Kennsluefni: Google Ads auglýsingar í dropship verslun (Des 2022)

dropshippingxl intro blog

Allar netverslanir ættu að nýta sér auglýsingar með Google Ads.

Þetta er langbesti auglýsingamátinn fyrir smelligreiðslur (pay-per-click) þar sem Google býr yfir gríðarlega stórum hluta af leitarniðurstöðum. Með því að setja auglýsingar fyrir dropship verslunina þína á Google ads geturðu nýtt þér eftirfarandi ávinninga:

  • Mikla arðsemi fjárfestingar
  • Þú nærð auðveldlega til markhópsins þíns
  • Leitarniðurstöður leiða að heimasíðunni þinni
  • Hraðan ávöxt
  • Þá er komið að því að skella sér í kennsluleiðbeiningarnar.

    1. Búðu til kynningarherferð

    Skráðu þig inn

    Farðu á ads.google.com og skráðu þig inn. Búðu til Google reikning ef þú átt ekki svoleiðis nú þegar. Veldu „New Google Ads account“ til að byrja kynningarherferðina.

    Veldu þér markmið

    Þú getur valið úr átta markaðsmarkmiðum á næstu síðu. Ef þú ert með dropship netverslun þá mælum við með að þú smellir á „Website traffic“. Google Ads auglýsingin þín er miðuð að því að ýta netnotendum í áttina að vefsíðunni þinni í von um að þeir versli á henni.

    Veldu tegund kynningarherferðar

    Google leyfir þér að velja á milli „search“,„display“,„shopping“,„video“ og „discovery“. Hér leiðbeinum við þér sérstaklega í gegnum kynningarherferð fyrir auglýsingu í dropship verslun. Veldu „Search“ sem tegund herferðar.

    Settu vefsíðuna þína inn

    Gerðu copy/paste á slóð dropship verslunarinnar þinnar. Veldu síðan „Continue“.

    Veldu nafn fyrir herferðina þína

    Þetta gæti t.d. verið „Dropship auglýsing #1“. Sniðugt er að setja númer á auglýsingarnar ef þú ert að spá í að vera með nokkrar auglýsingar hjá Google Ads.

    Boð

    Mundu að smella á „Clicks“. Þú getur valið að setja hámarkskostnað-per-smell ef þú vilt.

    2. Stillingar fyrir herferð

    Tengslanet

    Afveldu „Include Google Display Network“ í Display Network þar sem þessi kennsla fókuserar á Search Network.

    Staðsetningar

    Veldu landið sem þú vilt að Google Ads auglýsingarnar þínar sjáist í.

    Hér er gott að hafa markhóp dropship fyrirtækisins í huga og kaupendatýpu. Þú getur nýtt þér leiðbeiningarnar okkar, „Hvernig þú skapar kaupendatýpu“, til að kynna þér hvernig þú býrð til týpu.

    Hafðu í huga að ef þú velur ákveðna borg, fylki, sveitarfélag og þar fram eftir götunum, þá gæti þetta kostað meiri pening. Ef þú velur stærri svæði og velur t.d. heilt land eða margar borgir, fylki, sveitarfélög o.s.frv., þá er það á heildina litið hagkvæmara þegar þú ert með auglýsingu hjá Google Ads.

    Tungumál

    Veldu tungumál markhópsins þíns.

    3. Lykilorð og auglýsingar

    Lykilorð

    Google býðst til að skanna vefsíðuna þína svo að forritið geti fundið lykilorð af síðunni þinni fyrir þig. Þetta er þó ekkert sérstaklega nákvæmt og því mælum við frekar með því að þú sleppir þessu skrefi og setjir lykilorðin inn upp á eigin spýtur.

    Gott er að detta í smá rannsóknarvinnu varðandi lykilorð áður en þú bætir orðunum við.

