Kynntu þér máttinn við félagslega viðurkenningu. Félagsleg viðurkenning á rætur sínar að rekja til félagssálfræðinnar. Aðferðin getur hjálpað þér að leiða viðskiptavini í átt að kaupum á síðunni þinni með því að byggja upp traust þeirra og sýna fram á að vörurnar þínar séu þess virði að kaupa.
Hvað er félagsleg viðurkenning?
Félagsleg viðurkenning er sálfræðilegt hugtak sem var fyrst mótað af bandaríska félagssálfræðingnum Dr. Robert Cialdini árið 1984. Það byggir á hugmyndinni um félagsleg áhrif þar sem fólk hefur tilhneigingu til að „fylgja fjöldanum“. Kenningar um félagsleg áhrif voru einnig rannsakaðar af Prófessor Sherif árið 1935 og Dr. Asch árið 1952.
Kenningin er sú að mannfólk verði fyrir miklum áhrifum af öðrum í kring og að þetta geti haft áhrif á hegðun þeirra. Ef óvissa ríkir yfir aðstæðum eða ef aðstæður má nálgast á marga vegu þá hermir fólk eftir viðbrögðum meirihlutans. Samkvæmt Cialdini er félagsleg viðurkenning ein af sex grundvallaratriðum sem liggja að baki sannfæringarkrafti. Gagnlegt er að heimfæra þetta á markaðssetningu.
Af hverju er félagsleg viðurkenning mikilvæg fyrir netverslanir?
Hægt er að móta kauphegðun að vissu marki með félagslegri viðurkenningu. Til eru sálfræðilegar markaðsaðferðir sem hægt er að beita sem geta sannfært netkaupendur og ýtt þeim í áttina að kaupum.
Þetta virkar sérstaklega vel þegar viðskiptavinur kýs enga eina vöru framyfir aðra. Þetta þýðir að viðskiptavinurinn er þá móttækilegri fyrir áhrifum félagslegrar viðurkenningar. Þá má ýta við viðskiptavininum með hlutum á borð við vöruumsagnir, vitnisburði viðskiptavina, raundæmi og efni frá notendum. Þetta getur allt haft áhrif á val viðskiptavinarins þegar hann tekur ákvörðun.
Þú gætir auðveldlega aukið traust viðskiptavinanna og bætt sölutölurnar ef þú kynnir þér hvað felst í félagslegri viðurkenningu og hvernig þú getur nýtt þér hana.
Tölfræði og gögn um félagslega viðurkenningu
-
77% bandarískra neytenda leita að vefsíðum með einkunnum og umsögnum. (Power Reviews, 2023)
-
76% neytenda hafa keypt vöru vegna meðmæla frá öðrum. (Future of Marketing, 2022)
-
Neikvæðar einkunnir hafa mun meiri áhrif heldur en jákvæðar þegar kemur að trausti neytenda. (International Journal of Crowd Science, 2020)
-
87% neytenda í Bandaríkjunum og Bretlandi sögðu að raunverulegar umsagnir viðskiptavina hefðu meiri áhrif á kaupákvarðanir en umsagnir áhrifavalda eða frægra einstaklinga. (Emplifi, 2023)
-
70% netverslenda nota einkunnasíur til að finna fyrirtæki með að minnsta kosti 4 stjörnum þegar kemur að almennum umsögnum. (ReviewTrackers, 2022)
-
Enginn greinarmunur er á neytendum af X-kynslóðinni, þúsaldarkynslóðinni og Z-kynslóðinni. Allir aldurshópar vilja frekar sjá umsagnir frá viðskiptavinum áður en gengið er frá kaupum. (Emplifi, 2023)
9 leiðir til að auka félagslega viðurkenningu á dropship versluninni þinni
1. Birtu umsagnir viðskiptavina undir vörum
Klassíski fimm stjörnu skalinn er algengur alls staðar í netverslunum og það er góð ástæða fyrir því. Viðskiptavinir eru vanir þessu einkunnakerfi - það er áreiðanlegt, gagnlegt og gefur upplýsingar á skjótan hátt til að hjálpa viðskiptavinum að taka kaupákvarðanir.
Vertu með meðaleinkunnina við hliðina á vörumyndunum þegar viðskiptavinurinn er að skoða síðu fyrir ákveðinn vöruflokk. Það sparar viðskiptavinum tíma og þeir þurfa því ekki að smella á hverja vöru til að sjá meðaleinkunn fyrir umsagnir.
2. Settu hlekk á umsagnir viðskiptavina frá áreiðanlegri umsagnarsíðu
Veldu að hlekkja netverslunina þína á umsagnarvef til að auka traust viðskiptavinanna á vörunum þínum. Google My Business, Feefo og Trustpilot eru nokkrir af helstu umsagnaverkvöngunum sem viðskiptavinir þekkja og treysta.
Helsti ávinningurinn hér er fólginn í trúverðugleika þessara umsagnarvefsíðna. Þetta er sérstaklega gagnlegt fyrir nýja netverslun sem ekki er búin að ná góðri fótfestu á markaðnum. Viðskiptavinir kunna að meta gott orðspor vefsvæða þar sem þeir vita að umsagnirnar eru ósviknar og ekki falsaðar sem hluti af markaðsstefnu fyrirtækisins.
3. Bættu staðsetningu viðskiptavinarins við umsögnina
Auktu traust viðskiptavinanna með því að bæta nánari upplýsingum við viðskiptavinaumsagnir. Þegar þú sýnir staðsetningu þeirra viðskiptavina sem gefa umsagnir þá getur það aukið trúverðugleika umsagnanna í augum nýrra kúnna þar sem umsagnirnar líta raunverulegri út. Rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk treystir gjörðum og skoðunum fólks frá eigin landi, borg eða bæ. Þetta fer þó líka eftir samhenginu. Þegar um er að ræða ferðalög, hótel og flug þá er þetta mögulega ekki eins mikilvægur þáttur fyrir kaupendur.
