Ef þú hefur áhuga á því að fara út í dropship rekstur ertu komin/n á réttan stað. Í þessum gagnlega leiðarvísi förum við yfir það hvernig hægt er að byggja reksturinn upp frá grunni.
Hvað er dropship rekstur?
Sem viðskiptamódel gerir dropship þér kleift að stunda smásölurekstur án þess að þörf sé á lagerhúsnæði eða vörubirgðum og án þess að þurfa að sjá um vörusendingarnar. Þú velur þær vörur sem þú vilt selja frá traustum birgja eða dropship samstarfsaðila, sem sér svo um að koma vörunum á áfangastað. Í þessu rekstrarformi hefur þú góðan tíma til þess að einbeita þér að markaðssetningu á netinu og þjónustu við viðskiptavini.
Vinsældir dropship reksturs hafa aukist að undanförnu, enda getur hann gefið vel af sér þrátt fyrir að snúast um
svokallaðar passívar tekjur . Árlegar tekjur geta, varlega áætlað, verið frá €100-600.000.
Hvernig hefst ég handa?
Að taka af skarið og ákveða að hella sér útí dropship rekstur er fyrirtaks fyrsta skref! Þau næstu fela í sér frekara skipulag og uppsetningu netverslunar. Til þess að einfalda ferlið og gera það skýrara, tókum við saman aðgerðaáætlun sem hentar fyrir alla þá sem vilja koma að dropship rekstri með góðan undirbúning og upplýsingar að vopni.
5 stig sem fara þarf í gegnum þegar dropship rekstur er settur á laggirnar:
1. Rannsóknir
2. Skipulag og áætlanagerð
3. Uppbygging
4. Markaðssetning
5. Greining
Lestu greinina og fáðu góð ráð um lykilatriðin á hverju stigi fyrir sig.
Rannsóknir
Rannsóknir á vöruframboði og skilvirkum markaðsaðferðum ættu að vera í forgangi á leiðinni frá hugmynd að veruleika í dropship rekstri. Þetta á raunar við í öllum rekstri, hvort sem starfsemin fer fram á netinu eða annars staðar. Á rannsóknarstiginu skoðarðu samkeppni í rekstrinum, ákveður inn á hvaða hluta markaðarins þú ætlar og ákveður þann markhóp sem reksturinn á að höfða til. Það er áhætta fólgin í öllum rekstri og enginn getur spáð fyrir um þær hindranir sem þú kemur til með að rekast á en góðar markaðsrannsóknir kenna þér mikið um það viðskiptaumhverfi sem þú kemur til með að starfa í.
Hvernig á að finna rétt vörusvið?
Notaðu nettól á borð við Google Trends og Google Keyword Planner til að skoða þá vöruflokka sem þú hefur áhuga á. Til dæmis eru íþróttavörur stór flokkur sem skiptist í undirsvið eins og t.d. vatnasport. Undir vatnasporti gæti ítarsviðið verið brettaiðkun og vörusviðið standbretti, brimbretti og tengdar vörur. Þetta þrengir vöruframboðið og höfðar til smærri og sértækari viðskiptavinahóps.
Lestu fleiri greinar frá okkur:
Hvernig á að velja rétt vörusvið fyrir dropship verslun?
Hvernig má nota Google Trends í markaðssetningu fyrir dropship verslun?
Samkeppnisrannsóknir
Þegar þú hefur fundið áhugavert vörusvið er best að skoða hversu mettaður markaðurinn er. Ekki örvænta þó margir bjóði vörur á sama sviði, það getur líka gengið upp að finna glufu á markaðnum fyrir sérstæðan rekstur eða þjónustu. Þótt margir aðilar selji t.d. barnavörur gæti vel verið hægt að koma með ákveðið merki inn á markaðinn eða fókusa á vandaða framleiðslu án plastefna.
Netverkfæri
Það eru til frábær hjálpartól á netinu sem er ókeypis að nýta sér. Við mælum með SimilarWeb, SEMRush og Moz til að finna upplýsingar um vefsíður fyrirtækja og hvernig þau raðast á greiningarlista hjá Google. Meðal þeirra gagna sem er hægt að finna er röðun vefsíðunnar á heimsvísu, eftir löndum og hvaða vöruflokkar eru notaðir, auk þess að gefa upplýsingar um umferð og notkunartölur.
