Hinar einu sönnu leiðbeiningar: 21 sumarvara til að selja í dropship verslun (2023)

dropshippingxl intro blog

Sölutölurnar í netversluninni ná himinháum hæðum þetta sumarið með þessum dropship vörum. Þegar sumarið fer að nálgast þá kaupa neytendur yfirleitt vörur sem tengjast ferðalögum, útiveru, afþreyingu í garðinum og skjól frá hitanum. Vantar þig hugmyndir fyrir netverslunina þína? Hér er 21 vara sem er tilvalin til sölu í dropship verslun árið 2023.

1. Frístandandi sundlaugar

Það segir sig auðvitað sjálft að sundlaugar eru afar vinsælar á sumrin. Það er algengt fyrir netverslunarkúnna að velja frístandandi sundlaugar þar sem þær kosta minna og svo er uppsetningin ekki varanleg.

Af hverju ættirðu að velja frístandandi sundlaugar?

  • Ódýrari en niðurgrafnar sundlaugar
  • Fljótar í uppsetningu og fyllingu
  • Auðvelt að brjóta flestar laugarnar saman eftir sumarið
  • Ódýr leið fyrir afþreyingu heimavið
  • Frábær leið til að kæla sig niður

Frístandandi laugar sem þú getur selt í dropship verslun

Intex Sundlaug með Grind 450x220x84cm (EAN: 8720286065631)

Helstu kostir:

  • Stór stærð sem rúmar marga
  • Traust stálgrind
  • Rúmar 7.100 lítra af vatni

Bestway Fantastic Aquarium (EAN: 6942138973686)

Helstu kostir:

  • Uppblásanleg barnalaug sem er auðveld í uppsetningu
  • Uppblásanleg leikföng í kolkrabba-, fiska- og stjörnulögun fylgja
  • Uppblásanleg rennibraut sem er laus

vidaXL Sundlaug með Stálveggjum (EAN: 8720286589786)

Helstu kostir:

  • Fyrsta flokks valkostur fyrir sundlaug
  • Föst uppsetning í garðinum
  • Rúmar 15.900 lítra af vatni

2. Hjól

Sumarið snýst um að vera utandyra. Þetta gerir fjölskylduafþreyingu útivið tilvalda þar sem dagarnir eru langir og þú getur notið góða veðursins. Hjólatúrar eru vinsælir á sumrin þar sem þeir eru afar skemmtilegir og stuðla að góðri hreyfingu, hvort sem það er afslappaður hjólatúr eða erfiðari fjallaferð.

Af hverju ættirðu að selja hjól?

  • Hjólreiðaferðir eru klassísk sumarafþreying
  • Hentar ungum sem öldnum
  • Mikið úrval af hjólum til að selja
  • Hjól seljast á háu verði
  • Aukahlutir fyrir hjól bjóða upp á tækifæri á fylgisölu

Hjól sem þú getur selt í dropship verslun

vidaXL Fjallahjól (EAN: 8720286318096)

Helstu kostir:

  • 29" breið dekk
  • Demparagaffall
  • 21 gíra hjól með Shimano gírskipti

vidaXL Stelpuhjól Bleikt (EAN: 8719883807775)

Helstu kostir:

  • Framberi fyrir körfu
  • Hjálpardekk til að læra að hjóla
  • Keðjuhlíf til að verja fætur barnsins

vidaXL Holland Hollenskt Hjól (EAN: 8720286155165)

Helstu kostir:

  • Byggt fyrir borgarferðir
  • Endurskinsmerki á hjóli fyrir öryggi
  • Þægilega breitt sæti

3. Strand- og garðleikir

Orlof, útileguferðir, dagferðir, fjöruferðir og kósíheit í garðinum eru mun skemmtilegri með keppnum. Strand- og garðleikir geta verið afar skemmtilegir með vinum og vandamönnum. Eftirfarandi hlutir eru nokkuð léttir í þyngd og því auðveldir til sölu í dropship verslun.

Af hverju ættirðu að selja strand- og garðleiki?

