2022: Hagnýtar kanínu- og smádýravörur fyrir dropship verslun

dropshippingxl intro blog

Dropship sala á kanínu- og smádýravörum er óhefðbundinn markaðskimi sem vert er að skoða. Í heimsfaraldrinum jókst sala á hinum ýmsu hlutum og allskyns markaðskimar opnuðust sem gætu reynst áhugaverðir fyrir dropship rekstraraðila.

Kanínu- og smádýramarkaðurinn er sniðugur kostur í stað katta- og hundamarkaðsins, sem er afar vel mettaður.

"Smádýr" vísar í lítil spendýr sem fólki finnst oft gaman að eiga sem gæludýr. Meðal þeirra eru:

  • Naggrísir
  • Mýs
  • Rottur
  • Stökkmýs
  • Hamstrar
  • Dvergvaxnir broddgeltir
  • Kynnum okkur aðeins alþjóðamarkaðinn.

    Stærð kanínu- og smádýramarkaðsins

    Bretland

    Í Evrópu eru kanínur afar algeng gæludýr. Samkvæmt skýrslu Pet Food Manufacturer's Association frá árinu 2021 þá eru um 1,1 milljón kanínur á breskum heimilum (2% heimila í Bretlandi) og 2,2 milljónir músa, marða, stökkmúsa, hamstra og naggrísa.

    Í skýrslu frá BMC Veterinary Research (2019) kemur fram að eignarhald á smádýrum og kanínum er algengast meðal ungra táninga fram að 12 ára aldri.

    Þýskaland

    Þjóðverjar áttu 5 milljónir kanínur og smádýr sem gæludýr árið 2020. Í niðurstöðum Interzoo var greint frá því að 47% íbúa Þýskalands eigi gæludýr og að smádýr séu þriðja vinsælasta gæludýrið. Fóðursala á smádýrafóðri jókst um 4,6% (91 milljón evra) það ár.

    Eftirfarandi er skipting allra gæludýra eftir aldri:

  • Z-kynslóðin (17%)
  • Þúsaldarkynslóðin (16%)
  • X-kynslóðin (19%)
  • Eftirstríðsárakynslóðin (22%)
  • Þöggla kynslóðin (25%)
  • Bandaríkin

    Samkvæmt skýrslu American Pet Products Association frá árinu 2021 þá eiga Bandaríkjamenn 6,2 milljónir smádýra sem gæludýr og þeir eru því í fremstu röð hvað varðar eigu á smádýrum. Í tölfræðinni kemur fram að þúsaldarkynslóðin á hæsta hlutfall gæludýra í Norður-Ameríku:

  • Z-kynslóðin (14%)
  • Þúsaldarkynslóðin (32%)
  • X-kynslóðin (24%)
  • Eftirstríðsárakynslóðin (27%)
  • Þöggla kynslóðin (3%)
  • Ástralía

    Kanínur hafa á síðari árum offjölgað sér í Ástralíu og því gilda takmarkanir í öllum ríkjum Ástralíu hvað varðar gæludýrahald á kanínum, þar sem þær eru "skaðlegasta dýraplága Ástralíu hvað varðar landbúnað og umhverfi." Í Queensland er eignarhald á kanínum til dæmis ólöglegt.

    Markaðsskipting á heimsvísu

    Fortune Business Insights komst að því að fóður fyrir smádýragæludýr er um 5,7% af markaðnum. Þetta gefur nokkurs konar mynd af stærð smádýramarkaðarins hvað varðar vörur eins og búr, leikföng, svefnundirlag og fylgihluti.

    Kanínuvörur

    Kanínubúr

    Kanínubúr eru hugsanlega ekki vara sem hljómar heillandi í eyrum dropship seljanda, en það verður að fylgja sögunni hér að búrin fást í ótrúlegustu hönnunum. Stoltir kanínueigendur fjárfesta gjarnan í flottum búrum fyrir gæludýrin sín. Vel gerð búr geta kostað á bilinu €90-300.

    Tegundir kanínubúra

    Einföld

    Stöðluð kanínubúr úr viði eru yfirleitt ferköntuð og einföld. Þeim er skipt í tvennt: myrkt svefnsvæði og svæði með birtu fyrir fóðrun og leik.

    Meðalflókin búr

    Örlítið vandaðri hönnun felur í sér tvær hæðir með svefnsvæði á efri hæðinni og stærra hlaupasvæði á neðri hæðinni.