Google leit
Google getur sýnt hvaða fyrirtæki liggja efst í leitarniðurstöðulistum. Þau fyrirtæki sem koma upp á fyrstu síðu eru þau stærstu á því sviði. Með því að skoða upplýsingar um greiddar auglýsingar er hægt að sjá hvaða fyrirtæki eru með auglýsingaherferðir í gangi og hvaða leitarorð þau nota. Til að hafa leitarorðalistann sem ítarlegastan er hægt að nota KeywordsFX veftólið án endurgjalds. Þetta kemur sér einnig vel þegar lengra er komið í ferlinu og komið að þinni eigin markaðssetningu.
Leit á samfélagsmiðlum
Það er auðveldlega hægt að skoða samkeppnina með því að leita að vörum og þjónustu á helstu samfélagsmiðlum. Skoðaðu hvernig fyrirtækin eiga í samskiptum við fylgjendur sína, hversu marga fylgjendur þau hafa og hvaða myllumerki þau nota til að vekja athygli á færslum sínum. Eins og áður var komið fram er hægt að skoða greiddar auglýsingar og fá í gegnum þær upplýsingar um hvers konar auglýsingaherferðir eru í gangi, hvaða leitarorð eru notuð og hvernig myndefni er notað í auglýsingum.
Með þessum upplýsingum getur þú kortlagt styrk- og veikleika samkeppnisaðilanna og komið auga á þær glufur sem geta komið þínu fyrirtæki inn á markaðinn.
Finndu birgja
Að velja réttan birgja er næsta skref í rannsóknarferlinu og það er eitt það mikilvægasta! Þegar þú hefur fundið rétt vörusvið og markaðssvæði þarftu að finna þér samstarfsaðila sem sér um birgðahald og sendingarþjónustu.
Google leit
Google leit með helstu vörutengdum leitarorðum skilar takmörkuðum árangri. Til þess að gera leitina skilvirkari eru hér nokkrir punktar sem gefa betri niðurstöður:
Notaðu gæsalappir til þess að leita að nokkrum orðum sem eiga að koma fyrir í réttri röð, t.d. "upphækkaðar matarskálar fyrir gæludýr"
Notaðu mínustákn til að útiloka orð sem þú vilt ekki leita að, t.d. garðbekkur -viður, sem finnur garðbekki sem eru ekki gerðir úr viði.
Notaðu tildu (~) til að leita að leitarorði og samheitum þess, t.d. baðherbergi ~vaskur
Notaðu tvo punkta til að fá niðurstöður á tilteknu sviði, t.d. skilar leitin: fataskápur € 40..€ 100 niðurstöðum fyrir fataskápa á verðbilinu frá €40 til €100.
Finndu niðurstöður frá ákveðnu landi með því að nota orðið site, tvípunkt og landskóðann, t.d. site:ES garðhúsgögn, sem skilar niðurstöðum með orðinu garðhúsgögn á spænskum vefsíðum.
Með ítarleitinni á Google er hægt að nýta sér öll þessi ráð, skref fyrir skref.
Notaðu Google einnig til þess að sía niðurstöðurnar eftir því hvenær efnið var birt á netinu.
Birgjalistar
Það er einfalt að leita að birgjalistum á Google. Þar má finna fjölmargar greinar með uppfærðum listum yfir dropship samstarfsaðila og heildsölur, sem gagnlegt getur verið að fara yfir. Flestar greinarnar er hægt að lesa endurgjaldslaust en nokkrir aðilar birta efnið einungis fyrir áskrifendur, t.d. Shopify og Oberlo.
Gagnleg grein til að lesa:
Heildsala vs. dropship rekstur: Hvernig á að velja?
Farðu á námskeið
Þegar rannsóknarvinnan er hafin er ekki ólíklegt að þú viljir bæta skilning og þekkingu á netverslun og netmarkaðssetningu og það er hægt að gera í gegnum netið. Við tókum saman lista yfir trausta aðila sem geta reynst vel á þessu sviði. Það er hægt að klára námskeið áður en reksturinn er kominn af stað en ef þú ert með undirstöðukunnáttu á efninu er líka hægt að kynna sér efnið nánar eftir því sem það kemur upp í rekstrinum.
