Blogg er mikilvægt tól fyrir dropship seljendur. Hér hefurðu verkfæri sem gleymist oft að nýta. Þessi grein útskýrir hvers vegna þú ættir að skrifa bloggfærslur á netversluninni þín og hvernig þú ferð að því. Það er auðveldara en þú heldur!
Af hverju ættirðu að skrifa blogg?
Bloggfærslur eru gagnlegar fyrir markaðssetningu og SEO og þær veita auk þess viðskiptavinum í dropship versluninni þinni gagnlegar upplýsingar.
SEO - bloggfærslur eru áhrifaríkasta leiðin til að setja inn leitarorð sem tengjast viðskiptunum þínum. Þetta þýðir líka að Google birtir vefsvæðið þitt ofarlegar á SERP (leitarniðurstöðusíðum) og þú ættir því að upplifa meiri umferð í netversluninni þinni.
Hlekkjauppbygging - Byggðu upp vægi vefsvæðisins hjá Google með því að setja hlekk á aðrar bloggfærslur og síður á vefsvæðinu þínu og á aðrar vefsíður og upplýsingagjafa.
Efling á trausti - Google er ekki eini aðilinn sem elskar að gefa traustvekjandi upplýsingar. Lesendur bloggsins munu án efa kunna að meta hjálplegar bloggfærslur. Þessir sömu lesendur eru líklegri til að versla í versluninni þinni ef þeir treysta markssetningu efnisins.
Hvernig þú skrifar bloggfærslu
Búðu til sannfærandi titil
Hver bloggfærsla þarf auðvitað heillandi titil. Reyndu að finna upp á titli sem laðar að sér lesendur og tekst á við vandamál sem lesendur væru til í að finna lausn á.
Tegundir af titlum:
- Hvernig þú [efni]
- Ástæður fyrir því af hverju þú þarft að [subject]
- # leiðir til að gera [efni]
Bloggið þitt ætti helst að innihalda að minnsta kosti eitt leitarorð, upplýsa lesendur um við hverju þeir megi búast og nota tölur til að veita skýrleika.
Efnið
Áður en þú byrjar að skrifa fyrstu bloggfærsluna þína þá þarftu að þekkja meginatriðin varðandi textagerð.
Skrif fyrir lesendur á netinu eru öðruvísi en bókaskrif. Textagerð vísar í skrif fyrir auglýsingar, markaðsefni og kynningarefni. Lestu greinina okkar „Góð ráð varðandi textagerð fyrir dropship seljendur“ til að læra meira um textagerð.
Ábendingar fyrir skrifin:
- Nota stuttar setningar
- Ekki nota mikið af fyllingarorðum
- Notaðu einfalt mál
- Vertu með meginpunkta (bullet points)
- Reyndu að búta niður langa textabúta
Mundu að netnotendur hraðlesa. Því er ekki sniðugt að setja langan og samfelldan texta á síðuna og búast við því að lesendur muni lesa textann. Bútaðu textann niður í smærri málsgreinar með 2-3 setningum.
Hvað með leitarorð?
Bloggfærsla ætti ekki að vera stúttfull af leitarorðum. Ef svo er þá merkir Google vefsvæðið þitt sem ruslpóst og vefsíðan þín mun ekki einu sinni birtast á leitarniðurstöðusíðum (SERP).
Síðan þarftu að byrja að byggja upp traust við lesendur. Settu fókusinn á að búa til gagnlegt efni og hugsaðu síðan um það hvernig þú getur ofið leitarorðum inn í greinina.
Snið
Sérhver bloggfærsla ætti að fylgja svipaðri uppbyggingu:
- Inngangur
- Meginatriðin eru skilin að með fyrirsögnum
- Stutt samantekt til að ljúka greininni
- Mældu með öðrum bloggfærslum á síðunni sem lesendur geta lesið næst
Sniðið getur verið örlítið breytilegt eftir því hvaða tegund af titli þú velur.
Listafærslur (listicles) eru til dæmis bloggfærslur sem innihalda lista. Titill færslunnar gæti t.d. verið "5 borgir í Evrópu sem þú þarft að heimsækja" eða "8 leiðir til að uppfæra fataskápinn þinn." Þessi tegund af færslu er einnig kölluð samantekt (roundup).
Hvað þarf að koma fram í inngangi
Inngangur ætti að vera tiltölulega stuttur. Vertu með punkta á borð við:
- Hvers vegna efni færslunnar skiptir máli
- Tölfræði til að sanna það
- Fyrir hvaða lesendur bloggfærslan er
- Hvernig greinin hjálpar lesendum þínum
- Frásagnir og sögur gefa skemmtilega mynd
Hvernig þú lýkur bloggfærslu
Ljúktu færslunni með stuttri lokamálsgrein. Taktu saman helstu atriðin og endurtaktu hvers vegna efnið skiptir máli fyrir lesendur. Það skiptir líka miklu máli að ljúka færslunni með því að hvetja lesendur til að gera eitthvað sérstakt. Þú vilt hvetja lesendurna til að gera annað en að yfirgefa vefsíðuna þína.
Þetta gæti verið:
- Hvetja lesendur til að skrifa athugasemd
- Beina þeim að tiltekinni vöru
- Gefa þeim hlekk á ókeypis úrræði
- Leggja til svipaðar greinar á vefsíðunni sem lesendur geta skoðað næst
Samantekt
Nú ertu með á hreinu hvernig þú skrifar stórkostlega bloggfærslu. Prófaðu það upp á eigin spýtur. Lestu bloggfærslur keppinauta þinna til að fá innblástur. Ekki gleyma að skrifa reglulegar færslur fyrir lesendur.
Tengdar greinar
Textaskrif fyrir dropship seljendur
Hvernig þú gerir viðskiptaáætlun fyrir dropship rekstur
Viðskiptakannanir: Bættu reksturinn með athugasemdum frá markhópnum þínum