Ef þú þekkir til netviðskipta, ættirðu að hafa heyrt um forrit á borð við Woocommerce. Woocommerce er netviðbót sem hjálpar notendum að setja upp og stjórna netverslun. Í þessari grein ætlum við að læra um Woocommerce og hvernig hægt er að nota viðbótina til að setja upp dropship-verslun.
Hvað er Woocommerce?
Woocommerce er WordPress viðbót sem gerir notendum kleift að skapa fullbúna dropship-verslun. Viðbótin er svokallaður gjafbúnaður (open-source) og notendur geta auðveldlega sniðið síðuna að eigin þörfum.
Til að búa til góða Woocommerce vefverslun þarf enga háþróaða kóðunarkunnáttu. Allt sem þarf er hýsing fyrir netverslunina og WordPress aðgangur til að nýta Woocommerce viðbótina.
Hvernig er hægt að nota Woocommerce fyrir dropshipping?
Ástæðan fyrir vaxandi vinsældum Woocommerce er gagnvirkt viðmót og auðveld uppsetning. Að setja upp og nota Woocommerce er mjög einfalt með eftirfarandi leiðbeiningum:
· Opnaðu WordPress mælaborðið og veldu plug-in viðbætur.
· Leitaðu að Woocommerce viðbótinni og smelltu á niðurhalshnappinn (download)
· Eftir að niðurhalinu er lokið skiptir forritið sjálfkrafa yfir í uppsetningarhjálp fyrir viðbótina.
· Ljúktu við uppsetningarferlið og byrjaðu að setja inn þær dropshipping vörur sem verslunin á að selja.
Þegar Woocommerce viðbótin hefur verið virkjuð er hægt að nota hana til að skrá vörur og stjórna birgðum, greiðslum og sendingum.
Af hverju að nota Woocommerce?
Woocommerce bæði eykur verðmæti dropshipping verslunarinnar þinnar og aðstoðar við rakningu pantana, uppfærslur, birgðastjórnun, samskipti við viðskiptavini o.s.frv.
Betra verð
Verðlagning er líklegust til að vera aðalhvatinn við val á netverslunarforriti. Þess vegna hefur Woocommerce náð eindæma vinsældum. Woocommerce og WordPress eru ókeypis og opinn hugbúnaður. Það eina sem þarf að borga fyrir í uppsetningarferlinu er lén, hýsing og önnur smáforrit frá þriðja aðila. Viðbótin er hins vegar algjörlega ókeypis.
Öflug greiningartól
Mælingarnar sem Woocommerce viðbótin framkvæmir eru mjög hagkvæmar fyrir dropshippers. Viðbótin er með níu mismunandi sniðmát fyrir greiningarskýrslur og háþróuð skiptingartól. Til lengri tíma litið, hjálpar þetta þér að þjónusta viðskiptavini þína á betri hátt. Það er líka hægt að samþætta Woocommerce við greiningartól frá Google.
Með Woocommerce greiningum er hægt að skoða eftirfarandi:
1. Rásir sem hámarka umferð um vefinn. Til dæmis geturðu séð helstu uppsprettu heimsókna, þ.e. hvort þær koma frá samfélagsmiðlum, tölvupósti eða auglýsingum.
2. Það hjálpar einnig við að sjá hvaða vörum viðskiptavinirnir hafa áhuga á. Greiningartólið gerir samanburð á viðskiptum, notendaumferð og tekjum til að meta hvaða vörur standa sig best í versluninni.
3. Með greiningunni er líka hægt að finna glufur sem geta valdið því að fyrirtækið tapi peningum.
Með svona greiningum og veftólum er orðið einstaklega auðvelt að stofna dropship-verslun. Fyrir allar aðrar dropshipping þarfir er dropshippingXL það eina sem þarf. dropshippingXL í samstarfi við vidaXL veitir góða eftirlitsþjónustu, fullnægjandi birgðastjórnun og sendir til yfir 30 landa eftir hagkvæmustu leiðum.