  • Skemmtun sem auðvelt er að pakka og taka með sér hvert sem er
  • Afar vinsælir fyrir einstaklinga á öllum aldri
  • Auðveld afþreying
  • Setur keppnisanda á frídagana
  • Á góðu verði og ná til margra

Strand- og garðleikir til að selja í dropship verslun

Get & Go Instant Badminton Leikjasett (EAN: 8716404328634)

Helstu kostir:

  • Hagnýtt geymslubox með handfangi
  • Spaðar, fjaðraboltar og net innifalin
  • Auðvelt í uppsetningu án þess að þurfa að festa netið í jörðina

Tender Toys Reiptog (EAN: 8720573115407)

Helstu kostir:

  • 10 metra langt reipi
  • Fáni í miðju reipisins
  • Borðar og prik til að merkja byrjunarlínur
  • Hefðbundinn útileikur

Mookie Sveiflubolti Tournament fyrir öll yfirborð (EAN: 5021854972850)

Helstu kostir:

  • Grunnurinn breytist í burðarkassa
  • Stillanleg stöng
  • Þú getur fyllt grunninn með vatni fyrir stöðugleika
  • Þekkt merki sem hægt er að treysta á

4. Drykkjakælar

Heitir sumardagar öskra hreinlega á ískaldan drykk. Drykkjakælar ættu að verða mjög vinsælir þar sem fólk á eftir að vilja taka þá með á ströndina eða í útileguna, garðinn og lautarferðina í skóginum.

Af hverju ættirðu að selja drykkjakæla?

  • Huge demand during summer
  • Evergreen product that never gets out-of-style
  • High-end drink coolers have eye-catching features
  • Cheaper than buying an electric refrigerator
  • Easy to cross-sell with other related items

Drykkjakælar til að selja í dropship verslun

Keter Upplýstur Kælibar (EAN: 7290106933866)

Helstu kostir:

  • Hentar fyrir viðburði eða grill í garðinum
  • Ísfata og kokteilborð í einu
  • Lýsist upp fyrir notalega stemningu
  • Úr veðurþolnu resíni
  • Færanlegur

AXI Sveitakælir (EAN: 8717973931157)

Helstu kostir:

  • Rúmar 76 lítra
  • Fáguð smáatriði úr gervirattani
  • Hjól gera tilfærslu auðvelda
  • Tilvalinn fyrir stóra viðburði og partý
  • Botnhilla fyrir geymslu á ýmsum hlutum

Outwell Pelican Kælipoki (EAN: 5709388112163)

Helstu kostir:

  • Rúmar 30 lítra
  • Léttur fyrir lautarferðir eða útilegur
  • Axlaról
  • Sjálfuppblásanlegur

5. Rólusett fyrir börn

Foreldrar elska rólusett þar sem þau gera börnum kleift að leika sér úti, í burtu frá skjám af allskyns toga. Það er úr ýmsu að velja þegar kemur að rólusettum, jafnvel fyrir litla garða. Ævintýralegar klifurgrindur eru meðal annars með leikturnum, rennibrautum, klifurveggjum og rólum.

Af hverju ættirðu að selja rólusett fyrir börn?

  • Stuðlar að leiktíma utandyra
  • Öruggur klifurstrúktúr
  • Hvetur til hreyfingar, samvinnu og stuðlar að samhæfingu
  • Veitir börnum á aldrinum 3-13 ára afþreyingu tímunum saman
  • Börn geta boðið gömlum vinum í heimsókn og eignast nýja vini
  • Hátt söluverð

Rólusett fyrir börn til að selja í dropship verslun

vidaXL Viðarleikeining með Rólum (EAN: 8719883808895)

Helstu kostir:

  • Smíðuð úr gegnheilli furu
  • Veðurþolnir málmkrókar fyrir rólur
  • Með turni, rennibraut og tveimur rólum
  • Breytir garði í ævintýralegan leikvöll

vidaXL Leikturn með Klifurvegg (EAN: 8720845754945)

Helstu kostir:

  • Smíðaður úr gegnheilli furu
  • Litríkur klifurveggur fyrir öruggt klifur
  • Möguleiki á að bæta við rennibraut
  • Öryggisrimlar efst á turninum

vidaXL Rólusett með Málmgrind (EAN: 8718475571131)

Helstu kostir:

  • Örugg A-grind úr málmi
  • Allt að 5 börn geta leikið sér í einu
  • Með jarðhælum fyrir aukinn stöðugleika

6. Kælimottur fyrir gæludýr

Margir gæludýraeigendur líta á sjálfa sig sem gæludýraforeldra og gæludýramarkaðurinn er því afar gróðavænlegur. Gæludýravörur á borð við leikföng, föt og lífstílsvörur eru nú vinsælli en nokkru sinni fyrr. Á sumrin er mjög líklegt að gæludýraforeldrar reyni að finna leiðir til að láta hundum og köttum líða vel þegar heitt er í veðri. Kælimottur halda þægilegu hitastigi á gæludýrum.

