Taktu slaginn og stofnaðu þinn eigin sprotarekstur á árinu 2022 eftir að hafa lesið í gegnum þessar tölur.
Hvað er sprotafyrirtæki?
Hin dæmigerða skilgreining á sprotafyrirtæki er:
Fyrirtæki yngra en tíu ára
Nýsköpun (í vöru- eða viðskiptamódeli)
Stefnir að stækkun fyrirtækis og/eða fjölgun starfsstöðva
Á heimsvísu
Áhættufjárfestingar slá met
Samkvæmt skýrslu European Startups, sem gefin er út með stuðningi Evrópusambandsins, var sett met í fjárfestingu í sprotafyrirtækjum á fyrri hluta ársins 2021, en þá var fjárfest í nýjum fyrirtækjum fyrir alls 264 milljarða evra. Það er 2,3 sinnum meira en allt árið 2020.
Heimild: European Startups, 2021
Mesti fjöldi einhyrninga
Svokölluðum einhyrningsfyrirtækjum fjölgaði einnig árið 2021 samkvæmt sömu skýrslu. Þetta eru sprotafyrirtæki í einkaeigu sem eru metin á yfir 1 milljarð bandaríkjadala. Markaðsrannsókn CB Insights staðfestir þetta og segir að alls hafi 1.066 fyrirtæki fallið undir þessa skilgreiningu í mars 2022. Það eru tveir nýir einhyrningar á dag árið 2021. Samtals eru þessir einhyrningar virði 3,5 trilljóna bandaríkjadala.
Heimild: European Startups, 2021
Stórfjárfestingar
Í skýrslu frá PwC, sem ber heitið „Að lifa í heimi einhyrninga“, kemur fram að alls fóru fram 404 stórfjárfestingalotur (alls 134 milljarðar dollara) á fyrri helmingi ársins 2021. Stórfjárfestingalotur eru skilgreindar sem fjáröflunarlotur sem safna 100 milljón bandaríkjadollurum í rekstrarfé í einni lotu. Þetta er gríðarlegur fjöldi miðað við fyrri ár.
Þetta er því frábær tími til að stofna fyrirtæki.
Undanfarið hafa tæknifyrirtæki verið áberandi og er ein af ástæðunum fyrir því að efnahagskerfi heimsins eru smátt og smátt að færa sig yfir á stafræn form. Tæknirisar á borð við Facebook og Google hafa skapað innviði sem smærri fyrirtæki geta einnig nýtt sér við verðmætasköpun. Störfum í sprotafyrirtækjum fjölgar um 10% á ársgrundvelli, samkvæmt European Startups.
Evrópa
Evrópa festi sig í sessi sem ört vaxandi svæði fyrir áhættufjárfestingar árið 2021. European Startups segir að Evrópumarkaðurinn "vaxi hraðar en Bandaríkin, Kína, og Asía." Samkvæmt Statista fjölgaði sprotafyrirtækjum mikið í Evrópu, frá um 2000 talsins á seinni hluta árs 2019 til yfir 3000 á seinni hluta árs 2020. Covid-19 heimsfaraldurinn var helsti hvati frumkvöðla og gaf þeim tækifæri til að stofna fyrirtæki þrátt fyrir óvissutíma.
Heimild: Statista, 2020
Mikið fjármagn
Evrópskir frumkvöðlar hafa aðgang að fleiri fjárfestum, segir í grein frá Crunchbase. Fjáröflunarferlið er styttra en það var áður, enda er nú hægt að gera samstarfs- og fjármagnssamninga á rafrænan hátt. Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum jukust um 215% árið 2021 frá fyrra ári.
Heimild: Crunchbase, 2021
Topp 10 bestu borgirnar fyrir sprotafyrirtæki
Startups and Places taka saman lista yfir 50 bestu borgir heims fyrir sprotafyrirtæki. Í vinnsluferlinu eru sendir spurningalistar til evrópskra fyrirtækjaeigenda en þessi könnun hefur verið gerð árlega frá árinu 2016. Niðurstöður könnunarinnar 2021 settu Berlín í fyrsta sæti og á eftir koma London, Amsterdam, Barcelona, München, Lissabon, París, Zürich, Tallinn og Stokkhólmur.
Heimild: Startups and Places, 2021
Topp 10 bestu löndin í Evrópu fyrir sprotafyrirtæki
Statista og StartupBlink taka einnig saman lista yfir það hvaða lönd í Evrópu bjóða upp á besta rekstrarumhverfið fyrir sprotafyrirtæki. Farið er yfir magn, gæði og viðskiptaumhverfi og einkunnir í flokkunum lagðar saman. Fjöldi sprotafyrirtækja, fjöldi hröðunaratriða, efnahagslíkön og fjöldi vinnustöðva fyrir sprotafyrirtæki eru meðal þess sem tekið er inn í útreikningana.
Útreikningarnir sýndu að Bretland stendur sig best allra Evrópulanda fyrir sprotafyrirtæki, þar á eftir koma Þýskaland, Svíþjóð, Sviss, Holland, Frakkland, Eistland, Finnland, Spánn og Litháen.
