Góð ráð til að byggja upp dropship verslun sem gæti skilað allt að €50.000 mánaðartekjum

dropshippingxl intro blog

Þegar rætt er um tekjur af dropship rekstri heyrast oft háar tölur yfir hugsanlegan arð en hvernig er þetta í raun og veru? Og hvernig er best að haga rekstrinum til þess að ná góðum árangri?

dropshippingXL hefur tekið saman áhugaverða framkvæmdaáætlun fyrir arðsaman dropship rekstur. Fyrir ári opnaði Vincent dropship netverslun í samstarfi við vidaXL og í dag eru mánaðarlegar tekjur hans €50.000.

"Ég byrjaði að nota vidaXL eftir þriggja ára reynslu af sölu á Amazon. Ég vildi skipta um birgja og valdi vidaXL, því þar fann ég það vöruúrval sem myndi höfða til markaðarins sem ég hafði í huga,"segir hann.

"Í upphafi komu upp erfiðleikar, eins og í öllum nýjum fyrirtækjum. En eftir nokkra mánuði voru tekjurnar komnar upp í €20.000 á mánuði. Eftir árið, eru tekjur mínar á ársgrundvelli €600.000. Þetta gerist alls ekki á fyrstu 30 dögum rekstursins en með réttu hugarfari og viðskiptaviti er hægt að koma sér þægilega fyrir á markaðnum."

Stóra spurningin er: Hvað gerði Vincent til þess að byggja reksturinn upp? Hér á eftir deilir hann reynslu sinni til þess að hjálpa öðrum sem vilja feta í hans fótspor.

Fjárhagsáætlun er nauðsynleg

Það þarf alltaf að eiga einhvern sjóð þegar fyrirtæki er stofnað, það á einnig við um netverslanir. Á netinu má finna fjöldann allan af hugmyndum um hvernig er hægt að byggja upp rekstur án tilkostnaðar en það er ekki raunhæft að ætla sér það. Þrátt fyrir það er oft hægt að koma rekstrinum af stað með lágum kostnaði en það er alltaf betra að gera ráð fyrir að þurfa minnst €100-500 til að koma sér af stað.

Eftirfarandi má gera ráð fyrir í grunnkostnaði:

  • Áskrift að vefverslunarsvæði (t.d. Wix, Square Online, Shopify)
  • Áskrift hjá dropshipbirgja
  • Greiddar auglýsingar á samfélagsmiðlum
  • Aukahlutir sem greiða má síðar.

    Það er ef til vill ekki nauðsynlegt að hafa allt með frá upphafi; fyrirtækjamerki, vörumerki eða sérhönnuð heimasíða geta beðið á þessu stigi málsins. Komdu sölunni í gang og notaðu veltu fyrstu mánaðanna til þess að ganga frá þessum atriðum. Ef fjármunirnir (eða kunnátta) eru til staðar, er þó ekkert því til fyrirstöðu að setja upp síðu og hanna merki strax í upphafi.

    Veldu gæðavörur fyrir verslunina þína

    Leitin að réttum birgja er afar mikilvægur hluti í undirbúningnum því rétt samstarf tryggir góða þjónustu. Til þess að fá sem mest út úr dropship viðskiptamódelinu mælum við með því að taka inn vörur sem eru ekki í lágvöruverðflokkum. Vörur sem kosta €1 skila ekki góðu hagnaðarhlutfalli.

    Sumir birgjar eru þekktir fyrir dreifingu á ódýrum vörum í miklu magni. Það er gott ráð að forðast birgja sem bjóða vörur í lágum gæðaflokki sem metta markaðinn hratt.

    Atriði sem þarf að hafa í huga við val á dropship varningi:

  • Myndir þú kaupa vöruna?
  • Er þetta gæðavara?
  • Eru margir aðrir að selja vöruna?
  • Samræmist efniviður og framleiðsluaðstæður viðskiptasýn fyrirtækisins (t.d. sjálfbærni)?
  • Hversu lengi er hægt að búast við því að varan seljist (er þetta tískuvara?)
  • Enginn vill upplifa hæga afgreiðslu og afhendingu

    Birgjar á borð við Alibaba, AliExpress og DHGate eru þekktir fyrir langan afgreiðslutíma og sendingartíminn getur hlaupið á vikum ef viðskiptavinir eru staðsettir utan Asíu. Til að bæta upplifun viðskiptavinarins skaltu kynna þér birgja sem bjóða upp á vöruhús og -flutninga nær því markaðssvæði sem þú hefur valið.

    DropshippingXL er með vörulager í Evrópu, Bandaríkjunum og Ástralíu, sem skilar sér í skilvirkum afhendingartíma fyrir þessa markaði.

    Snjallsímaverslun

    Í grein okkar um tölfræði á netinu,kom fram að æ fleiri nota snjallsíma til þess að versla á netinu. Raunar voru 70% allra heimsókna á vefsíður netverslana á heimsvísu árið 2021 úr snjallsíma, samkvæmt gögnum Statista.

    Nýttu þér þessar upplýsingar og sjáðu til þess að netverslunin þín sé hönnuð með farsímaviðmót í huga. Þetta er einfalt atriði sem auðvelt er að skauta framhjá. Nokkur atriði sem vert er að huga að fyrir jákvæða upplifun af netverslun: Hraður hleðslutími síðunnar (hámark 3 sekúndur), vallistar og síður sem auðvelt er að breyta og bæta eftir þörfum, leturstærð, vel skrifaður vörutexti og greinar og aðgerðarhnappur (call to action) á hverri síðu.

    Skoðaðu alltaf hvernig síðan kemur út í snjallsímaviðmóti í bakendavinnslu síðugerðarinnar. Prófaðu síðuna í snjalltæki til að sjá hvernig helstu atriði verslunarinnar líta út í augum viðskiptavinarins.

    Haltu áfram að vinna!

    Jafnt og þétt vinnuframlag er líklegast til þess að leiða til árangurs. Það getur tekið mánuði, jafnvel upp í ár, að sjá árangur, arð og vöxt í dropship rekstri. Ekki gefast upp! Það munu koma upp hindranir og áskoranir en það er einfaldlega hluti af fyrirtækjarekstri. Á meðan unnið er að markmiðunum, munu þau nást á endanum.

    Samantekt

    Þessar ábendingar ættu að koma þér á sömu leið og dropship frumkvöðullinn Vincent er á. Sá tími, orka og aðföng sem þú leggur í netfyrirtækið þitt er það sem mun skila árangri.

    Tengdar greinar:

  • 10 Tölfræðiatriði um verslun á netinu sem allir notendur ættu að vita af (2022)
  • Hvernig verður maður dropship seljandi?
  • 5 hugmyndir fyrir dropship rekstur sem þú getur prófað
  • dropshippingxl intro blog