Af hverju ættirðu að selja kælimottur?

  • Gæludýraforeldrar eyða mjög miklum peningi í gæludýravörur
  • Mikil eftirspurn er eftir kælimottum á sumrin
  • Tilvaldar fyrir gæludýr sem verja miklum tíma utandyra
  • Stuðlar að góðri heilsu og líðan gæludýrsins
  • Létt og auðvelt að selja í dropship verslun

Kælimottur fyrir gæludýr til að selja í dropship verslun

Scruffs & Tramps Kælimotta fyrir Hunda (EAN: 5060328820006)

Helstu kostir:

  • Eiturefnalaust gel
  • Helst köld í eina klukkustund
  • Engin þörf á að setja í ísskáp eða frysti

vidaXL Upphækkað Hundarúm (EAN: 8718475716723)

Helstu kostir:

  • Textílnet sem andar
  • Upphækkuð hönnun tryggir loftflæði
  • Má nota bæði innan- og utandyra

Flamingo Kælandi Gæludýramotta (EAN: 5400585152425)

Helstu kostir:

  • Sjálfkælandi eiturefnalaust gel
  • Helst köld í margar klukkustundir
  • Hægt að setja hana í frysti til að gera hana enn áhrifaríkari
  • Auðvelt að pakka henni niður

7. Útilegudót

Útilegur og fjallgöngur eru ofarlega á listanum hjá neytendum á sumrin. Vinahópar, fjölskyldur og pör njóta þess að vera úti undir berum himni bæði á daginn og kvöldin. Útilegufólk þarf skýli, eldunaráhöld og svefnbúnað.

Af hverju ættirðu að selja útilegudót?

  • Tómstundir útivið hafa aukist til muna eftir Covid-19
  • Útileguvörur eru á nokkuð viðráðanlegu verði
  • Bæði ungar og eldri kynslóðir elska útilegur
  • Talar til ævintýralegra einstaklinga
  • Margir aukahlutir sem henta í fylgisölu
  • Býður upp á frábært tækifæri til að bjóða upp nokkrar vörur saman

Útilegudót til að selja í dropship verslun

Outwell Sívalningslaga 3 Manna tjald (EAN: 5709388119902)

Helstu kostir:

  • Vindvarnarkerfi fyrir mikinn vind
  • Stög með endurskini til að koma í veg fyrir óhöpp
  • Tveggja herbergja tjald með plássi fyrir 3
  • Fyrsta flokks tjaldstangir úr trefjagleri

Easy Camp Eldunarsett (EAN: 5709388126917)

Helstu kostir:

  • Létt og endingargott matreiðslusett
  • Gashella fylgir
  • Pönnur pakkast snyrtilega saman í eitt búnt
  • Gert úr áli, kopar og ryðfríu stáli

vidaXL Samfellanleg Útilegueldhúseining (EAN: 8718475908395)

Helstu kostir:

  • Örugg eining til að setja upp eldunarhellu
  • Samfellanlegar hillur fyrir mat og áhöld
  • Getur borið 30-50kg
  • Samfellanleg fyrir auðveldan flutning
  • Vindskjár úr áli fyrir matreiðslu á gashellu

Samantekt

Þessi langi listi af sumarvörum mun hækka sölutölurnar í dropship versluninni þinni. Taktu þér tíma til að kynna þér hverja vöru til að sjá hvað hentar þínum vörukima. Þarftu dropship birgja sem býður upp á mikið úrval af vinsælum hlutum? Skráðu þig á dropshippingXL til að fá aðgang að vörulista með yfir 90.000 dropship vörum og nýjum vörum sem bætt er við mánaðarlega.

Tengdar greinar

  • Dropshipping trend á gæludýramarkaðnum árið 2023
  • 5 útihúsgagnatrend fyrir dropship verslanir (2023)
  • 6 skref til að hefja netverslunarfyrirtæki
  • dropshippingxl intro blog