Ef þú vilt byggja upp farsælan netrekstur gæti verið góð hugmynd að kynna sér þúsaldarkynslóðina sérstaklega sem markhóp. Þessi kynslóð neytenda ólst upp fyrst allra við tækni og internetfærni sem kynslóðirnar á eftir líta á sem sjálfsagðan hlut.
Hver er þúsaldarkynslóðin?
Þúsaldarbörnin, einnig kölluð Y-kynslóðin, eru þau sem fædd eru á árunum frá 1981 til 1996 (á aldrinum 26-41 árs árið 2022). Fjöldi þeirra á heimsvísu samkvæmt samantekt WeForum frá 2021 er:
Asía: 1,1 milljarður (24% íbúa svæðisins)
Afríka: 278 milljónir (21%)
Suður-Ameríka og Karíbahaf: 155 milljónir (23%)
Evrópa: 148 milljónir (20%)
Norður-Ameríka: 76 milljónir (21%)
Eyjaálfa: 9 milljónir (22%)
Af hverju ættirðu að markaðssetja að þúsaldarkynslóðinni?
Þessi hópur er góður markhópur fyrir dropship seljendur. Þúsaldarbörnin ólust upp rétt fyrir árþúsundaskiptin með internetið sér til halds og trausts og voru fyrsti hópurinn með almennan aðgang að því frá barnæsku. Þau eru því líkleg til að nýta sér það sem tæknin hefur upp á að bjóða og nú þegar flest þeirra eru komin vel á veg í lífi og starfi er þetta hópur sem hefur mikinn kaupmátt.
1,8 milljarðar þúsaldarbarna
Á heimsvísu telur þúsaldarkynslóðin um 1,8 milljarða manns, sem eru 23% af íbúum heimsins samkvæmt WeForum, 2021. Það er stórt hlutfall kaupenda þegar hugað er að markaðssetningu.
Allt að 4 tímar á netinu daglega
Í gögnum frá Statista frá 2021, kemur fram að aldurshópurinn 25-34 ára verji að meðaltali 3 klukkustundum og 45 mínútum á dag á netinu í síma. Miðað við þær tölur er ljóst að netauglýsingar eru afar líklegar til að ná til þessa hóps, bæði á vefsíðum og samfélagsmiðlum.
54% þeirra hafa keypt vöru sem þau hafa séð á samfélagsmiðlum
Yfir helmingur allra þúsaldarbarna í Norður-Ameríku hafa keypt vöru sem þau hafa séð auglýsta á hinum ýmsu samfélagsmiðlum. Fyrir þeim eru kaup á netinu eðlilegur, og ekki síst þægilegur, hluti af lífinu samkvæmt upplýsingum frá Jungle Scout frá 2021 og næstum helmingur þeirra klárar matarinnkaup heimilisins einnig í gegnum netið.
Nærri 50% stjórnenda og fagfólks tilheyra þúsaldarkynslóðinni
Í Ástralíu er þúsaldarkynslóðin komin í vel launuð störf og sparar auk þess meira en aðrir aldurshópar. The Guardian greindi frá því árið 2021 að fólk sem fætt er á tíunda áratug síðustu aldar leggi allt að 13% af tekjum sínum í sparnað.
Hvernig auglýsingar höfða til þúsaldarkynslóðarinnar?
Þetta er afar áhugaverður markhópur þar sem þetta er fyrsta kynslóðin sem ólst upp með stafrænum miðlum. Þúsaldarbörnin eru þó mjög skeptísk á fyrirtæki og auglýsingar. Þau bregðast helst við auglýsingum sem eru frumlegar og skapandi og hafa eitthvað markvert fram að færa. Þeir kunna að meta einstakt, fyndið og grípandi efni sem sett er upp á sniðugan hátt. Mestu skiptir að sýna hreinskilni og einlægni.
Styttri söluræður
Það þarf þó smá lagni til þess að sníða auglýsingaefni að þúsaldarkynslóðinni. Þessi kynslóð er þreytt á gamaldags auglýsingum og ýtnum söluræðum Rannsókn á vegum Northamptonháskóla frá 2019 leiddi í ljós að bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum lítur þúsaldarkynslóðin auglýsingar gagnrýnum augum og eru sammála um að "auglýsingar ættu að vera raunhæfari."
Það þarf þó smá lagni til þess að sníða auglýsingaefni að þúsaldarkynslóðinni. Þessi kynslóð er þreytt á gamaldags auglýsingum og ýtnum söluræðum Rannsókn á vegum Northamptonháskóla frá 2019 leiddi í ljós að bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum lítur þúsaldarkynslóðin auglýsingar gagnrýnum augum og eru sammála um að "auglýsingar ættu að vera raunhæfari."
Rannsókn Clever Real Estate fra 2019 sýndi að 43% þátttakenda smelltu á auglýsingar sem sýndu húmor og léttleika. Grein í Journal of Global Scholars of Marketing Science frá 2021 komst að svipaðri niðurstöðu, eða að best heppnuðu auglýsingarnar fyrir þennan markhóp væru stuttar og innihéldu myndskeið, húmor, tónlist og áhrifavalda á samfélagsmiðlum.
Siðferðilegir neytendur
Journal of Consumer Behaviour birti grein árið 2021 þar sem kom fram að þúsaldarkynslóðinni sé jafnan meira umhugað um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja en þeim sem eldri eru. Þar kom fram að evrópsk þúsaldarbörn hugsa um fyrirtæki út frá sjálfbærni, siðferði og uppruna.
Markaðssetning áhrifavalda
The American Marketing Association greinir frá því að 54% þúsaldarbarna séu líkleg til að kaupa vöru eftir að hafa séð auglýsingar áhrifavalda. Meðmæli frá samfélagsmiðlastjörnum á Instagram og YouTube eru áhrifarík markaðsaðferð en um leið minna uppáþrengjandi en hefðbundnari auglýsingar. Þar sem þessi hópur vantreystir hefðbundnum auglýsingum er þetta oft betri leið til að ná til hans með beinni markaðssetningu.
Tengdar greinar:
Bestu netnámskeiðin fyrir frumkvöðla
Hvernig á að skrifa persónulegan texta til viðskiptavinarins? Leiðbeiningar og ráð
Góð ráð við ímyndaruppbyggingu vörumerkis