6 skref til að starta netverslunarfyrirtæki

dropshippingxl intro blog

Farsælt netverslunarfyrirtæki færir þig nær fjárhagslegu frelsi. Það eru ýmsar leiðir til að opna netverslun en margar af þeim krefjast mikils startkostnaðar. Dropship verslun er hins vegar vinsælt netverslunarmódel sem sniðugt er að skoða. Af hverju? Af því að það er hægt að þéna allt að 50.000 bandaríkjadollara eða meira í hverjum mánuði með aðeins 900 dollara startkostnaði. Hér eru 6 skref sem gera þér kleift að opna dropship netverslun.

1. Veldu markaðskimann þinn

Þú getur valið úr ýmsum markaðskimum. Þegar þú byrjar að kynna þér málið þá skaltu spyrja þig þessara spurninga:

  • Býr þessi markaðskimi yfir spenntum kaupendum?
  • Er þessi markaðskimi vinsæll í augnablikinu?
  • Eru margir aukahlutir innan markaðskimans sem kaupendur geta fjárfest í?
  • Er þetta árstíðabundinn markaðskimi?
  • Landafræðilega séð, hvar eru flestir kaupendur innan markaðskimans?
  • Hversu mikil samkeppni er innan markaðskimans?
  • Hvaða vörur eru vinsælastar innan kimans?
  • Er líklegt að þessi markaðskimi muni endast lengi?

Til að geta svarað þessum spurningum er sniðugt að nota ókeypis tól frá Google. Með því að taka tíma til að skoða Google Trends og Google Keyword Planner færðu skýra mynd af því hversu arðbær þessi markaðskimi getur verið.

2. Búðu til mynd af viðskiptavininum

Sem hluti af viðskiptaáætluninni þarftu að búa til mynd af viðskiptavinunum þínum. Þetta ætti að vera auðvelt þegar þú hefur valið þér markaðskimann. Viðskiptavinafyrirmynd er í rauninni lýsing á viðskiptavininum innan þess markhóps sem þú ætlar að selja vörur til.

Reyndu að átta þig á karakter, landafræðilegri staðsetningu og hegðunarmynstri draumakúnnans þíns. Þú gerir söluferlið mun auðveldara og hagkvæmara með því að gera þetta. Notaðu eftirfarandi atriði til að gera þér mynd af viðskiptavinunum þínum:

  • Stétt
  • Tekjur
  • Land
  • Lífstíll
  • Tómstundaiðjur og áhugamál
  • Menntun
  • Gildi og skoðanir
  • Hvatning

Aðrir þættir til að hafa í huga eru kyn, hjúskaparstaða, ráðstöfunarfé og félagsmiðlanotkun markhópsins.

3. Finndu dropship birgja

Þegar þú hefur valið þér markaðskima og gert þér mynd af viðskiptavinunum þá er kominn tími til að finna birgja. Þetta skref er afar mikilvægt þar sem þú þarft að sjá til þess að þú finnir dropship prógramm sem gefur þér flestu kostina fyrir sanngjarnt verð.

Ef þú vilt áreiðanlegan dropship birgja þá mælum við með því að þú skoðir dropshippingXL. Fyrirtækið er staðsett í Hollandi og það býr yfir vöruhúsum í Bandaríkjunum, Póllandi, Hollandi, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Ástralíu. Þetta þýðir að sendingar eru hraðar og kúnninn þarf því ekki að bíða í margar vikur eftir vörunum.

Hvað gerir dropshippingXL að frábærum birgja?

  • Þú getur stundað dropship verslun í yfir 34 löndum á heimsvísu
  • Vinnsla á pöntunum er gerð fyrir þína hönd
  • Gríðarmikið úrval með 90.000 hágæðavörum
  • Viðskiptaþjónusta í boði
  • 0% þóknun á netsölu
  • Áskrift kostar aðeins 30 evrur á mánuði

Þar að auki kostar ekki neitt að hætta áskriftinni hvenær sem er ef þú ákveður að dropshippingXL sé ekki fyrir þig. Langar þig til að prófa? Smelltu á www.dropshipping.com til að byrja að þéna á netinu.

4. Veldu dropship vörurnar okkar

Lykillinn að því að þéna vel í dropship verslun er að velja vörurnar vel. Ef þú býður ekki upp á vörur sem netkaupendur vilja kaupa þá á netverslunin þín ekki eftir að ganga upp.