    Lúxusbúr

    Allra flottustu kanínukofarnir líkjast smáhýsum. Þessi gerð er í formi trékofa með hallandi þaki og hún er með ítarlegri skrauthönnun ásamt stóru hlaupasvæði. Stór útihlaupabrautin gerir kanínunum kleift að hlaupa um og leika sér á öruggan hátt án þess að hætta sé á árásum frá rándýrum.

    vidaXL Kanínubúr Salsa (EAN: 5411290222594)

    vidaXL Útikanínubúr með Leikgrind (EAN: 8719883737980)

    Naggrísavörur

    Leikgrindur

    Leikgrindur fyrir naggrísi eru frábær dropship söluvara þar sem einnig er hægt að nota þær fyrir kanínur og önnur smádýr. Þetta stækkar markhópinn og gerir vöruna auðveldari í sölu. Leikgrindur sem eru opnar að ofan eru tilvaldar fyrir naggrísi þar sem auðveldara er að taka þá úr búrinu þegar maður vill klappa þeim.

    Ráðlagt smásöluverð fyrir þessa viðarleikgrind er t.a.m. € 207, sem er þægilegt verð fyrir dropship söluvöru.

    TRIXIE Leikgrind fyrir Naggrísi (Ean: 4011905624860)

    Eiginleikar naggrísavöru

    Búr, kofar og leikgrindur fyrir naggrísi eru yfirleitt úr viði, málmi eða plasti.

    Öruggt athvarf

    Trékofar eru með málmhlíf eða hænsnaneti sem gerir dýrunum kleift að fá fersk loft innan öruggra ramma. Leikgrindur úr málmi eru með háum veggjum svo að naggrísirnir nái ekki að klifra upp og út úr grindinni. Leikgrindur og búr fyrir naggrísi eru með læsanlegum öryggishurðum.

    Stillanleiki

    Hægt er að stilla hliðarnar á sumum leikgrindum svo hægt sé að breyta stærðinni. Rennihurðir gera það að verkum að auðvelt og fljótlegt er að opna og loka leikgrindinni, sem dregur úr hættu á að gæludýrin sleppi.

    Skemmtilegt umhverfi

    Sum búr eru með leiksvæðum, rampi og pöllum til að veita naggrísunum meiri örvun.

    FFerplast Málm- og Plastleikgrind fyrir Naggrísi (EAN: 801069018497)

    Ferplast búr fyrir naggrísi (EAN: 8010690117966)

    Aukahlutir fyrir lítil gæludýr

    Ef þú býður upp á aukahluti fyrir kanínur og lítil gæludýr þá eiga viðskiptavinirnir án efa eftir að vilja meira. Búr og kofar endast í mörg ár og eru því ekki vara sem sami kúnninn verslar sérlega oft, en þá getur verið sniðugt að vera með aukahluti í dropship versluninni til að fylla í skarðið. Dyggir gæludýraeigendur eru oft viljugir til að auka safn leikfanga og fylgihluta fyrir gæludýrin sín og þeir kjósa oft sjálfbærar eða náttúrulegar vörur í góðum gæðum.

    Tegundir aukahluta:

  • Lítil tréhús og hellar til að bæta við búr
  • Gæludýrahengirúm
  • Leikhlutir eins og hlaupahjól og göng
  • Klifurstigar
  • Leikföng eins og boltar eða trépinnar
  • Ólar og beisli
  • TRIXIE Náttúrulegur Nagdýrakofi (EAN: 4011905619750)

    TRIXIE Hlaupahjól fyrir Nagdýr (EAN: 4011905610351)

    Hægt er að ná góðum hagnaði á mörgum af þessum vörum. Tréhús fyrir naggrísi seljast t.d. á að minnsta kosti €40 og viðarhjól fyrir nagdýr seljast á að minnsta kosti €20.

    Ef dropship aðili nær að selja þessa aukahluti reglulega þá ætti hagnaðurinn að vera nokkuð góður.

    Samantekt

    Þessar upplýsingar nýtast vonandi þeim dropship seljendum sem hafa áhuga á gæludýramarkaðnum en langar til að finna örlítið minni markhóp. Skoðaðu þennan markaðskima betur og kynntu þér samkeppnina svo að þú getir tekið ákvörðun um hvort þessi markaður henti dropship versluninni þinni.

    Greinar til frekari lesturs:

  • Bestu garðvörurnar til að selja vorið/sumarið 2022
  • Alþjóðleg tölfræði sem sýnir af hverju sprotafyrirtæki er fyrir þig (2022)
  • Hvers vegna ættir þú að opna dropship verslun í Sádi-Arabíu?
  • dropshippingxl intro blog