Finndu námskeið:
Bestu netnámskeiðin fyrir frumkvöðla
Skipulag og áætlanagerð
Áður en netverslunin fer í loftið þarftu að koma þér upp góðu skipulagi, til að tryggja að allt gangi vel fyrir sig.
Nafnaval
Nafn dropship verslunarinnar kemur fram í vörumerki, netléni og á öllu markaðsefni. Hugsaðu vel um það hvernig nafn fyrirtækisins passar við vöruúrvalið, vörusvið, markhópinn þinn og samkeppnisaðilana. Það getur verið gagnlegt að skoða leitarorð sem tengjast vörunum þínum en það er ekki nauðsynlegt.
Góð ráð við nafnaval:
Notaðu samheitaorðasöfn og orðabækur til að skoða aðrar útgáfur af orðum
Athugaðu hvort þau nöfn sem þú hefur í huga séu laus með því að nota Google leitina og skoða hvort lén með nafninu sé laust.
Stutt nöfn ná yfirleitt betri árangri en lengri nöfn.
Fyrir ensk heiti er hægt að nota nafngjafartól á borð við Name Snack, Wix, Zyro eða Looka.
Fáðu fleiri hugmyndir í þessari grein:
Hvernig á að velja nafn á dropship verslun?
Gerðu viðskiptaáætlun
Þó viðskiptaáætlanir séu að mestu leyti ætlaðar hugsanlegum fjárfestum til yfirferðar, eru þær þó gagnlegar af fjölmörgum ástæðum. Góð áætlun dregur upp mynd af kjarnanum í rekstrinum; þau markmið sem stefnt er að og hvernig áætlað er að ná þeim. Hún hjálpar þér því bæði að setja markmiðin og metur kostnaðinn við þau. Vel gerð áætlun getur einnig hjálpað til við að koma auga á og greina hugsanleg vandamál eða smáatriði sem þér gæti hafa yfirsést.
Það sem ætti að koma fram í viðskiptaáætlun fyrir dropship rekstur:
Samantekt:
þetta er yfirlit yfir allar upplýsingarnar sem fram koma í áætluninni. Lýstu vörunni/vörusviði, taktu saman markmiðin, markhópinn, samkeppnina og yfirlit yfir fjármál.
Markmið:
Skilgreindu starfsemi fyrirtækisins, viðskiptavininn og lausnina sem fyrirtækið þitt býður (viðskiptavirði). Eftir það getur þú tekið fram hverju þú vilt að reksturinn skili, t.d. X upphæð í rekstrartekjur eftir annað rekstrarár.
Vörur:
Greindu frá því hvernig vörurnar þínar skilja sig frá vörum keppinautanna, hverjir framleiðendur og birgjar eru, hvernig vöruframboði verður stjórnað og væntanlegu smásöluverði.
Markaðsgreining:
Samantekt sem felur í sér allar markaðsrannsóknir frá rannsóknarstiginu. Settu upp tölfræði á borð við meðaleyðslu neytenda sem nota vörur á þínu sviði, almennar sölutölur og upplýsingar um viðskiptavinahópinn. Einnig getur verið gott að nefna þróun á markaði, vöxt á markaði og skýrslu yfir samkeppnisaðila.
Markaðsáætlun:
Sýndu hvernig þú ætlar að ná til viðskiptavinanna og ljúka samskiptunum með sölu.
Rekstraráætlun:
Þetta er áætlunin um hvað þú ætlar þér með reksturinn og hvar og hvernig þú ætlar að gera það. Hér er gerð grein fyrir upplýsingum og gögnum sem varða starfsmannaþörf, skipulag og flæðirit, þjónustu við viðskiptavini og hugsanlega stækkunarþörf með tíð og tíma.
Stjórn og skipulag:
Hverjir eru aðilar að rekstrinum og hvert er hlutverk þeirra, eða stendur þú ein/n að rekstrinum til að byrja með? Í þessum hluta koma fram upplýsingar um laun og skyldur starfsmanna.
Fjárhagsleg greining:
Hér er gerð krafa um bókhald (eignir og skuldir), rekstrarreikning (til að gefa upp áætlaðar tekjur og kostnað), sjóðstreymisyfirlit, kostnaðaráætlun og sundurliðun.