Heimild: Statista, 2021
Evrópskar borgir með einn eða fleiri einhyrninga
Í skýrslu European Startups kemur fram að hvergi er að finna fleiri einhyrninga en í Evrópu. Frá og með 2021 eru einn eða fleiri einhyrningar í 65 evrópskum borgum samanborið við 42 borgir í Bandaríkjunum og 23 borgir í Kína.
Heimild: European Startups, 2021
Ástralía
Fjárfesting í sprotafyrirtækjum þrefaldaðist á árinu 2021
Tölur frá The State of Australian Startup Funding sýna að fleiri fjárfestar leggja fé í áströlsk fyrirtæki. Árið 2021 var fjárfest í sprotafyrirtækjum í Ástralíu fyrir yfir 10 milljarða dala, en það er þrefalt hærri fjárfestingarupphæð en árið áður. Samkvæmt gögnum Statista frá 2021 er fjöldi nýrra fyrirtækja í Ástralíu með því mesta sem gerist í heiminum.
Heimild: The State of Australian Startup Funding, 2021
94% fjármagns til þessara fyrirtækja kemur frá austurströnd landsins.
Queensland, Nýja Suður-Wales og Victoria eru þau áströlsku ríki á austurströndinni sem veita hvað mestu fé til sprotafyrirtækja. Samkvæmt tölum frá Deloitte and Pollenizer frá 2022 er það Sydney sem leiðir í fjölda sprotafyrirtækja en þar má finna tvöfalt fleiri sprotafyrirtæki en í næstu borg, sem er Melbourne. Þá er Sydney með sex sinnum fleiri sprotafyrirtæki en Brisbane og átta sinnum fleiri en Perth.
Heimild: The State of Australian Startup Funding, 2021
Topp 10 sprotafyrirtæki í flokki netverslunar
Þegar gögnin eru skoðuð eftir viðskiptageirum eru netverslanir á topp tíu þegar kemur að því að finna fjárfesta. Árið 2021 voru gerðir 32 samningar um fjármögnun netverslana um alls 365 milljón dollara.
Heimild: The State of Australian Startup Funding, 2021
Bandaríki Norður-Ameríku
Metfjöldi sprotafyrirtækja
Samkvæmt tölum bandarísku hagstofunnar (Census Bureau 's Business Formation Statistics) árið 2022 bárust þeim 5,4 milljónir umsókna um fyrirtækjastofnun árið 2021. Þetta er fordæmalaus aukning um 53% frá árinu 2019 og 23% fleiri en árið 2020. Aukninguna má að öllum líkindum rekja til Covid-19 heimsfaraldursins sem gaf frumkvöðlum tækifæri til að láta slag standa.
Besta starfsumhverfið fyrir sprotafyrirtæki
Bandarískar borgir eru þekktar fyrir að huga vel að umhverfi fyrir sprotafyrirtæki. Startup Genome gaf út skýrslu árið 2021 þar sem kom fram að af 280 skipulögðum vinnustöðvum fyrir sprotafyrirtæki var helmingur þeirra í Bandaríkjunum. Silicon Valley trónir á toppnum en einnig eru New York, Boston, Los Angeles og Seattle í hópi þeirra 10 efstu.
Heimild: Startup Genome, 2021
Startup Genome skoðar 100 mælikvarða, þar á meðal árangur, fjármögnun, hæfileika, reynslu og þekkingu.
Flestir nýir einhyrningar í sprotaheiminum verða til í Norður-Ameríku.
Þó að Evrópa hafi fleiri einhyrninga í hverri borg, þá eru Bandaríkin með flesta einhyrninga miðað við stærð. Samkvæmt skýrslu European Startups koma langflestir einhyrningssprotar frá Silicon Valley og annars staðar af svæðinu í kringum San Fransisco flóann. Þar er fjöldinn einnig mestur þótt miðað sé við heimsvísu.
Heimild: European Startups, 2021
Þessi gögn eru studd af Statista, sem greinir frá því að í Bandaríkjunum hafi komið fram nærri 500 einhyrningar árið 2021, samanborið við næstum 300 í Kína, 55 á Indlandi og 40 í Bretlandi. Stærstu og afkastamestu einhyrningarnir í Bandaríkjunum voru SpaceX, Stripe og Instacart.
Heimild: Statista, 2021
Samantekt
Eftir heimsfaraldurinn benda rannsóknir til þess að nú sé góður tími til að stofna nýtt fyrirtæki. Netverslun er ein af vinsælustu greinunum fyrir sprotafyrirtæki samhliða öðrum tæknifyrirtækjum og stafrænni þjónustu. Ástæðan er almennt lægri stofnkostnaður sem fylgir viðskiptum á netinu. Margar hefðbundnar hindranir á borð við langan afhendingartíma, dýrt vöruhúsnæði, leigu á verslunarhúsnæði og að finna birgja eiga ekki við um frumkvöðla nútímans - sérstaklega þegar kemur að dropship rekstri. Um allan heim hefur sprotafyrirtækjum fjölgað og það er jákvætt og hvetjandi fyrir þá sem eru hikandi við að stíga skrefið til fulls.
Tengdar greinar:
7 Helstu tölfræðiupplýsingar um hagnað af dropship rekstri
Er dropship-módelið enn arðbært árið 2022?
10 tölfræðiatriði um netverslun sem notendur ættu að þekkja