Svartur föstudagur 2022: Hvernig þú undirbýrð netverslunina þína og bætir sölutölur

dropshippingxl intro blog

Neytendur byrja fyrr og fyrr að versla jólagjafir og því er algjörlega þess virði að undirbúa netverslunina þína fyrir svartan föstudag.

Hvað er svartur föstudagur?

Svartur föstudagur, eða Black Friday á engilsaxneskunni góðu, er dagurinn eftir þakkargjörðarhátíðina þegar seljendur gefa gríðarlegan afslátt á ýmsum vörum. Svartur föstudagur á uppruna sinn að rekja til Bandaríkjanna og hann er afar vinsæll útsöludagur sem margir bíða eftir með mikilli eftirvæntingu í undirbúningnum fyrir jólin.

Rannsókn Finder árið 2021 sýndu að löndin sem hafa mestan áhuga á útsölu á svörtum föstudegi eru:

1. Bandaríkin (21,2%)

2. Þýskaland (12,9%)

3. Brasilía (11%)

4. Bretland (10,3%)

5. Spánn (6,3%)

Gögnin voru byggð á því hversu oft var leitað að svörtum föstudegi á leitarsíðum á netinu.

Hvenær er svartur föstudagur?

Þetta árið er svartur föstudagur 25. nóvember 2022 og netmánudagur (Cyber Monday) fylgir þar á eftir 28. nóvember. Öll vikan eftir svartan föstudag býður yfirleitt upp á allskyns tilboð í „svörtu vikunni“.

Af hverju er svartur föstudagur svona vinsæll?

Svartur föstudagur tilheyrir þeim tíma sem kallast „gullni fjórðungurinn“. Þetta er síðasti ársfjórðungur ársins, frá október til desember, þegar neytendur eru að gíra sig upp fyrir jólagjafakaupin og söluaðilar upplifa hæstu sölutölur ársins. Þessir svakalegu útsöludagar eru meðal annars:

  • Svartur föstudagur
  • Netmánudagur
  • Annar í jólum
  • Sumir stórir söluaðilar búa til sína eigin útsöludaga. Bandaríska verslunin Target hleypti af stokkunum tilboðsdögunum „Deal Days“ í október árið 2019 og hefur hún haldið fast í þá hefð síðan. Amazon er með „Prime Early Access“ útsöluna sína í október og Best Buy verslunin er með skyndiútsölu í sama mánuði.

    Netkaupendur jafnt sem aðrir kaupendur bíða spenntir eftir því að gullni fjórðungurinn renni í hlað með bestu afslætti ársins.

    7 leiðir til að undirbúa netverslunina þína fyrir svartan föstudag

    Til að fá sem mest út úr svona miklu magni netkaupenda á svörtum föstudegi þá mælum við með því að þú fylgir eftirfarandi ráðum:

    1. Bjóddu samkeppnishæfan afslátt

    2. Auglýstu snemma

    3. Bestaðu síðuna þína fyrir farsímanotendur

    4. Vertu með sérstaka vefsíðugrafík fyrir svartan föstudag

    5. Sýndu bestu tilboðin á heimasíðunni þinni

    6. Búðu þig undir mikla umferð á síðunni

    7. Sendu notendum tölvupóstboð á sölusíðuna þína

    Förum nú aðeins ofan í kjölinn.

    1. Bjóddu samkeppnishæfan afslátt

    Þú þarft að bjóða mjög góðan afslátt til að eiga möguleika á að fá kaupendur til þín á svörtum föstudegi.

    Samkvæmt alþjóðlegum upplýsingum frá Finder (2021) er meðalafsláttur á netinu á svörtum föstudegi 34%. Þetta er samanborið við afslætti í verslun, sem eru 37% að meðaltali.

    Finder komst einnig að því að 58% Bandaríkjamanna myndu láta tilleiðast og versla yfir svörtu föstudagshelgina, en þó aðeins ef díllinn er nógu góður.

    Aðeins 13% viðmælenda svöruðu já við því að 25% afsláttur eða minna væri nóg til að þeir myndu gera kaup. Einn af hverjum fimm Bandaríkjamönnum vildi að minnsta kosti 50% afslátt til að vera viljugur til að versla.

    2. Auglýstu snemma

    Svarta föstudagsútsalan hefst yfirleitt áður en svartur föstudagur rennur í hlað. Margir söluaðilar byrja jafnvel að lækka verðið strax í október, fyrir hrekkjavökuna. Dílarnir byrja fyrir alvöru um tveimur vikum fyrir svartan föstudag.

    Galdurinn við að ná vel skipulögðum jólagjafakaupendum er að auglýsa snemma, en þó ekki of snemma.

    Í grein frá The Institute of Practitioners in Advertising (IPA), 2022, er greint frá því að 44% Breta ætli sér að klára jólainnkaupin fyrir svartan föstudag.

    Á síðasta ári komst National Retail Federation (NRF) að því að 46% Bandaríkjamanna byrjuðu að versla fyrr en venjulega. Neytendur kláruðu að meðaltali nær þriðjung af innkaupunum í byrjun nóvember.

    3. Bestaðu síðuna þína fyrir farsímanotendur

    Farsímakaup, eða farverslun, eru að aukast eftir því sem fleiri hafa aðgang að snjallsímum.

    Árið 2021 voru ríflega 71% af netkaupum á Shopify á svörtum föstudegi gerð úr snjallsímum. Kaup á borðtölvum voru einungis 29%.

    Þetta er aukning frá árinu 2020 þegar 67% viðskiptavina versluðu á iPhone og Android símum.