Úrræði sem geta komið að gagni:
UK Leiðbeiningar um gerð viðskiptaáætlana frá bresku ríkisstjórninni
Leiðbeiningar fyrir smáfyrirtækjarekstur í Bandaríkjunum
Leiðbeiningar um gerð viðskiptaáætlana frá áströlsku ríkisstjórninni
Framtíðarsýn og markmiðasetning
Með því að skrifa um framtíðarsýn og markmið færðu betri tilfinningu fyrir því hvert þú vilt stefna með reksturinn. Slíkt upplýsir ekki aðeins starfsmenn, hagsmunaaðila og viðskiptavini um það hvernig þú vilt hafa fyrirtækið þitt, heldur getur það gefið þér betri yfirsýn yfir þau markmið sem unnið er að, beint eða óbeint.
Hvernig á að skrifa markmiðalýsingu
Markmiðalýsingin svarar spurningunum sem varða hver, hvað og hvers vegna í dropship rekstri.
Hvað gerir þinn rekstur frábrugðinn öðrum?
Hverju viltu ná fram?
Taktu markmiðayfirlýsinguna saman í eina setningu.
Hvernig á að skrifa yfirlýsingu um framtíðarsýn?
Með framtíðarsýn er átt við þá átt sem þú vilt fara með reksturinn í.
Vertu áræðin/n, ástríðufull/ur og hvetjandi.
Segðu frá áformunum í nútíð.
Íhugaðu hvernig þú vilt að reksturinn verði eftir 5-10 ár.
Notaðu skýrt og hnitmiðað mál án málalenginga.
Lestu þessa tengdu grein:
How to set up the vision and mission for your business?
Uppbygging
Hér er komið að einu af stóru atriðunum: að byggja reksturinn upp! Meðal verkefna á þessu stigi er að setja upp netverslun þar sem viðskiptavinir finna vörurnar þínar. Það kemur tvennt til greina þegar kemur að uppsetningu á netverslun, annars vegar er hægt að hanna sína eigin síðu og hins vegar að kaupa þjónustu í áskrift.
Eigin netverslun
Ef þú hefur grunnkunnáttu í tölvutækni og forritun, skaltu skoða vefsíðusvæði á borð við WordPress og Magento.
Einnig er hægt að láta vefhönnuð sjá algerlega um síðuna.
Ef tæknikunnáttan er ekki til staðar en þig langar þó sjálf/ur að koma að vefsíðugerðinni er um að gera að skoða svæði á borð við Squarespace, Wix eða Webflow, sem gera leiknum sem lærðum kleift að hanna vefsíður á einfaldan hátt.
Kostirnir við að byggja upp heimasíðu frá grunni eru þeir að síðan tekur mið af þínum þörfum og þú hefur alltaf lokaorðið þegar kemur að virkni og útliti.
Áskriftarþjónustur fyrir vefverslanir
Önnur leið til að setja upp netverslun er að fara í áskriftarþjónustu hjá verslunarveitum, en þær vinsælustu um þessar mundir eru Shopify og BigCommerce.
Báðar veitur eru hannaðar á notendavænan hátt og bjóða upp á fjölbreytt úrval sniðmáta sem hægt er að nota fyrir verslunarsíðuna þína.
Both are user-friendly with a huge selection of eCommerce templates to choose from to help you build your store
Shopify er afar einfalt í notkun fyrir byrjendur og krefst engrar sérstakrar tæknikunnáttu. Shopify býður auk þess upp á góð tól fyrir viðskiptavinaþjónustu
Til þess að setja vörur frá dropship samstarfsaðilanum inn á heimasíðuna færðu til þess gerðar viðbætur í gegnum veituna. Með því er átt við hugbúnaðarviðbætur sem leyfa sérstakar aðgerðir í tölvuforritinu. Þetta hljómar flóknara en það er! Á baksvæði vefsíðunnar setur þú inn viðbót frá dropship birgjanum sem sækir upplýsingar um vörurnar beint frá honum og birtir á síðunni.
Lightspeed, Magento og WooCommerce eru dæmi um
viðbætur sem eru notaðar hjá dropshippingXL
Hvað á að vera í vefversluninni?