Góð ráð við val á réttu dropship vörunum:

  • Finndu nýja og óvenjulega hluti sem eru ekki seldir allsstaðar
  • Notaðu Instagram og TikTok til að finna vinsæl verslunarmyndbönd
  • Skoðaðu vinsæl myllumerki á samfélagsmiðlum (t.d. #amazonfinds)
  • Kynntu þér markaðinn vel til að finna rifur í honum
  • Reyndu að selja hluti í dropship versluninni sem eru ekki brothættir
  • Forðastu hluti með lágri hagnaðarprósentu
  • Reyndu að forðast tískubólur sem kúnnar missa fljótt áhugann á

Rannsóknir á vörum er stór partur af því að vera með dropship verslun. Þegar þú hefur lært almennilega hvað selst vel þá áttu eftir að þróa með þér gott auga varðandi réttu vörurnar.

5. Búðu til heimasíðu

Þótt það sé vissulega hægt að selja dropship vörur á sölutorgum á borð við Amazon og eBay, þá mælum við frekar með því að þú seljir vörurnar þínar á þinni eigin heimasíðu til að hámarka hagnaðinn. Dropship sala á sölutorgum felur í sér aukagjöld og strangar reglur. Ef þú brýtur óvart á skilmálum við að selja á annarri heimasíðu þá verður reikningurinn þinn annað hvort fjarlægður eða tímabundið lokaður.

Það er mun auðveldara að búa til sína eigin heimasíðu og svo minnkar það stressið til muna. Þar að auki þarftu ekki einu sinni að borga mikið fyrir að vera með flotta heimasíðu. Prófaðu verkvanka á borð við Wix og Shopify ef þú hefur hvorki pening né getu til að búa til þína eigin netverslun. Notkun á vefsíðuveitu gerir þér kleift að setja upp verslunina þína fljótt og þægilega þar sem engin þörf er á neinni reynslu á forritun eða vefhönnun.

Ómissandi þættir við góða netverslun:

  • Falleg heimasíða
  • Auðvelt að finna vörur
  • Vel flokkaðar vörur
  • Vel aðgengilegar samskiptaupplýsingar fyrir viðskiptaþjónustu
  • Hágæðagrafík og myndir
  • Síða sem virkar vel á snjallsímum

6. Greiddar auglýsingar

Greiddar auglýsingar eru síðasta skrefið til að starta netfyrirtækinu þínu. Þetta eru netauglýsingar á síðum á borð við Google, Facebook og Instagram. Auglýsingar á borð við þessar gera gæfumuninn þar sem stór áhorfendahópur fær nú aðgang að vörunum þínum. Án þeirra tekur mun lengri tíma fyrir netkaupendur að ramba á netverslunina þína.

Nauðsynlegur partur af því að gera greiddar auglýsingar áhrifaríkar er að læra textaskrif. Hafðu samt engar áhyggjur, það tekur ekki langan tíma að læra skrifin. Markmiðið er að skrifa stutt og sannfærandi skilaboð til að grípa athygli markhópsins.

Hvernig þú skrifar áhrifaríkar netauglýsingar:

  • Veldu hvaða vörur þú vilt auglýsa
  • Veldu sérstakan part af kúnnanum sem þú vilt beina athyglinni að
  • Veldu markmið fyrir auglýsingarnar þínar
  • Skrifaðu texta sem leysir vandamál kúnnanna þinna
  • Kynntu þér hvaða leitarorð þú átt að nota
  • Hvettu kúnnann til að aðhafast eitthvað með því að segja hluti á borð við „skráðu þig núna“ eða „kaupa núna“

Hafðu ráðstöfunarféð lítið þegar þú auglýsir á netinu. Á þessu stigi snýst þetta allt um að prófa sig áfram með auglýsingunum til að sjá hvað virkar og hvað ekki. Ekki fjárfesta of miklu í auglýsingar sem þú hefur ekki prófað fyrst - annars gætirðu átt á hættu að sóa fénu þínu. Sýndu þolinmæði og þrautseigju og þá ættirðu á endanum að finna út úr því hvaða auglýsingar virka til að auka söluna á netinu.

Langar þig til að læra meira um dropship verslun? Farðu á www.dropshippingXL.com.

dropshippingxl intro blog