5 leiðir til að minnka hvarfhlutfall í netverslun

dropshippingxl intro blog

Rétt eins og með alvöru verslanir sem hagræða gólfplássi og vörum á ákveðinn hátt þá þarf netverslun að gera ákveðnar hagræðingar.

Ef þú hefur verið að taka eftir því að kúnnarnir stoppa stutt við á síðunni þinni þá ertu líklega að upplifa hátt hvarfhlutfall. Þó að það sé auðvitað ágætt að allir viðskiptavinir haldist ekki á síðunni - allt heimurinn fellur þrátt fyrir allt ekki undir markhópinn þinn - þá gæti engu að síður verið sniðugt að grafa dýpra ofan í það af hverju kúnnarnir eru að láta sig hverfa svona snemma.

Hvað er hvarfhlutfall?

Hvarfhlutfall vefsíðu („bounce rate“) er prósentan af kúnnum sem smella á eina síðu á netversluninni þinni og fara svo. Hátt hvarfhlutfall er slæmt þar sem það þýðir að flestir gestir á vefsíðunni þinni haldast ekki á henni til að skoða síðuna betur.

Af hverju láta viðskiptavinirnir sig hverfa svona hratt?

Nokkrar ástæður geta legið að baki háu hvarfhlutfalli:

  • Vefsíðan er í lágum gæðum og viðskiptavinir upplifa samstundis vantraust
  • Erfitt er að fara um vefsíðuna
  • Notendur fundu ekki það sem þeir leituðu að
  • • Síðan var of hæg að hlaðast
  • Notendur voru fljótir að finna þær upplýsingar sem þeir voru að leita að og þurftu því ekki að vera lengur á síðunni
  • Með netverslun er markmiðið auðvitað að láta kúnnum líða velkomnum. Ef þér tekst að fá kúnnana til að skoða fleiri vörur þá ertu líklegri til að selja meira.

    Hvað er hátt hvarfhlutfall?

    Til að finna út hvað það þýðir að vera með hátt hvarfhlutfall þá er mikilvægt að þú vitir hvað meðaltalið sé fyrir mismunandi heimasíður. Samkvæmt Renolon þá er meðalhvarfhlutfallið á árinu 2022:

  • Meðaltal í öllum iðngreinum, 47%
  • Meðaltal fyrir vefsíður í netverslun, 47%
  • Meðaltal fyrir farsímanotendur, 49%
  • Meðaltal fyrir Facebook auglýsingar, 20-40%
  • Meðaltal fyrir B2B vefsíður, 75%
  • Meðaltal fyrir heimasíður, 41-55%
  • Hvarfhlutfall á bilinu 26-40% er talið vera frábært þar sem það gefur í skyn að viðskiptavinirnir hafa nægan áhuga á að skoða vefsíðuna þína. Hvarfhlutfall sem er hærra en 70% er talið vera nokkuð slæmt.

    Google gefur hins vegar í skyn að hátt hvarfhlutfall sé fullkomlega eðlilegt (70-90%) fyrir vefsíðu með einni síðu, eins og blogg. Jafnframt eru lendingarsíður yfirleitt með 70-90% að meðaltali.

    Litlar netverslunarsíður eru með hærra hvarfhlutfalli

    Rannsókn á yfir 10.000 netverslunum sem ContentSquare framkvæmdi árið 2020 leiddi í ljós að minni verslanir eru með að meðaltali þrisvar sinnum hærra hvarfhlutfalli en stærri verslanir.

    Þú þarft því ekki að hafa of miklar áhyggjur af háu hvarfhlutfalli ef þú hefur þetta í huga. Ef þú ferð yfir síðuna og gerir breytingar þá gætirðu mjög fljótlega hækkað söluna á síðunni.

    Hvernig þú kemur í veg fyrir hátt hvarfhlutfall

    Aðalspurningin er: Hvernig kemurðu í veg fyrir að mikill fjöldi gesta hverfi nær rakleiðis af netversluninni þinni?

    1. Minnkaðu hleðslutíma síðunnar

    „Rannsóknir gerðar af Akamai leiddu að þeirri niðurstöðu að tvær sekúndur eru í raun þröskuldurinn fyrir það sem telst ásættanlegt á netverslunum. Sem þýðir að það er það sem notendur vilja versla við. Við hjá Google miðum við minna en hálfa sekúndu.“ Maile Ohye, Google, 2010

    2. Auðveldaðu notandanum að fara um síðuna

    Það ætti að vera einfalt og rökrétt fyrir gesti að rata um netverslunina þína. Hafðu valmyndir á síðuhausnum stuttar og hugsaðu um hvernig notandinn gæti viljað komast á hverja síðu. Ákveddu hvort hver síða skipti máli og sé skiljanleg.

    3. Vefsíðuhönnun sem vekur hrifningu

    Á þessari svokölluðu stafrænu tækniöld eru væntingarnar um flotta vefsíðuhönnun orðnar nokkuð háar hjá netkaupendum. Síðan þarf ekki að vera stórkostleg, en hún ætti að hafa:

  • Texta sem auðvelt er að lesa (notaðu réttu bakgrunnsmyndirnar)
  • Texta sem er nógu stór
  • Leturgerð sem tryggir þægilegan lestur
  • Stuttur texti sem nær til kjarnans og er með lykilorðum
  • Litir sem ekki er óþægilegt að horfa á í lengri tíma
  • Stórar hágæðamyndir af vörunum á netversluninni
  • Helstu upplýsingar um hverja vöru
  • Tengslaupplýsingar
  • Afhendingarupplýsingar
  • 4. Athugaðu hvort villur séu á vefsíðunni

    Ef tiltekin vefsíða er með óvenjulega háu hvarfhlutfalli þá gæti það verið útaf tæknilegum örðugleikum. Þetta gæti verið villa í forrituninni eða íbót sem hefur bilað.

    Einnig gætu verið bilaðir linkar á vefsíðunni þinni á aðrar síður. Ókeypis tól eins og Broken Link Check gera þér á örskotsstundu kleift að skoða hvort bilaðir linkar séu á vefsíðunni þinni. Power Mapper er annað ókeypis tól sem athugar hvort villur séu í skriftum eða vandamál séu í samskipan tölvuþjónsins.

    5. Bættu textagerðina á síðunni

    Ekki skal vanmeta góða textagerð. Vefsíða sem er stútfull af stafsetningar- og málfræðivillum getur í raun fælt frá sér hugsanlega viðskiptavini. Það sama á við um tæknimál, langar og flóknar setningar, klisjur og ofnotuð tískuorð eða texta sem tekur heila eilífð að lesa.

    Vefsíður netverslana eru miðaðar að því að selja vörur og því ætti textinn aðeins að takmarkast við vöruupplýsingasíður, blogg og aðrar upplýsingar á borð við sendingu og aðstoð. Hafðu textann á heimasíðunni þinni stuttan og laggóðan og gerðu notendum auðveldara fyrir að smella í gegnum síðuna til að komast að vörunum.

    Tengdar greinar

  • Hvernig þú veitir persónulega viðskiptaupplifun í netverslun
  • Hvernig á að halda utan um hagnaðinn í dropship versluninni
  • 4 eiginleikar sem koma sér vel í dropship rekstri
  • dropshippingxl intro blog