfang gerir notendum auðveldara fyrir að flytja þunga hluti. Kassinn er hannaður með hespu og vírlykkju til að festa tvo hengilása og auka þannig öryggið.
vidaXL Verkfærakassi á Hjólum (EAN: 8718475845706)
Vinsælustu garðhúsgögnin
#4 - Þyngdarstandur fyrir Sólhlíf
Auðveldara er að setja upp sólhlíf í garðinum ef þú átt þyngdarstand. Óvæntar vindhviður gætu annars blásið hlífinni alla leið yfir til nágrannans. Þessi vinsæli þyngdarstandur er úr gegnheilu svörtu graníti.
vidaXL Þyngdarstandur fyrir Sólhlíf 25kg (EAN: 8720286153574)
#5 - Garðskálahlíf
Garðskálahlíf er á listanum yfir 5 vinsælustu vörurnar. Hlífin er gerð úr pólýester með vatnsheldri PVC-húðun og hún er því tilvalin til að vernda garðskálann gegn allskyns veðráttu. Þessi drappaða hlíf frá vidaXL er í uppáhaldi hjá viðskiptavinum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
vidaXL Garðskálahlíf (EAN: 8718475869979)
#7 - Útisturta með Tvöfaldri Bunu
Sameinuðu arabísku furstadæmin bjóða upp á ógrynnin öll af stórglæsilegum sundlaugum við allskyns glæsihús, hótel og baðstaði. Lúxuslaugar á einkasvæðum eru oft staðsettar í hallargörðum eða í eyðimörkinni með heillandi útsýni yfir sandöldu eftir sandöldu. Útisturta er ein af vinsælustu vörum vidaXL þar sem hún er afar frískandi eftir sundsprett.
vidaXL Útisturta með Tvöfaldri Bunu (EAN: 8719883783369)
#14 - Útibekkur með Sessu
Þegar heitt er í veðri eru útisæti eins og rólustólar, bístróstólar og útibekkir afar vinsæl. Viðskiptavinir í SAF eru sérstaklega hrifnir af þessum gráa útibekk frá vidaXL. Pólýesterefnið þolir ýmsa veðráttu og sessan er með böndum svo að hún haldist föst við útisætið.
vidaXL Útibekkur með Sessu (EAN: 8720286187166)
Vinsælustu gæludýravörurnar
#11 - Viðarkattahús
Arabian Mau er algeng kattategund sem ættuð er frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Persaflóa. Þessi tegund kattar er eyðimerkurköttur. Hann hefur búið utandyra síðustu 1000 árin og er því alvanur erfiðum veðurskilyrðum. Útikattahús eru því afar vinsæl í SAF.
vidaXL Kattahús (EAN: 8718475721222)
Hvernig þú startar viðskiptunum í SAF
Vinsælustu netverslunargeirarnir
Í gögnum frá PPRO árið 2021 var greint frá þeim vöruflokkum í netverslun sem skiluðu mestum hagnaði:
Leikföng, áhugamál og DIY-vörur: 29%
Tískuvörur: (27%)
Raftæki og fjölmiðlar: 18%
Matur og snyrtivörur: 13%
Húsgögn og heimilistæki: (12%)
Við getum borið þetta saman við gögn frá vidaXL. Leikföng, áhugamál, DIY-vörur, húsgögn og heimilistæki mynda samanlagt 41% af sölu í SAF.
Algengustu greiðslumátar
Samkvæmt Numbeo, 2022, eru íbúar í SAF með mikinn kaupmátt - svo mikinn að þeir eru í 9. sæti á heimsvísu. Hér er sundurliðun á greiðslutegundum samkvæmt markaðshlutdeild fyrir kaup á netinu:
29% með kreditkorti
19% með netveski eins og Alilile LIay.
15% með reiðufé við afhendingu
14% með bankamillifærslu
10% með debitkorti
(Worldpay, 2020)
Byrjaðu að selja í dropship verslun með vidaXL
Komdu netversluninni þinni af stað í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. DropshippingXL prógrammið hjá vidaXL er opið öllum, án nokkurra forsendna. Skráðu þig og nýttu þér þessi fríðindi:
0% umboðslaun
Þú greiðir einfaldlega fast áskriftargjald að upphæð €30 á mánuði. vidaXL tekur aldrei þóknun, sama hvað þú selur fyrir mikið.
Vinsælar hágæðavörur sem þú hefur færi á að selja
Þú getur valið úr gríðarlegu úrvali af hágæðavörum í öllum flokkum - hvort sem það eru húsgögn, garðhúsgögn, gæludýravörur, DIY-vörur, íþróttabúnaður og barnaleikföng.
Aðstoð við viðskiptarekstur
Fáðu aðstoð þegar þú þarft á henni að halda hjá viðskiptateymi vidaXL.
Tengdar greinar
Hvers vegna ættirðu að stofna dropship verslun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum?
Hvers vegna ættirðu að stofna dropship verslun í Sádi-Arabíu?
Góð ráð til að byggja upp dropship verslun sem gæti skilað allt að €50.000 mánaðartekjum