Kostir meðmælamarkaðssetningar

dropshippingxl intro blog

Rannsóknir hafa sýnt að umtal er einn af helstu þáttum við 20 til 50% af kaupákvörðunum. Það hefur auðvitað alltaf verið til og virkar enn mjög vel. Hin aldna markaðsaðferð hefur þó breyst í gegnum tíðina. Á stafrænni öld þekkjum við umtal í formi meðmælamarkaðssetningar (e. referral marketing).

Við höfum öllum tekið þátt í slíkri markaðssetningu á einn eða annan hátt. Öflug meðmælamarkaðsherferð getur leitt af sér nýja viðskiptavini og auk þess að auka traust núverandi viðskiptavina. Til að slík herferð virki, er nauðsynlegt að hafa grundvallaratriði meðmælamarkaðssetningar á hreinu. Skoðum þetta:

Hvað er meðmælamarkaðssetning?

Í grunninn snýst meðmælamarkaðssetning um að hvetja núverandi viðskiptavini til að bjóða tengiliðum sínum að prófa vörurnar þínar. Slík markaðssetning er með þeirri einföldustu sem til er og virkar eins og orðrómur.

Þrír aðilar taka þátt í ferlinu, fyrst eigandi fyrirtækisins, í öðru lagi viðskiptavinir og í þriðja lagi ættingjar og vinir viðskiptavina þinna, sem geta verið hugsanlegir viðskiptavinir þínir.

Með því að bjóða meðmælaafsláttarmiða færðu ókeypis markaðssetningu, viðskiptavinir þínir fá afsláttarmiða og hugsanlegur viðskiptavinur fær afsláttarmiða auk verðugrar vöru. Á heildina litið er þetta fyrirkomulag þar sem þrír aðilar græða, eða „win-win situation.“

Kostir meðmælamarkaðssetningar

Aukið traust

Kostir meðmælamarkaðssetningar eru ótrúlegir og allra helst þegar kemur að því að auka traust. Fólk er fjórum sinnum líklegra til að kaupa vöru eftir meðmæli frá vinum eða vandamönnum. Þetta gerir fjárfestingu í meðmælamarkaðssetningu svona mikilvæga.

Auknar sölutekjur

Markaðssetning snýst um að auka sölutekjur og meðmælamarkaðssetning hjálpar til við það. Meðmælamarkaðssetning mun hærra hlutfall skilvirkni en flestar aðrar markaðsherferðir. Með meðmælamarkaðssetningu er einnig hærra hlutfall viðskiptavina sem þú heldur eftir í dropshipping-fyrirtækinu þínu.

Sparar tíma

Tíminn skiptir okkur æ meira máli. Meðmælamarkaðssetning styttir sporin án þess að koma niður á skilvirkni þjónustunnar. Þú getur eytt dýrmætum tíma í önnur mikilvæg dropshipping-verk á meðan markaðsherferðin sinnir viðskiptavinum.

Sparar ráðningarkostnað

Fyrir venjulega markaðsherferð væri nauðsynlegt að þróa áætlun, ráða starfsfólk og jafnvel skipuleggja þjálfun. Allt ferlið er tímafrekt og dýrt. Með meðmælamarkaðssetningu er enginn ráðningarkostnaður eða slík tímafrek ferli.

dropshippingxl intro blog