Dropshipping og hlutdeildarmarkaðssetning: Hvort viðskiptalíkanið er betra?

dropshippingxl intro blog

Ef þú hefur áhuga á tækifærum til að afla peninga á netinu gætirðu hafa rekist á hugtökin „dropshipping“ og hlutdeildarmarkaðssetningu (affiliate marketing). Bæði hafa áunnið sér gott orðspor sem sjálfbær viðskiptalíkön.

Það besta við þessi líkön er að þau kalla ekki á iðnframleiðslu eða vörugeymslu. En hugtökin þýða ekki alveg það sama og við útskýrum muninn í þessari grein. Skoðum það:

Hvað er „dropshipping“?

Dropshipping (stundum þýtt sem heildsala) er viðskiptalíkan þar sem vörur eru seldar án þess þú þurfir að framleiða þær. Í stað vöruhúss geturðu starfað með þjónustuaðila sem sér um vörugeymslu fyrir þig.

Netverslun er eina sem til þarf ásamt áætlunum um markaðssetningu til að dropshipping-fyrirtækinu gangi vel. Þegar fólk pantar af vörur á vefsíðunni er pöntunin send til þjónustuaðilans, sem sér svo um hana.

Dropshipping-þjónustuaðilinn sér um pökkun og sendingu vara. Ódýr uppsetning og lítil áhætta gerir að verkum að allir geta stofnað dropshipping-búð. Einn helsti kosturinn er að hægt að reka fyrirtækið hvar sem er í heiminum.

Kostir dropshipping

  • Lítil áhætta
  • Stofnkostnaður er mjög lágur
  • Þú ræður hagnaðarprósentunni
  • Hægt að vinna með fjölbreytt vöruúrval
  • Greiðslur gerast strax
  • Tækifæri til aukins gróða
  • Gallar dropshipping

  • Ekkert eftirlit með gæðum vörunnar eða umbúðum hennar
  • Hvað er hlutdeildarmarkaðssetning?

    Með affiliate marketing eða hlutdeildarmarkaðssetningu verður til tækifæri til að skapa tekjur með því að mæla með vörum og þjónustu til fólks á netinu. Þegar hugsanlegir viðskiptavinir ýta á tengla fyrir vörur þína fara þeir inn á heimasíðu söluaðila. Þú þarft ekki að reka verslunina eða umgangast viðskiptavini.

    Tekjurnar sem þú skapar koma úr umboðslaunum sem þú færð þegar viðskiptavinur kaupir vöru. Gerðu alhliða vörurannsóknir og mæltu með flottum og vinsælum vörum til viðskiptavina þinna.

    Kostir hlutdeildarmarkaðssetningar

  • Auðvelt að byrja
  • Lágur startkostnaður
  • Engin þörf á að aðstoða viðskiptavini
  • Hægt er að reka fyrirtækið hvaðan sem er
  • Getur verið frábær leið til að afla óvirkra tekna (passive income)
  • Gallar hlutdeildarmarkaðssetningar

  • Ekkert vald yfir verði
  • Umboðslaun mjög lág
  • Taxti umboðslauna getur breyst fyrirvaralaust
  • Dropshipping og hlutdeildarmarkaðssetning

    Með dropshipping selurðu vörur í gegnum vefsíðuna þína en með hlutdeildarmarkaðssetningu fer viðskiptavinurinn á aðra vefsíðu í gegnum hlutdeildartengil. Á meðan dropshipping-þjónusta greiðir úr beiðnum um skil og endurgreiðslu á vörum, þarftu samt að sjá um kröfur viðskiptavina að einhverju marki. En með hlutdeildarmarkaðssetningu þarftu engar áhyggjur að hafa af viðskiptavinum.

    Með dropshipping stjórnar þú vöruverði en með hlutdeildarmarkaðssetningu hefurðu ekki vald yfir verði og umboðslaunum. Greiðslufyrirkomulagið með dropshipping er mjög gegnsætt, en með hlutdeildarmarkaðssetningu gætu greiðslur tekið meira en mánuð.

    Ef við berum líkönin saman er dropshipping arðbærara. Að auki geturðu valið þína eigin vöru, uppfært hana hvenær sem þú vilt og jafnvel ákveðið þína eigin hagnaðarprósentu.

    dropshippingxl intro blog