    Segjum sem svo að þú sért með dropship síðu fyrir gæludýravörur. Ef þú ert að selja til kúnna í Ástralíu þá væri sniðugt að setja eftirfarandi:

  • "Pet supplies Australia"
  • Pet supplies Australia
  • [Pet supplies Australia]
  • "Pet products Australia"
  • Pet products Australia
  • [Pet products Australia]
  • "Dog crate Australia"
  • Dog crate Australia
  • [Dog crate Australia]
  • Auglýsingar: Endanleg slóð

    Gerðu copy/paste á slóðina á lendingarsíðu heimasíðunnar þinnar fyrir Google Ads auglýsinguna þína.

    Birting slóðar

    Nýttu þér þetta til að búa til slóð sem lýsir fyrir kúnnunum þínum hvert verið er að leiða þá.

    Fyrirsagnir

    Skrifaðu frasa sem eru allt að 30 stafir hver, til að hafa sem fyrirsagnir á auglýsingunum þínum. Frasarnir ættu að vera einstakir og þeir ættu líka að innihalda lykilorð. Google kemur með tillögur fyrir fyrirsagnir, allt eftir slóðinni á heimasíðuna þína.

    Fyrir áströlsku gæludýrabúðina gæti þetta t.d. verið:

  • Pet store online
  • Free shipping over $49.99
  • Everyday low prices
  • Lýsingar

    Hér geturðu verið með frasa sem eru örlítið nákvæmari en fyrirsagnirnar. Þú hefur hér 90 stafi til að leika þér með.

    Sem dæmi:

  • Australia's #1 online pet store
  • Pet supplies, accessories & food online
  • All your pet supplies in one place
  • Eignir

    Þessi partur er valfrjáls. Þú hefur kost á að bæta nytsamlegum upplýsingum á borð við símanúmer eða kynningar (t.d. „free delivery“) við auglýsingarnar þínar. Þetta getur auðveldlega aukið númerið af smellum og fyrirspurnum.

    4. Ráðstöfunarfé

    Þú vilt án efa ekki klára allt auglýsingaféð þitt í fyrstu Google Ads auglýsinguna þína og því er sniðugt að hafa ráðstöfunarféð lágt til að byrja með.

    Það er almennt séð talið vera sniðug markaðssetningarlausn að vera með nokkrar Google Ads auglýsingar til að sjá hvernig hverri auglýsingu fyrir sig gengur. Leggðu hluta af ráðstöfunarfénu til hliðar með þetta í huga. Segjum sem svo að þú hafir sett þér 70.000 kr ráðstöfunarfé fyrir leitarauglýsingar. Þá er sniðugt að reikna með um 4.000-5.000 kr í viku til að byrja með. Daglegt ráðstöfunarfé væri þá í kringum 700 kr.

    5. Greiðsla

    Settu inn greiðsluupplýsingarnar þínar og birtu Google Ads auglýsinguna þína.

    6. Fylgstu með auglýsingunni þinni og breyttu henni eftir þörfum

    Lestu í lokin yfir auglýsinguna þína og breyttu henni ef þig langar til að reyna að bæta smellifjöldann. Það er mjög venjulegt að fólk breyti Google Ads auglýsingum, allt eftir því hvað virkar best. Þetta gæti t.d. verið breyting á fyrirsögn eða lýsingum.

    Samantekt

    Google Ads auglýsingar eru frábært tól til að auka sölu í dropship verslun. Þær hjálpa þér að ná fleiri kaupendum á netinu sem þú gætir annars átt í erfiðleikum með að ná. Ekki gleyma því að Google Ads auglýsingar krefjast þess að þú prófir þig áfram og þú þarft því ekki að hafa of miklar áhyggjur ef þú sért ekki ávöxt um leið. Haltu áfram að breyta og bæta auglýsingarnar eftir því hvað virkar og þá byrjarðu að sjá ávöxt.

    Tengdar greinar

  • 7 ástæður fyrir því þegar dropship verslun gengur ekki upp
  • Góð ráð við ímyndaruppbyggingu vörumerkis
  • Markaðstölvupóstar sem áhrifaríkasta tólið til að bæta sölu
  • dropshippingxl intro blog