    Með þessari tölfræði er ljóst að það að vera ekki með farsímavæna netverslun getur þýtt gjaldþrot fyrirtækisins.

    4. Vertu með sérstaka vefsíðugrafík fyrir svartan föstudag

    Ekki vanmeta mátt góðrar vefsíðuhönnunar. Rannsókn Stanford háskóla árið 2002 leiddi í ljós að 75% neytenda mátu trúverðugleika fyrirtækis út frá vefsíðunni.

    Þetta var auðvitað í byrjun aldamótanna en það á þó engu að síður við enn þann dag í dag. Árið 2016 greindi Forrester frá því að fyrir hvern 1 Bandaríkjadollara sem fyrirtæki fjárfesta í notendaupplifun vefsíðunnar fékkst hagnaður upp á 100 Bandaríkjadollara.

    Hér eru ráðleggingar varðandi sjónræna þætti:

  • Ekki sleppa því að flikka upp á vefsíðuna á hverri árstíð
  • Vertu með stóran og flottan auglýsingaborða á síðuhausnum
  • Bættu sprettiauglýsingum á síðuna fyrir svartan föstudag
  • Hannaðu sérstakan vefsíðubakgrunn fyrir svartan föstudag
  • Notaðu rauðan lit til að útsalan grípi augað
  • Notaðu svartan lit í anda svarts föstudags
  • Íhugaðu að hafa hreyfingu í grafíkinni, eins og vídeó
  • Mundu að hafa vefsíðuna ekki of troðna með allskyns hlutum
  • Gögn frá 3M benda til þess að fólk meðtaki sjónrænar upplýsingar 60.000 sinnum hraðar heldur en texta. Kjarni málsins - láttu myndefnið skipta máli. Ef þú hefur ekki færni í vefsíðugerð þá skaltu íhuga að ráða verktaka í að fínpússa netverslunina þína.

    5. Sýndu bestu tilboðin á heimasíðunni þinni

    Heimasíða dropship vefsíðunnar þinnar þarf að grípa notendurna.

    Með því að auglýsa bestu tilboðin þá færðu kaupendurna til að vera áfram á síðunni þinni og skoða útsöluna fyrir svartan föstudag.

    Notaðu auglýsingar á borð við „allt að 50% afsláttur“ til að gefa til kynna hversu mikið neytendur geta búist við að geta sparað og til að leggja áherslu á vörur sem þú vilt að seljist sérstaklega.

    Ábendingar fyrir heimasíðuna þína:

  • Vertu með hnyttin og sannfærandi skrif
  • Hafðu textann í lágmarki og einbeittu þér að myndefni
  • Gerðu notendum auðveldara fyrir að smella í gegnum síðuna til að komast að svörtu föstudagstilboðunum
  • Skiptu tilboðunum í flokka eins og t.d raftæki, garðvörur og leikföng
  • Notaðu prentlag sem auðvelt er að lesa
  • Vertu með skýra hvatningu til viðskipta (CTA)
  • Bættu við niðurtalningu áður en sala hefst
  • 6. Búðu þig undir mikla umferð á síðunni

    Vefsíður og lendingarsíður sem hlaðast mjög hægt verða fyrir háu hvarfhlutfalli og ná ekki hátt upp í leitarniðurstöðum Google.

    Skoðaðu hraða vefsíðunnar þinnar með því að nota Google PageSpeed Insights tólið til að sjá hvort þú þurfir að gera úrbætur áður en svartur föstudagur rennur í hlað.

    Mikið er í húfi með aukinni umferð yfir svörtu föstudagshelgina og þá sérstaklega ef vefsíðan þín stendur ekki undir álagi sökum fjölda gesta og greiðslna sem eiga sér stað á sama tíma.

    Ráðlegt er að þú sért með vaktara fyrir upptíma sem sendir þér tilkynningar þegar síðan þín frýs, hægir á sér eða þróar með sér villur. Ókeypis veitur eru meðal annars:

  • Freshping
  • Better Uptime
  • Zabbix
  • Uptime Robot
  • 7. Sendu notendum tölvupóstboð á sölusíðuna þína

    Við höfum nefnt áður að markaðssetning með tölvupósti sé öflugasta tólið til að umbreyta sölunni.

    Samkvæmt State of Marketing Trends Report (2022) hefur mikill meirihluti sölufólks (77%) séð aukningu á viðskiptavinum síðustu 12 mánuðina í kjölfar tölvupóstsmarkaðssetningar.

    Það sem meira er: Spáð er að alþjóðleg markaðssetning með tölvupósti verði 11 milljarða Bandaríkjadollara virði í árslok 2023.

    Bestu aðferðirnar til að markaðssetja með tölvupósti eru markaðshólfun (78%), persónusníðing (72%) og sjálfvirkir tölvupóstar (71%) samkvæmt rannsóknum frá HubSpot, 2021.

    Tölvupóstshugmyndir fyrir svartan föstudag:

  • Sendu sérsniðið boð á útsöluna þína á svörtum föstudegi
  • Minntu viðskiptavini þína á útsöluhelgina fyrirfram
  • Sendu tölvupósta til að leggja áherslu á mest niðursettu vörurnar
  • Sendu sjálfvirkan tölvupóst til að hvetja til kaupa ef viðkomandi hefur yfirgefið körfuna sína
  • Tengdar greinar

  • Kostirnir við að vera með margar tekjulindir
  • Hvernig þú veitir sérsniðna upplifun fyrir viðskiptavini í netverslun
  • Tölfræðin sem sýnir af hverju þú ættir að stofna sprotafyrirtæki (2022)
  • dropshippingxl intro blog