Dropship rekstur: Hugmyndir fyrir Amazon

dropshippingxl intro blog

Það er snjall leikur að skrá sig sem dropship seljanda á Amazon ef þú ert með réttu vörurnar. Amazon hefur sitt eigið dreifingarkerfi (FBA - Fulfillment By Amazon) en það er einnig hægt að skrá vörur til sölu og nýta sér dreifingaraðila og sendiþjónustu í dropship módelinu.

Í janúar 2020 varð Amazon annað fyrirtækið til að ná $ 1 billjón Bandaríkjadala hagnaðarmarkinu og frá og með janúar 2022 stendur það í $ 1,75 billjónum. Samkvæmt gögnum frá Statista, fær Amazon.com heimsóknir frá yfir 197 milljón viðskiptavinum um allan heim í hverjum mánuði. Það er meira en heildaríbúafjöldi Mexíkó!

Hvernig fer maður svo að því að koma upp dropship verslun á Amazon? Í þessari grein færðu hagnýt ráð og hugmyndir til að koma þér af stað.

Að finna réttar vörur

Markaðsrannsóknarverkfæri

1. Prime Away

Þetta er viðbót í Chrome-netvafrann, sem gerir notandanum kleift að skoða vörur sem eru ekki á Amazon Prime. Með viðbótinni er hægt að opna Amazon vefsíðu og finna þær vörur sem eru ekki seldar í gegnum Prime hluta Amazon eða seljendur sem nota FBA. Við mælum ekki með því að keppa við Amazon eða FBA, þar sem þessir aðilar geta selt vörur með lítilli framlegð og um þá gilda aðrar reglur en um hefðbundna seljendur.

Það eru til fleiri viðbætur sem hægt er að nota í svipuðum tilgangi. Prime Away er áskriftarviðbót en fjárfestingin getur borgað sig þegar verið er að vinna í markaðs- og vörukönnunum, þar sem viðbótin sparar tíma og fyrirhöfn við vöruleit.

2. SaleHoo

Ein vinsælasta viðbótin sem dropshipparar nota við vörukannanir er SaleHoo. Hún nýtir gögn frá eBay og Amazon til að meta hagkvæmni mögulegra söluvara.

3. QuickView

Það getur verið tímafrekt að leita í gegnum vörur á Amazon og smella á hverja þeirra til að fá frekari upplýsingar. Þessi Chrome viðbót gerir þér kleift að sjá lykilupplýsingar um vöru án þess að fara af niðurstöðusíðu leitarinnar. Þær upplýsingar sem koma upp eru hagnaðarhlutfall vörunnar, söluaðilar, hvar varan er á sölulistum (BSR, best sellers rank) og verðsaga.

TikTok

TikTok er gríðarlega vinsælt app með skemmtilegum myndböndum. Samkvæmt DataReportal eru virkir notendur TikTok í hverjum mánuði yfir 1 milljarður á heimsvísu (tölur síðan í október 2021). 27,7% fólks á aldrinum 16-64 ára um allan heim segjast finna áhugaverðar vörur og þjónustu í gegnum samfélagsmiðla og 26,2% nota þá markvisst í þessum tilgangi. Það eru því ríflega 539 milljónir manns sem skoða TikTok með það í huga að kaupa eitthvað.

Til að leita að vinsælum vörum á TikTok, geturðu notað eftirfarandi hjálparorð í Google: "site: tiktok.com" og "inurl:/video/". Niðurstöðurnar sýna þér myndbönd frá TikTok án þess að þú þurfir að fletta í gegnum prófíla. Notaðu myllumerki til að þrengja leitina. Meðal vinsælla myllumerkja sem tengjast netverslun eru #amazonfinds, #musthave og #tiktokmademebuyit. Leitin í Google ætti að líta svona út (þar á meðal bilið á milli hvers leitarhluta):

Site:tiktok.com inurl:/video/ #tiktokmademebuyit

Til að þrengja leitina enn frekar er hægt nota „intext:“ til að finna myndbönd sem nefna tiltekið svið sem þú hefur áhuga á að skoða. Til dæmis:

Site:tiktok.com inurl:/video/ #tiktokmademebuyit intext:"kitchen"

Þessi leit skilar niðurstöðum frá TikTok notendum sem hafa sett inn efni sem tengist eldhúsvörum. Flettu í gegnum niðurstöðurnar til að finna myndbönd með yfir 30 þúsund áhorf og deilingar til að sjá hverju neytendur eru spenntir fyrir.

