Húsgagnatrend og tískustefnur er eitthvað sem allir dropship seljendur með heimilismuni og húsbúnað ættu að fylgjast með. Innanhússhönnunarsýningin Maison & Objet Paris, var haldin í mars á þessu ári og bauð upp á nýjustu strauma og stefnur í húsgögnum og innanhússhönnun. Við völdum 5 stærstu trendin frá sýningunni og erum með góðar uppástungur að vörum sem gætu slegið í gegn í netversluninni þinni!
Rattan
Rattanhúsgögn eru á hraðleið aftur í tísku. Þessi áhrif má sjá í frábærum aukahlutum eins og stólum, kertastjökum, speglum og geymsluhirslum.
Hvað er rattan?
Rattan er náttúrulegt efni sem svipar til bambuss. Rattan er sveigjanlegt, traust, létt og gefur skemmtilega áferð þegar það er notað í húsgögn. Í plöntuformi minnir rattan einna helst á vínvið og vex í Afríku, Ástralíu og Asíu. Fyrir þá sem er umhugað um sjálfbærni og umhverfissjónarmið er vert að geta þess að rattan er í öðru sæti yfir vaxtarhraða þegar kemur að efnivið í húsgagnaframleiðslu (víðir, sem einnig er notaður í tágar, er í því fyrsta).
Ofin húsgögn
Rattanhúsgögnum er auðvelt að rugla saman við ofin húsgögn en þetta er þó ekki alveg það sama. Ofin húsgögn hafa verið til í þúsundir ára og geta verið gerð úr ýmis konar efnivið, til dæmis víði, stráum, sefgrösum, bambus eða manngerðum trefjum.
Viðskiptavinirnir vilja rattan
Rattan húsgögn er hægt að nota bæði innan- og utandyra.
Ofin húsgögn dagsins í dag bera með sér áhrif frá áttunda áratug síðustu aldar.
Það er auðvelt að þrífa rattan
Rattanhúsgögn eru á viðráðanlegu verði og henta því fyrir öll heimili
Þau eru létt og meðfærileg og því auðvelt að færa þau til eftir þörfum.
Rattanhúsgögn passa einstaklega vel með hlutlausri litapallettu en þau bera einnig sterka áherslutóna í aukahlutum.
vidaXL 2 sæta Rattansófi (EAN: 8720286143018)
vidaXL Hangandi kertalukt (EAN: 8718475620679)
Áttundi áratugurinn snýr aftur.
Skemmtilegur, fjörugur og djarfur stíll áttunda áratugarins er á leið inn aftur, ef eitthvað er að marka Vogue og Insider. Sumt er þó skilið eftir á víðáttum tímans, þar sem lava-lampar og kitsch mynstur eiga ekki alveg upp á pallborðið í þetta sinn. Vertu tilbúinn fyrir jarðliti; græna, brúna og gyllta appelsínutóna, lága leðurstóla, rýjateppi og dökk viðarborð.
Hvað er það besta við retró-innréttingastílinn?
Ekta leður gefur rýminu fágað yfirbragð.
Stíll áttunda áratugarins er léttur og skemmtilegur í gegnum nútímaaugu
Hann blandast vel við ýmislegt sem hefur verið ráðandi í stíl undanfarið.
Geometrísk form skapa áhugaverða sjónlínu
Retró vörur sem vert er að íhuga í dropship verslun
vidaXL Veggborð Gegnheill akasíuviður (EAN: 8718475590248)
vidaXL Hægindastóll úr ekta leðri (EAN: 8718475611523)
vidaXL 2 sæta sófi, ekta leður brúnn (EAN: 8718475741817)
Litagleði
Í bland við retró-þemað eru sterkir og áferðarfallegir litir í fyrirrúmi. Þetta þýðir að smaragðsgrænir, skærbláir, fagurrauðir og tópastónar eru það sem koma skal í innanhússhönnun. Stór, lífleg mynstur eru líka málið um þessar mundir samkvæmt Maison & Objet Fair og Elle Decor.
Handhægir hlutir fyrir heimilið
Vandað veggfóður
Gróf blómamynstur á veggteppum, teppum og húsgögnum
Litalög í púðum, teppum, blómavösum og listmunum
Sófar og stólar í líflegum litum
Litagleði fyrir dropship verslunina
vidaXL Amazon marglitað veggfóður (EAN: 5411012457709)
vidaXL Acapulco stóll, pólýrattan grænn (EAN: 8720286150054)
Art deco
Áttundi áratugurinn er ekki eini retró-stíllinn sem innanhússhönnun sækir innblástur til um þessar mundir. Hönnunarsöfnin í Musée des Arts Décorhalers í París sýndu nýlega bæði Art Deco muni og einnig túlkun á stefnunni frá 9. áratug síðustu aldar, sem varð þekkt undir heitinu Memphis. Art Deco einkennist af geómetrískum formum og línum, gull- og kopartónum, spegluðu yfirborði og vekur upp hughrif um lúxus fjórða áratugar síðustu aldar.
Handhægir hlutir fyrir heimilið
Glansandi svört hliðarborð og sófaborð
Velúr- og flauelsáklæði á sófum og stólum
Mynstur og myndir af pálmatrjám, blævængjum, fuglum og blómum.
Vegglampar í kórónustíl
Málmslegin húsgögn úr pússuðum við
Horfðu eftir samhverfum línum og hornlínum, bæði í húsgögnum og skrautmunum
Art Deco vörur fyrir dropship verslunina
vidaXL Sófaborð með svörtu marmaragleri (EAN: 8720286058428)
vidaXL Skenkur, svartur og gylltur (EAN: 8719883810416)
vidaXL Borðstofustólar, vínrauðir (EAN: 8720286391242)
Mottulist
Sérfræðingar í innanhússhönnun hjá Luxury London Magazine nefna mottulist sem annað vinsælt trend árið 2022. Fyrir heimili í maximalískum stíl er tilvalið að nota gólfið líka til þess að sýna listaverk! Á minni svæðum og þar sem fjárhagurinn leyfir ekki stórtæk listaverkainnkaup er hægt að velja smærri mottur eða dregla með listrænum, expressjónískum, litríkum, abstrakt myndum og mótífum, eftir því hvað hentar heimilinu best.
Af hverju hefur mottulist slegið í gegn?
Mottur og teppi með mynstri eða mynd setja sterkan svip á rýmið.
Með mottunum kemur líka annar valkostur fyrir list en bara veggirnir
Dýramyndir, framandi efnistök, bútar og mynstur lífga upp á heimilið á skemmtilegan hátt.
Motta eða dregill getur líka verið áhersluhluturinn í rýminu sem dregur athyglina til sín.
Mottur fyrir dropship verslunina
vidaXL Dregill með áprentun (EAN: 8720286601006)
vidaXL Gólfmotta með zebramynstri (Ean: 8718475588184)
Samantekt
Þessi þróun er ekki bara í gangi fyrir vor/sumar tímabilið 2022. Því klassískari sem stíllinn er, því lengur helst hann í tísku. Art deco hefur til dæmis komið fram með ýmsu móti í margs konar húsgögnum allt frá því að stíllinn kom fyrst fram á þriðja áratug síðustu aldar. En hvaða stíll sem er valinn, þá kemur ávallt best út að láta heimilið endurspegla smekk íbúanna. Veldu því húsgögn og húsmuni eftir þínum smekk og leyfðu þeim að segja söguna þína.
Greinar til að lesa næst:
Bestu garðvörurnar til að selja vor/sumar 2022
Góð ráð við ímyndaruppbyggingu vörumerkis
Dropship rekstur: Hugmyndir fyrir Amazon