Efni á netinu er aðaluppspretta upplýsinga fyrir marga og Google sér til þess að allir hafa nokkuð jafnan aðgang að upplýsingum. Samkvæmt gögnum frá 2018 fer Google í gegnum 40.000 leitarfyrirspurnir á hverri sekúndu.
Til að einfalda leitarferli á netinu voru leitarorð kynnt til sögunnar. Hvort sem það er á samfélagsmiðli eða viðskiptavef getur rétt staðsetning leitarorða bætt aðgengi að efni. Til að skilja leitarorðanotkun og þróun hennar, er ekki til betra tól en Google Trends.
Ef þú vilt læra meira um hvernig Google Trends virkar skaltu halda áfram að lesa.
Hvað er Google Trends?
Google Trends er leitartæki á netinu sem var kynnt til sögunnar árið 2006 og síðan þá hefur það þróast og aðlagast í samræmi við kröfur viðskiptavina og notenda. Með Google Trends er hægt að sjá hversu oft tiltekið leitarorð eða orðasamband hefur verið slegið inn í leitarvélina. Með þess konar greiningar-mælitækjum er hægt að auka skilvirkni og árangur leitarvélarinnar og sérsníða netleitir að mest notuðu hugtökum og orðasamböndum.
Með því að nota Google Trends tólið er einnig hægt að sjá út sveiflur í notkun leitarorða; hvaða orð eru á uppleið og hver eru á niðurleið. Einnig má reikna út tíðni ákveðinna leitarorða í samanburði við svipuð leitarorð og hvernig þau eru notuð á ákveðnum svæðum, tungumálum og út frá lýðfræði.
Hvernig á að nota Google Trends?
Þú hefst handa með því einfaldlega að slá inn leitarsetningu í leitarstikuna. Þú getur bætt leitina þína og fengið nákvæmari niðurstöður með því að betrumbæta hana með þessum fjórum síum:
Staðsetning: Skilgreindu leitina þína eftir staðsetningu og öðrum lýðfræðilegum breytum. Fáðu alþjóðlegar niðurstöður eða haltu þig við heimaborgina, valið er þitt.
Tímabil: Þú getur stillt tímabilið sem þú vilt að leitin nái yfir. Gögn Google Trends ná meira en áratug aftur í tímann og allt fram á síðustu klukkustund fyrir leitina þína og geta gefið nákvæmar niðurstöður fyrir það bil sem þú velur.
Leitartegund: Þú getur fengið niðurstöður fyrir leitarorðið á Google Shopping, YouTube, myndaleit auk fréttaleitar.
Flokkur: Það er hægt að flokka niðurstöðurnar eftir yfirflokkum, sem eru t.d. íþróttir, stjórnmál, fjármál, fréttir, o.s.frv. til að þrengja leitina.
Google Trends er einstakt tól til að finna leitarorð sem tengjast dropship versluninni þinni og til að skilja hvaða leitarorð ætti að nota eða forðast. Sláðu bara inn leitarorð í leitarreitinn og leitaðu í gögnum fyrir Google sem og YouTube. Þú færð niðurstöðurnar á myndrænu formi, sem sýnir vinsældir leitarorðsins yfir tíma. Þú getur breytt tímarammanum fyrir niðurstöðurnar á meðan þú skoðar gögnin. Út frá niðurstöðunum geturðu fengið innsýn í þróun leitarhegðunar fólks sem notar Google News, Google Search, Google Images, YouTube og Google Shopping.
Skoðaðu tengt efni fyrir dropship verslunina þína
Auk þess að nota Google Trends til að sjá hvernig leitarorð hafa áður verið notuð, er líka hægt að nota Trends til að finna út úr því hvað framtíðin ber í skauti sér. Þegar þú leitar að setningu færðu upp tvær töflur: Tengdar fyrirspurnir og tengt efni. Í staðinn fyrir eina tiltekna niðurstöðu færðu breiðara efnisval. Með því að skoða hvert stefnir, geturðu verið öruggari með þau leitarorð sem þú tengir við dropship verslunina þína.