Instagram

Fjöldi virkra Instagram notenda í hverjum mánuði er næstum 1,4 milljarðar, sem gerir það að fjórða vinsælasta samfélagsmiðlinum á eftir Facebook, YouTube og WhatsApp (DataReportal, október 2021). Markaðskönnun í gegnum Insta er öflug leið til að finna eftirsóttar vörur til að selja.

Til að finna vörur er best að byrja í heimaveitunni. Þegar þú kemur að greiddri auglýsingu skaltu athuga hvort varan virðist vera áhugaverð og hversu margir hafa sett 'like' á myndina.

Ef færslunni fylgir bit.ly tengill, skaltu afrita hann inn í vafrann þinn og bæta við + á eftir netfanginu. Með því færðu upp tölfræði á borð við fjölda smella yfir tíma, hvaða vefsíðu og frá hvaða landi þeir komu.

Þú getur einnig skoðað myllumerki í tengslum við verslun eins og #musthave, #amazonfinds. Til að finna sérstök merki sem tengjast þeim vöruflokkum sem þú hefur áhuga á geturðu opnað leitina í Instagram forritinu. Þar færðu uppástungur um vinsæl leitarorð á hverjum tíma.

Google Trends

Með því að nota Google Trends er hægt að sjá á einfaldan hátt hvaða trend eru í gangi á netinu. Þetta er ókeypis tól frá Google og er ómetanleg hjálp þegar kemur að því að skoða hvað er vinsælt í hverju landi fyrir sig eða á heimsvísu. Niðurstöðurnar sýna hvaða leitarorðum og orðasamböndum er leitað mest að og einnig er hægt að sjá vinsældir þeirra leitarorða sem þú hefur áhuga á að skoða.

Fylgstu með fréttum

Fylgstu með nýjungum í gegnum Google News. Þar er t.d. hægt að leita að "trending products" og fá upp lista sem teknir eru saman af sérfræðingum á sviði netviðskipta. Þetta er tilvalinn staður til að byrja ef þig vantar hugmyndir og innblástur. Skoðaðu greinar frá áreiðanlegum vefmiðlum á borð við Forbes, The Guardian, BBC News eða síðum frá aðilum með sérhæfingu í þeim flokki sem þú hefur áhuga á, t.d. Vogue, Architectural Digest og TechRadar.

Gæði umfram magn.

Við vöruleitina ættirðu að reyna að finna vörur sem höfða til kaupenda og eru líklegar til að seljast vel. Best er að selja vörur með hátt hagnaðarhlutfall, framyfir að selja mörg eintök með lægra hlutfalli.

Að selja vörurnar

Farðu varlega í sakirnar á Amazon.

Það er leyfilegt að setja upp dropship verslun í gegnum Amazon en fyrirtækið setur ströng skilyrði þegar kemur að dropship sölu. Í skilmálum kemur fram hvaða reglum þarf að fylgja:

  • Þú/fyrirtæki þitt er skráður seljandi allra vara.
  • Þú þarft að auðkenna þig sem seljanda á öllum pökkunarseðlum, reikningum og ytri umbúðum.
  • Þú berð ábyrgð á öllu því ferli sem snýr að vöruskilum.
  • Þú þarft að tryggja að upplýsingar um sendingu og afhendingartíma standist.
  • Ef þú getur ekki uppfyllt þessi skilyrði áttu á hættu að söluaðgangi þínum verði lokað.

    Skrifaðu lýsandi vörufyrirsögn

    Amazon gerir ákveðnar kröfur um hvernig vörutitlar og -fyrirsagnir eru skrifuð. Sé þeim er ekki fylgt getur Amazon bælt vörur þínar í leitarniðurstöðum. Meginreglurnar eru fjórar:

  • Titlar verða að fylgja ráðlögðum fjölda stafabila fyrir vöruflokkinn.
  • Titlar mega ekki innihalda kynningarorð eins og „ókeypis sending“ eða „100% gæði tryggð“.
  • Titlar mega eingöngu innihalda bókstafi og tölustafi, engin sértákn. * $ ? _ ~ { } # < > | * ; ^ ¬ ¦
  • Titlar verða að innihalda upplýsingar sem auðkenna vöruna, svo sem „gönguskór“ eða „regnhlíf“.
  • Þar fyrir utan er hægt að nýta nokkur góð ráð til að gera vöruna þína auðfinnanlega í víðlendum Amazon.