Það þarf að huga að meiru en bara kynningu á sjálfum vörunum. Hér er ágætis upptalning á atriðum sem gott er að hafa til staðar í vefverslun:
Heimasvæði:
Skrifaðu góðan, faglegan texta um verslunina þína og vörurnar sem fá viðskiptavininn til að staldra við og skoða sig um.
Vörur eftir flokkum:
Hafðu vöruúrvalið vel skipulagt þannig að hver flokkur sé aðgengilegur með einum smelli.
Undirflokkar:
Ef þeir eiga við. Ef verslunin þín selur garðvörur gætu undirflokkar til dæmis verið útilýsing, garðhúsgögn, sólhlífar og fleira, eftir því sem við á.
Blogg:
Hér geturðu skrifað upplýsingar um ákveðnar vörur, sagt frá nýjustu trendum og fréttum sem varða vörurnar þínar.
Upplýsingar:
Gefðu alltaf upp hvernig viðskiptavinurinn getur náð sambandi við verslunina í síma og með tölvupósti, og helst með því að bjóða honum að senda fyrirspurn í gegnum síðuna.
Endurgreiðslur og vöruskil:
Hafðu allar upplýsingar um skilastefnu skýrar og auðfinnanlegar.
Afhending:
Segðu viðskiptavininum hversu löngum afgreiðslutíma má gera ráð fyrir.
Um okkur:
Gefðu upp nokkrar skemmtilegar staðreyndir um fyrirtækið, hver þið eruð og hvers vegna viðskiptavinirnir geta treyst á ykkur. Hér er upplagt að endursegja aðeins frá framtíðarsýn og markmiðasetningu úr viðskiptaáætluninni.
Greiðsluupplýsingar:
Hvaða greiðslumáta er boðið upp á, upplýsingar um afsláttarkóða og tilboð o.s.frv.
Lestu meira um efnið:
Haldgóðar leiðbeiningar fyrir Woocommerce viðbætur
Hvernig er hægt að hefja dropship rekstur án heimasíðu?
Stuttur leiðarvísir fyrir dropship rekstur í gegnum Amazon!
Hvað er Shopify og hvaða þýðingu hefur það fyrir dropshippara?
Markaðssetningarstig
Þegar vefsíðan er vel á veg komin þarf að fara að huga að því hvar og hvernig viðskiptavinirnir geta fundið fyrirtækið. Markaðsáætlunin þín ætti að innihalda allar þær aðferðir sem þú hefur hugsað þér að nota til þess að koma fyrirtækinu á framfæri, fá heimsóknir á síðuna og auka söluna.
Markaðsleiðir sem mælt er með:
Samfélagsmiðlar:
Facebook, Instagram, Twitter, Pinterest, TikTok og Tumblr eru þeir stærstu. Auglýsingaherferðir á þessum miðlum eykur athyglina á vörunum þínum.
Tölvupóstur:
Hnitmiðaður tölvupóstur til áhugasamra viðskiptavina sem skrá sig á póstlistann þinn.
Blogg:
Með reglulegri birtingu á nýju efni getur bloggið hjálpað til við að fjölga heimsóknum í verslunina. Blogggreinar vekja athygli viðskiptavina á gagnlegum upplýsingum og bæta leitarvélabestun þína (SEO).
Sjálfsprottin leit:
Hvar þú birtist á lista Google eftir leitarorðum sem tengjast versluninni, sýnir viðskiptavinum hvernig fyrirtækið stendur sig. Þetta er hluti af SEO áætlun fyrirtækisins (leitarorðabestun)
Greidd leit:
Nýttu þér Google fyrir greiddar auglýsingar og tryggðu þannig að viðskiptavinirnir finni fyrirtækið. Leitarvélamarkaðssetning (SEM) er frábært tól óháð því hversu hátt þú kemst á Googlelistann yfir sjálfsprottna leit.
Birtingarauglýsingar:
Þú getur birt auglýsingar á vefsvæðum sem tengjast vörunni þinni.
Ef búið var að útbúa góða viðskiptaáætlun á fyrri stigum er væntanlega búið að hugsa fyrir þessu öllu og ferlið komið langt á veg. Það hjálpar mikið að nota Excel til þess að hafa yfirsýn yfir markaðsmálin og sjá hvernig þú nýtir hverja markaðsleið fyrir sig.
