Hvernig þú leitar að lykilorðum fyrir dropship verslun í Google Ads

dropshippingxl intro blog

Góðar fréttir! Rannsóknarvinna á leitarorðum þarf ekki að taka marga daga, vikur eða mánuði. Í rauninni geturðu sett saman lista af góðum leitarorðum á innan við 20 mínútum.

Fegurðin við smelligreiðsluherferð (PPC) er að hún er byggist mestmegnis á að prófa sig áfram.

Þegar Google Ads auglýsingin þín er komin í loftið þá geturðu fínstillt hlutina þegar þú hefur séð tölfræðina. Þótt smellirnir á auglýsinguna þína séu ekki margir og hvarfhlutfallið í dropship versluninni þinni er hátt, þá þarftu til allrar hamingju ekki að hafa of miklar áhyggjur. Það eina sem þú þarft að gera er að bæta við nýjum leitarorðum eða breyta þeim gömlu.

Eftirfarandi eru ábendingar sem geta hjálpað þér við rannsóknarvinnuna fyrir leitarniðurstöður í dropship verslun með Google Ads auglýsingum.

Hvað gerir gott leitarorð fyrir Google auglýsingar?

Eftirfarandi eru eiginleikar góðs leitarorðs í Google Ads auglýsingu:

  • Áhersla á viðskiptavini
  • Mjög sértækt
  • Mikið leitað að því
  • Lítil samkeppni
  • Viðeigandi fyrir lendingarsíðuna
  • Þegar þú spáir í leitarorðin þín þá gætu þessar spurningar verið hjálplegar

  • Hvað gerir vörurnar mínar samkeppnishæfar?
  • Af hverju ættu viðskiptavinir að velja vöruna mína?
  • Að hverju eru viðskiptavinir að leita?
  • Að hvaða orðum munu þeir leita á Google til að finna þessar vörur?
  • Hversu mörg leitarorð ætti ég að nota?

    Mælt er með því að þú notir 10-20 leitarorð fyrir hvern auglýsingaflokk.

    Google Keyword Planner

    Google Keyword Planner er aðgengilegt á verkvangi Google Ads. Þetta er ókeypis tól sem er afar öflugt þegar kemur að því að ákvarða leitarorð.

    Hvernig þú notar það:

    Sláðu inn leitarorð sem eiga sérstaklega við Google Ads auglýsinguna þína

    Hér þarftu að sjá til þess að þau séu hvorki of víðfeðm né of sértæk. Sláðu inn leitarorð sem þú telur að viðskiptavinir þínir muni leita að í Google til að finna fyrirtæki eins og þitt.

    Síaðu niðurstöðurnar

    Þegar þú hefur ýtt á „Get results“ þá færðu langan lista af hugsanlegum leitarorðum. Orðin eru skráð þannig að þau orð sem eiga mest við eru efst.

    Fínstilltu leitarorðin

    Veldu valkostinn „Refine Keywords“ til að fínstilla leitarorðin enn frekar. Þessi valkostur gerir þér kleift að útiloka leitarorð sem byggjast á vörumerkjum eða tengdum flokkum. Þú getur til dæmis útilokað nöfn keppinauta þinna eða orð sem skipta ekki máli fyrir Google auglýsinguna þína.

    Staðsetning

    Ekki gleyma að velja landið sem þú vilt auglýsa í.

    Hópsýn

    Notaðu eina af síunum, „Group View“, til að fá Google til að flokka saman leitarorð sem myndu henta fyrir hverja Google auglýsingu. Þetta er gagnlegt til að spara tíma og finna góðar tillögur.

    Hvernig þú ákveður hvaða leitarorð þú átt að velja

    Notaðu greiningarniðurstöður í Google Keywords Planner til að afmarka hvaða leitarorð þú vilt nota.

    Meðaltal mánaðarlegra leita

    Ef fjöldi mánaðarlegra leita er hár þá þýðir það að mikið af netnotendum hafa áhuga á því leitarorði. Því hærri sem talan er, því meiri er samkeppnin að komast hátt á leitarniðurstöðum fyrir það orð.

    Þriggja mánaða breytingar

    Þessi gögn eru gagnleg til að sjá hvort þetta leitarorð er vinsælt eða ekki.

    Top-of-page boð

    Veldu leitarorð sem þú hefur efni á. Vinsæl og samkeppnishæf leitarorð kosta meira en leitarorð með minni samkeppni.

    Ekki láta þetta verða þér að ofurliði

    Google Keywords Planner gefur þér ógrynnin öll af gögnum og síunarmöguleikum. Það er auðvelt að verða ruglaður yfir öllum upplýsingunum og byrja að ofhugsa leitarorðin. Ekki verja mörgum klukkutímum eða jafnvel dögum í að reyna að finna hin fullkomnu leitarorð.

    Æfðu þig með auglýsingarnar

    Þetta er kannski ekki ráð sem þú vilt heyra þar sem Google auglýsingar eru jú ekki ókeypis. Hins vegar er besta leiðin til að velja réttu leitarorðin hreinlega að prófa sig áfram.

    Hvað við höfum lært

    Ekki láta leitarorð og stærðfræðina bakvið þau verða þér fjötur um fót! Sumum finnst gaman að kafa í dýptina í rannsóknarvinnunni en það er þó alls ekki nauðsynlegt. Það ber ekki meiri árangur þótt þú verjir meiri tíma í að greiða í gegnum öll mögulegu leitarorðin. Prófaðu þig áfram og gerðu breytingar þar til þú hefur fundið leitarorð sem laða viðskiptavinina að!

    Tengdar greinar

  • Kennsluefni: Google auglýsingar fyrir dropship verslun (des 2022)
  • Kostir þess að búa yfir nokkrum tekjulindum
  • Markaðssetning með tölvupósti sem öflugasta tólið til að auka sölu
  • dropshippingxl intro blog