Það er vel þess virði að leggja sig fram við að skrifa vandaða texta við vörumyndir sem birtar eru á samfélagsmiðlum á borð við Instagram. Skráðir notendur á Instagram eru 1.48 milljarðar, sem þýðir að á þeim vettvangi er mögulegt að ná til 20% jarðarbúa. Þessi fjöldi telur einnig 30% af heildarfjölda netnotenda á heimsvísu. Þarna liggja því gríðarlegir möguleikar fyrir markaðssetningu dropship verslunar og aukningu viðskipta.
Í þessari grein ætlum við að skoða lykilatriðin í því að skrifa góðan myndatexta á Instagram.
Góð ráð fyrir myndatexta á Instagram
Athugaðu lengd textans
Skiptir lengd textans máli á Instagram? Samkvæmt niðurstöðum okkar er ekkert einhlítt svar við þeirri spurningu. Í rannsókn Quintly frá 2019 var farið yfir 5,9 milljónir færslna til að greina frammistöðu 34.100 Instagram prófíla. Út frá gögnunum var niðurstaðan sú að færslur með 1-50 stafa myndatexta fengu oftast viðbrögð frá fylgjendum.
Fjöldi fylgjenda frá 0-1000 hafði lítil áhrif á heildartölu viðbragða við færslur með myndatexta á bilinu 1-50 stafabil og yfir 300 stafabil.
Á heildina litið er best að prófa sig áfram þegar kemur að lengd textans á Instagram. Berðu saman viðbrögð fylgjenda við löngum og stuttum myndatextum til að sjá hvað þeim líkar best við.
Notkun tjákna (emoji-mynda)
Rannsókn sem gerð var af Human Behavior and Emerging Technologies árið 2022, leiddi í ljós að viðskiptavinum líkar vel við það þegar vörumerki og fyrirtæki nota tjákn í auglýsingum og texta á samfélagsmiðlum, bæði í eigin færslum og svörum til viðskiptavina. Samkvæmt niðurstöðunum sjá viðskiptavinir notkun tjákna sem merki um sköpunargáfu og frumlegheit.
Samhengið skiptir máli
Það skiptir þó máli hvenær og hvernig tjáknin eru notuð samkvæmt niðurstöðunum. Þannig líta viðskiptavinir á tjákn sem neikvæðan hlut þegar þau koma fyrir í neikvæðu samhengi, t.d. notkun þeirra í texta sem er birtur til að innkalla gallaðar vörur. Því er gott að sleppa tjáknum þegar um alvarlegri texta er að ræða.
Hugsaðu um viðskiptapersónurnar þínar
Aldur markhópsins þíns er einnig eitthvað sem hefur áhrif á það hvort tjákn hafi jákvæð áhrif á lesendur. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru það helst yngra fólk og konur sem nota tjákn í daglegu lífi og litu þau jákvæðari augum.
Meðalfjöldi færslna með tjáknum
Í Quintly rannsókninni kom einnig fram að 52,3% færslnanna sem skoðaðar voru innihéldu ekki tjákn. Þú skalt því taka ákvörðun um notkun tjákna í myndatextanum út frá því hverjir viðskiptavinir þínir eru.
Réttur fjöldi myllumerkja
Hootsuite gerði greiningu á notkun myllumerkja hjá nýjum fyrirtækjum og vörumerkjum á Instagram og niðurstaða þeirra var sú að 11 myllumerki séu heppilegur fjöldi. Instagram leyfir 30 hashtag í hverri færslu en það er vert að spyrja sig hvort það sé þörf á svo mörgum.
Ekki lenda í skuggabanni
Of mörg myllumerki, sömu myllumerki við allar færslur eða óviðeigandi myllumerki geta leitt til þess að reikningurinn þinn verði settur í svokallað skuggabann á Instagram. Það þýðir að Instagram setur takmörk á það hverjir sjá færslurnar þínar.
Algengasti fjöldi myllumerkja
Í Quintly rannsókninni voru oftast notuð 1 til 3 myllumerki en niðurstöðurnar sýndu að notendur smelltu oftar á efni með 1-10 merkjum en ef þau voru fleiri.
Reikningar með 10 milljón fylgjendur eða þar um kring nota oftast 1-3 myllumerki í færslum sínum. Fyrir þá reikninga smelltu fylgjendur þó oftar á efni án myllumerkja.
Út frá þessum upplýsingum ættu ný fyrirtæki eða vörumerki að nota í kringum 10 myllumerki í færslum sínum til þess að auka sýnileika og fjölda fylgjenda. Reikningar með færri en 1000 fylgjendum fengu fleiri smelli ef myllumerkin í færslunni voru 10 eða fleiri, samkvæmt rannsókn Quintly.