Sumar netverslanir biðja viðskiptavini einnig um að bæta við ýtarlegri upplýsingum á borð við aldur og fatastærð. Þetta getur hjálpað framtíðarkúnna að bera sig saman við umsagnaraðilann, sem gæti svo hjálpað kúnnanum að átta sig á því hvað passar eða virkar fyrir hann.
4. Leyfðu viðskiptavinunum að bæta eigin vörumyndum við umsagnirnar
Viðskiptavinir finna fyrir meira öryggi við innkaup þegar þeir fá tækifæri á að skoða myndir af vörum sem fyrri kaupendur hafa hlaðið upp. Þetta getur gert þeim kleift að bera saman efni frá notendum við myndir á vefsíðunni til að sjá hvort myndirnar á síðunni séu réttar, hvort varan sé í góðum gæðum og hvernig hún lítur út í viðeigandi umhverfi (fatnaður á manneskju, húsgögn á heimili, reiðhjólabúnaður útivið í hjólaferð).
5. Umsjón með neikvæðum viðskiptavinaumsögnum
Það er mikilvægt fyrir kaupendur að þeir sjái þig svara öðrum kaupendum sem eru í uppnámi. Hér ertu ekki aðeins að hjálpa einstaklingnum með kvörtunina heldur gætirðu einnig komið vel fyrir hjá mögulegum framtíðarkaupendum ef þér tekst að takast á við aðstæðurnar af fagmennsku og með lausn á vandamálinu. Þetta sýnir kaupendum að þú rekir netverslunarfyrirtæki sem er annt um góða viðskiptaþjónustu og að þú hugsir ekki bara um að selja sem flestar vörur.
6. Leggðu áherslu á mest seldu vörurnar þínar
Með því að undirstrika mest seldu vörurnar hjá þér geturðu gert líf óöruggra kúnna auðveldara. Það leiðbeinir þeim við ákvarðanatökuna, sem leiðir svo til hærri möguleika á sölu. Viðskiptavinir treysta vöru sem er merkt sem „vinsæl“, „selst hratt“ eða „vinsæl“ þar sem þeir trúa því að varan hljóti að vera góð ef margir aðrir hafa keypt hana.
7. Sýndu hversu margir keyptu vöru
Almennt álit annarra hefur áhrif á viðskiptavini. Ef þú sýnir fjölda þeirra viðskiptavina sem hafa keypt ákveðna vöru þá vekur það traust varðandi gæði vörunnar og sýnir að hún sé þess virði að kaupa.
8. Sýndu meðmæli með „viðskiptavinir keyptu einnig“
Þetta klassíska „viðskiptavinir keyptu einnig“ gerir neytendum sem eru að skoða síðuna þína auðveldara fyrir að velja hvað þeir eiga að kaupa. Neytendum finnst gott að sjá hvaða aðra tengda hluti þeir gætu þurft eða viljað til viðbótar við þá sem þeir setja í netkörfuna sína. Það vekur traust hjá framtíðarviðskiptavinum þegar aðrir kaupendur hafa verslað sömu vöruna og það ýtir oft undir kaup hjá viðskiptavinum.
9. Vertu með marga fylgjendur á samfélagsmiðlum
Fólk treystir að sjálfsögðu vörumerkjum sem eru með marga fylgjendur á samfélagsmiðlum. Það er auðvitað mjög líklegt að þú náir ekki fleiri en milljón fylgjendum á fyrsta eða öðru starfsárinu (þó það sé vissulega ekki útilokað). Hins vegar er gott að reyna að bæta við sig fylgjendum eins mikið og mögulegt er.
Mikill fjöldi fylgjenda bendir til þess að vörumerkið þitt sé þekkt, áreiðanlegt, virt og búi yfir stórum hópi viðskiptavina.
10. Mikið af like-um, deildu efni og athugasemdum á samfélagsmiðlum
Mikið af like-um, deildu efni og athugasemdum getur haft ákaflega mikil áhrif á netverslendur. Það sýnir að vörumerkið þitt hafi náð fótfestu og að viðskiptavinum líki við þig og efnið þitt. Það sýnir einnig að markaðssetningin þín sé góð og að það sé þess virði að fylgja þér og versla við þig ef svona margir aðrir eru í samskiptum við þig.
Samantekt
Félagsleg viðurkenning getur fengið viðskiptavinina til að versla þá hluti sem þú vilt að þeir versli. Félagslegar viðurkenningaaðferðir aðstoða kúnnana við að velja merkið þitt framyfir keppinautana, velja vörur sem þú vilt að þeir kaupi á heimasíðunni þinni og auka söluvirði körfunnar í netversluninni þinni.
Áreiðanlegi dropship birgirinn þinn
Komdu dropship versluninni þinni af stað með gróðarstórum vörulista dropshippingXL ásamt áreiðanlegu pöntunarferli. Nýskráðu þig til að fá aðgang að meira en 90.000 vörunúmerum sem ná yfir vöruflokka á borð við heimilis- og garðhúsgögn, gæludýravörur, DIY-vörur og byggingarvörur, barnavörur, íþróttavörur og barnaleikföng.
Tengdar greinar
Hvað ætti ég að gera til að öðlast traust viðskiptavinanna? (og auka sölutölurnar)
Hvað er hvatning til aðgerða? Dæmi fyrir netverslanir
Byrjendaleiðbeiningar: Hvernig þú nýtir þér YouTube í dropship rekstri