Lestu meira um efnið:
Alhliða leiðarvísir um markaðssetningu
7 ábendingar um persónulega vörumerkingu til að koma vefsíðunni þinni í gang
Fáðu athygli með réttum markaðssetningartólum
5 áhrifaríkar auglýsingaleiðir fyrir dropship verslunina þína
Á hvaða tíma er best að pósta á TikTok?
Hvernig á að auglýsa dropshipping búðina þína með markaðssetningu á Instagram
Greiningarstig
Fylgstu vel með sölu- og markaðsaðferðum svo þú vitir hvað hentar þínum rekstri best. Ef þú notar áskriftarþjónustu fyrir netverslunina þína, er líklegt að boðið sé upp á samantektir fyrir sölu og rekstrartengd atriði. Hjá Shopify færðu til dæmis söluskýrslu þar sem farið er yfir tölurnar með tilliti til tímabils og markaðsleiða. Það er þó einnig góð hugmynd að halda utanum eigin söluskýrslu í töflureikni til að fara yfir hagnað, kostnað og sölustig. Þannig geturðu lagað markaðssetningu og auglýsingar að raunverulegum aðstæðum.
Árangur á samfélagsmiðlum
Á samfélagsmiðlum geta fyrirtæki fengið greiningu á því hversu mikinn áhuga og athygli neytendur sýna síðunni þinni. Þú getur skoðað tölfræði eins og fjölda smella á færslurnar þínar, fjölda áhorfa, fjölda athugasemda við færslur og samskipti. Með því að nýta þessi gögn til að skoða lykilmælikvarða (KPI) færðu fulla yfirsýn yfir samskipti við fyrirtækið þitt á netinu.
Tracking your ads
You are paying to advertise on social media and Google so you will want to monitor the success of these campaigns. Review the analytics dashboards in your social media channels for your advert engagement data. Check your Google Adwords account to review the traffic you received as a result of your Google pay per click ads. Again, add this data to your KPI dashboard so you can see a full overview of your digital marketing success.
Árangur af auglýsingum
Ef þú greiðir fyrir auglýsingar á netinu viltu að sjálfsögðu fá yfirlit yfir árangurinn af þeim. Á yfirlitssíðu fyrirtækisins á samfélagsmiðlum er hægt að fá upplýsingar og tölfræði um ýmislegt tengt auglýsingum. Á Google Adwords reikningnum má sjá heimsóknir sem netverslunin fékk í kjölfar Google auglýsinga. Aftur er hægt að nota þessi gögn fyrir KPI greiningar og fyrir heildaryfirlit yfir árangur netauglýsinga.
Fylgstu með sölunni
Það er mikilvægt að fylgjast með sölutölunum í dropship versluninni. Þær geta sagt þér hvaða vörur seljast best, hvaða vörur eru alls ekki vinsælar og á hvaða verðbili flestar sölur eru gerðar. Þessa tölfræði er hægt að nota til þess að endurskoða vöruúrval, verð og tilboð. Notaðu töflureikni til þess að skrá þessar upplýsingar inn til að byrja með en þegar fram líða stundir og salan eykst, þarf mögulega að skipta töflureikninum út fyrir yfirgripsmeiri hugbúnað. Oberlo og Spark Shipping eru tvö dæmi um slíkan hugbúnað.
Samantekt
Þetta var allt sem þú þarft að vita til þess að koma dropship rekstrinum af stað. Það sem er kannski minnst spennandi er nokkuð áreiðanlega það sem á eftir að nýtast best, en þar erum við að tala um rannsóknir og áætlanagerð. Með réttum undirbúningi verður eftirvinnan þó auðveldari; þegar þú veist fyrir hvern netverslunin þín er og hvaða vörur sú manneskja vill, verður auðveldara að selja vöruna.
Skráðu þig á dropshippingXL fyrir samstarf við viðurkenndan birgja með dreifingarmiðstöðvar í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu. Viðskiptateymið okkar er þér innan handar. Ef þú hefur spurningar fyrir okkur, hvort sem þær eru tækni- eða viðskiptalegs eðlis, getur þú haft samband við okkur og fengið aðstoð og ráð.