Vissir þú að Amazon er með 300 milljónir viðskiptavina á heimsvísu og sendir vörur til yfir 200 landa? Til að anna eftirspurn frá bæði viðskiptavinum og seljendum, setti Amazon upp FBA (Fulfillment by Amazon) þjónustu sína árið 2006. Undir FBA þjónustunni geta seljendur nýtt sér útbreitt dreifikerfi og fá beinan aðgang að risastórum hópi viðskiptavina Amazon.
Viðmótið er svo skilvirkt og gagnvirkt að í Bandaríkjunum einum eru meira en 200 milljónir Prime áskrifenda. Ef þú ert að íhuga dropshipping samstarf með Amazon, þá er þetta rétti tíminn.
Í þessari grein ætlum við að ræða allt sem er nauðsynlegt að vita um dropship rekstur með Amazon og hvernig þess konar samstarf getur gagnast þínum rekstri.
Hvað er Amazon Dropshipping?
Undir merkjum Amazon dropshipping eru vörur sendar á lager Amazon. Þaðan eru þær sendar til viðskiptavina sem leggja inn pöntun. Amazon sér til þess að varan berist til viðskiptavinarins eins fljótt og auðið er og í réttu ástandi. Stærsti ávinningurinn af dropshipping í gegnum Amazon er hröð sendingarþjónusta. Varan þín nær til viðskiptavinarins fyrr en ella.
Hvað kostar að selja á Amazon?
Ef ætlunin er að selja vörur í gegnum Amazon þarftu að skrá þig sem seljanda. Grunnpakkinn, Basic Plan, fyrir Amazon seljendur kostar $0.99. Næsti pakki fyrir ofan er Pro Plan, sem kostar $39.99, sama hversu margar vörur seljast yfir mánuðinn.
Felst hagnaður í sölu á Amazon?
Dropship verslun á Amazon getur verið arðbær en aðeins ef vörurnar hafa mikla framlegð. Sé varan seld með 30% framlegð, færð þú 15% af sölunni í gegnum Amazon. Oftast skila dropship vörur 10 til 30% hagnaði. Þannig er 5-15% meðalhagnaður þegar selt er á Amazon. Hagnaðurinn kann því að virðast minni en ekki gleyma því að vörurnar þínar ná til breiðari neytendahóps. Á heildina litið er Amazon gott markaðstól fyrir smærri fyrirtæki í startholunum.
Hvernig virkar dropship rekstur með Amazon?
Finndu réttu vörurnar
Á Amazon er gott að einbeita sér að ákveðnum vörum eða vöruflokkum. Ítarleg markaðsrannsókn skilar þér upplýsingum um eftirsóttar vörur sem eiga erindi til viðskiptavina. Sumar söluhæstu vörurnar eru heimilis- og garðvörur, aukahlutir fyrir gæludýr og rafeindahlutir og fylgihlutir.
Finndu áreiðanlegan heildsala
Þegar komið er á hreint hvaða vöruflokkum þú vilt einbeita þér að, þarftu að finna áreiðanlegan heildsala. Í þeim tilgangi er hægt að nota Google og aðrar B2B síður við leitina.
Búðu til lista yfir þá heildsala sem þér líst vel á og hafðu samband við þá einn í einu til að fá upplýsingar um vöruúrval, verð, lágmarkspöntunarmagn, sendingarkostnað, greiðsluferli o.s.frv. Þegar þú ert farin/n að fá skírari hugmynd um verð og gæði, skaltu þrengja valið niður í 2-3 aðila.
Næsta skref er að biðja um vörusýni, sem er þín leið til að tryggja að gæðin standist kröfur og uppfylli óskir viðskiptavina þinna. Birgjar eins og dropshippingXL bjóða þér yfir 50.000 vörur, sem hægt er að senda til Bandaríkjanna, Bretlands, Evrópu og Ástralíu.
Búðu til Amazon seljandareikning
Ef þú hefur ekki enn skráð þig á Amazon, þá er þetta rétti tíminn. Eins og áður kom fram eru 2 útgáfur fyrir seljendur; Basic og Pro. Við mælum með því að velja Pro Account sem kostar $39.99 á mánuði og gerir þér kleift að selja eins margar vörur og þú vilt án aukagjalds.
Settu verslunina upp
Þegar búið er að stofna reikning og flokka vörurnar sem á að selja, er næsta skref að skrá þessar vörur í Amazon verslunina þína. Gakktu líka úr skugga um að myndirnar sem notaðar eru séu allar í hárri upplausn. Notaðu myndir sem sýna vöruna frá öllum hliðum. Það skapar ákveðið öryggi hjá viðskiptavininum. Til að viðhalda sölumöguleikum, er sterkur leikur að skrá vörur sem eru gjaldgengar fyrir fría heimsendingu með Prime Free Delivery.
Þegar skráningarferlinu er lokið, geturðu byrjað að selja nýjar vörur á Amazon reikningnum þínum. Allt ferlið er einfalt og gegnsætt þar sem dropship-samstarfsaðilinn sendir vörurnar til Amazon vöruhússins, sem sér alfarið um sendingarhliðina. Þú þarft að sjálfsögðu að uppfæra birgðabókhald eftir þörfum og taka inn nýjar vörur, eftir því sem við á. Að auki skaltu alltaf fylgjast vel með umsögnum viðskiptavina.