  • Ekki afrita vörutitilinn frá öðrum söluaðilum á Amazon. Oft er titillinn langur og inniheldur óþarflega mörg leitarorð sem flækja niðurstöðurnar og er óþjált að lesa. Amazon mælir með því að titlar og fyrirsagnir séu ekki lengri en 80 stafabil.
  • Skrifaðu öll orð fyrirsagnar með stórum upphafsstaf, að undanskildum smáorðum á borð við í, með, fyrir, og, eða.
  • Hafðu mest lýsandi leitarorðið fremst í línunni, t.d. "brauðkassi" og ekki gleyma að taka fram framleiðslumerkið.
  • Ekki nota frasa eins og "vinsælasta varan okkar".
  • Amazon hefur gert rannsóknir á kauphegðun, viðskiptavinirnir leita að lykilorðum í fyrirsögninni og því er óþarfi að nota hana fyrir nákvæma vörulýsingu. Þetta þýðir að lengri fyrirsagnir skila litlu og því betra að hafa hana hnitmiðaða og einfalda.

    Hvað með leitarorðalista og umferð?

    Lítum sem dæmi á þessa hundatösku sem fæst á Amazon. Vörutitillinn telur 198 stafabil, sem er of mikið skv. ráðleggingum Amazon. Það hefur skapast nokkur umræða um það hvað felst í góðri fyrirsögn.

    Amazon mælir með stuttum fyrirsögnum vegna þess einfaldlega að það er auðveldara fyrir neytandann að átta sig á því hvað um er að ræða. Aftur á móti geta seljendur séð sér hag í að semja lengri fyrirsagnir sem innihalda fleiri leitarorð og koma þannig upp í fleiri leitum. Að sjálfsögðu ættu þær þó alltaf að vera hnitmiðaðar og læsilegar. Langflestir söluaðilar nota vörutitla sem fara ekki yfir 80 stafabilin sem Amazon mælir með.

    Amazon mælir einnig með því að leitarbreytur á borð við lit, stærð og fjölda vara í pakkningu komi fram í ASIN-texta (Amazon Standard Identification Number), ekki í fyrirsögn.

    In reality, nearly 90% of the top 7,000 best-selling products on Amazon have more than 50 characters in their product title, says Brand Analytics. Their research suggested the following guidelines for optimum traffic on Amazon:Sé litið á 7000 mest seldu vörurnar á Amazon hafa nærri 90% þeirra fyrirsagnir sem spanna undir 50 stafabil, skv. samantekt Brand Analytics. Rannsóknir þeirra hafa skilað eftirfarandi ráðleggingum til að fá smelli á Amazon:

  • Vörutitillinn má vera allt að 100 stafabil
  • Vörumerkið ætti að vera fyrsta orðið í línunni
  • Því næst 1-3 leitarorð sem eru lýsandi fyrir vöruflokka (til dæmis flash drif, USB lykill, minniskubbur)
  • Miðaðu við að skrifa 4 orð sem lýsa vörunni, t.d. lit, fjölda í pakka og áberandi sérkenni
  • Bættu við SKU (birgðahaldseiningu) ef þess þarf
  • Sniðmát fyrir vel heppnaðan vörutitil ætti að líta einhvern veginn svona út:

    Vörumerki, vöruheiti, eiginleiki 1, eiginleiki 2, eiginleiki 3, flokkur 1, flokkur 2, flokkur 3, eiginleiki 4, SKU (ef þörf krefur)

    Samantekt

    Þetta eru aðeins nokkrar hugmyndir til að koma þér af stað í dropshipping rekstri í gegnum Amazon. Mikilvægasta skrefið er að framkvæma góða markaðsrannsókn og að finna þær vörur sem munu seljast á þeim markaði sem þú ætlar inn á. Nýttu þér vafratól og -viðbætur til að auðvelda þér ferlið. Með því að nota mælikvarðana sem tólin byggja á, getur þú tekið ákvarðanir um vörurnar, byggðar á traustri tölfræði.

    Að lokum, þú þarft að finna þér traustan birgja. Með vidaXL sem dropshipping samstarfsaðila hefurðu aðgang að yfir 50.000 vörum fyrir heimilið og garðinn, íþróttavörur, gæludýravörur, barnavörur, leikföng, varahluti fyrir ökutæki og fjölmargt annað.

    dropshippingxl intro blog