Á TikTok 1 milljarður virkra notenda um allan heim og það er alltaf eitthvað að gerast þar. Ef þú ætlar að nýta þér þennan gríðarstóra notendahóp er ágætt að kynna sér hvenær mesta virknin er í smáforritinu.
Áður en þú byrjar að birta færslur á reikningnum þínum þarftu nefnilega að vita hvenær fylgjendur þínir eru virkir og að skoða efni í forritinu. Annars gæti efnið þitt glatast innan um milljónir annarra TikTok myndbanda.
Á hvaða tíma dags er þá best að pósta á TikTok?
Ef við erum alveg hreinskilin er ekki til nein töfrastund eða einn réttur tími til að birta efni á TikTok en margir TikTok áhrifavaldar telja eftirfarandi tíma vera líklegasta til árangurs:
· Sunnudagar - 7:00, 8:00, 16:00
· Mánudagar - 6:00, 10:00, 22:00
· Þriðjudagar - 02:00, 4:00, 9:00
· Miðvikudagar - 7:00, 8:00, 23:00
· Fimmtudagar - 9:00, 12:00, 19:00
· Föstudagar - 7:00, 13:00, 15:00
· Laugardagar - 11:00, 19:00, 20:00
En af hverju skiptir birtingartími myndskeiðanna máli?
Ef þú notar TikTok hefurðu væntanlega séð það efni sem er merkt ‚fyrir þig'. ‚Fyrir þig‘ efnið á TikTok er ætlað að sýna notendum lista yfir efni sem fellur að því sem þeir hafa áður valið að sjá. Þessi myndbönd eru sérstaklega valin af TikTok forritinu.
Byggt á fyrri samskiptum, býr TikTok til þennan lista yfir myndbönd sem notendum gæti þótt áhugavert að sjá. Öll myndskeið sem valin eru á þennan hátt fá meira áhorf og virkni en önnur. Einungis þau myndbönd sem fá hámarks like og deilingar fara í ‚fyrir þig' lista annarra notenda.
Sem dropshipper ætti það að vera markmiðið þitt að myndböndin þín nái inn í ‚fyrir þig‘ listann en til þess þarftu að fá virkni frá notendum (like og deilingar) og til að fá það, þarf að pósta á réttum tíma. Fyrst skaltu hafa nokkur grundvallaratriði á hreinu varðandi markhópinn þinn og hvenær hann horfir á myndbönd.
Hvar eru áhorfendur þínir staðsettir?
Til þess að finna út hvenær er best fyrir þig að pósta á TikTok þarftu fyrst að vita hvar áhorfendur þínir eru staðsettir. TikTok er alþjóðlegt forrit en sem dropshipper viltu leggja áherslu á þau lönd og markaðssvæði sem þú selur til. Stilltu tímasetningu færslunnar þinnar í samræmi við það.
Hvenær eru fylgjendur þínir virkastir?
Ef þú hefur aðgang að TikTok pro, skaltu nota það til að skoða virkni- og þátttökumælingar. Með því að skruna niður ‚fylgjendur‘ flipann sérðu virkni fylgjenda og viðskiptagreiningu, sem hjálpar þér að sjá út á hvaða tíma dags og hvaða vikudaga eru mestar líkur á virkni meðal fylgjenda. Skoðaðu hvenær fylgjendur og aðrir á þínu markaðssvæði eru vakandi og virkir og gerðu birtingaráætlun í samræmi við það.
Nýttu þér afkastamikið efni
Lokaskrefið er að skoða vel svokallað afkastamikið efni á TikTok reikningnum þínum. Fylgstu með því efni sem hefur verið mest virkt á TikTok reikningnum þínum. Athugaðu hvort það eru tengsl á milli virkni notenda annars vegar og þess á hvaða vikudegi og tíma dags færslan er birt. Með Content flipanum á TikTok Analytics færðu einnig innsýn í það hvernig myndböndin þín hafa staðið sig síðustu 7 daga.
Þegar allt þetta er tekið saman ættirðu að fá nokkuð góða hugmynd um hver besti birtingartíminn er út frá lýðfræði og virkni fylgjenda þinna.