Þegar heildarfjöldi fylgjenda er milli 1000 og 10000, lækkar sú tala niður í 1-3.
Hugsaðu um tóninn í textanum
Tónninn og tungumálið sem þú notar í markaðstexta á Instagram ætti að fara eftir því hvernig rekstur er um að ræða og hvaða vörur þú selur. Netverslanir sem vilja höfða til eldri neytenda eða bjóða vandað vöruúrval ættu að nota sem minnst af tjáknum. Orðalag ætti að vera hlutlaust, jafnvel formlegt og nota heilar og rétt ritaðar setningar.
Flestar vörur sem seldar eru á B2B markaði falla ekki undir þessa lýsingu en það er alltaf þess virði að skoða markaðsáætlun og viðskiptapersónur út frá því hvað þú vilt að komi fram í rituðum texta á Instagram.
Ekki halda söluræður
Þegar kemur að boðskap textans er gott að forðast langar sölurullur og lofræður um vörurnar. Aldurshópurinn 25-34 er ráðandi hópur þegar kemur að netauglýsingum samkvæmt upplýsingum frá Data Reportal árið 2022. Þetta er þúsaldarkynslóðin og hún kýs óformlegri samskiptahætti en þær sem komu á undan.
Stutt frásögn er góð frásögn.
Ekta og ósvikið efni
Umfjöllun um félagsleg og pólitísk málefni ásamt umhverfismálum, sem fyrirtækið styður
Spurningalistar og skoðanakannanir
Efni sem búið er til af notendum
Míkróáhrifavaldar
Nýttu þér óttann við að missa af (FOMO)
Skapaðu eftirspurn með því að taka vörur tímabundið í sölu.
Fyrir yngri neytendur (Z-kynslóðina) er hægt að leyfa sér enn meiri óformlegheit, skapandi hugmyndir og skemmtilega nálgun, samkvæmt Sprout Social.
Fyrsta setningin er mikilvægust.
Þegar textinn er langur, felur Instagram allt nema fyrstu setninguna og lesandinn þarf að smella til að lesa meira. Vertu því viss um að fyrsta setningin sé grípandi og hafi notagildi fyrir lesandann.
Skönnun í stað lesturs
Á samfélagsmiðlum er algengast að lesendur skanni í gegnum textann á skjánum. Rannsakendur við Nielsen Norman Group komust að því að fólk les sjaldan fullan texta á netinu. Þetta er mikilvæg vitneskja fyrir netverslanir og aðra netseljendur þegar kemur að textaskrifum fyrir samfélagsmiðla. Hér eru nokkur ráð:
Skrifaðu stuttar og hnitmiðaðar setningar
Ekki bæta óþarfa orðskrúði við textann
Notaðu einfalt málfar
Forðastu að nota of tæknilegar lýsingar
Notaðu punktalista þar sem þess er þörf
Skrifaðu fyrir fólk sem hefur ekki tíma til að lesa!
Hafðu í huga að þú hefur stuttan tíma til að ná athygli á samfélagsmiðlum
Vertu með aðgerðarkallið á hreinu
Hvað viltu að Instagramnotendur geri þegar þeir hafa lesið færsluna þína? Instagram leyfir ekki tengla í myndatextum. Ef þú vilt beina lesendum inn á aðra síðu er það hægt með því að benda á tengil í prófílnum. Færslurnar geta einnig snúist um kynningu á nýjum vörum, deilingar á efni frá öðrum notendum, auglýsa útsölu eða kynna kosti ákveðinnar vöru.
Dæmi um aðgerðakall í myndatexta:
Smelltu á hlekkinn í prófílnum okkar.
Merktu vini þína
Spyrðu fylgjendur spurninga á borð við "hvor lyktin finnst þér betri?"
Skoðaðu vorúrvalið okkar!
Útsalan er hafin: Tengillinn er í söguhlutanum
Notaðu kóðann fyrir 10% afslátt: CODE10
Mundu að það þarf ekki að vera aðgerðakall í öllum Instagram færslum. Póstarnir ættu að skiptast á að vera hreinar sölufærslur, veita upplýsingar og að sýna eitthvað skapandi, fyndið eða áhugavert.
Í stuttu máli:
Instagram er fyrst og fremst sjónrænn vettvangur. Það mikilvægasta við notkun Instagram er að nota vandaðar ljósmyndir og myndbönd. Textarnir sem fylgja efninu geta mögulega náð til hundruð þúsunda notenda. Þetta er tækifæri til efnismarkaðssetningar sem þú vilt ekki missa af! Lestu hvernig þú getur nýtt þér Instagram við markaðssetningu og fjölgað viðskiptavinum.
Tengdar greinar:
Hvernig á að nota Instagram sniðmát
Á hvaða tíma er best að pósta á TikTok?
Textaskrif fyrir dropship seljendur