Hátíðirnar nálgast og dropshipparar eru mögulega farnir að spá í jólavarning fyrir verslunina. Í dropship rekstri sem og öðrum, þarf að hafa markaðsáætlun á hreinu fyrir þennan árstíma.
Jólin eru annasamasti verslunartíminn um allan heim og jólavörurnar geta haft mikil áhrif á sölutölurnar. Lestu áfram, því við ætlum að skoða vinsælustu vörurnar fyrir sölumesta árstímann. Fyrst skulum við þó skoða hvers vegna jólin eru svona mikilvæg fyrir dropshippara.
Meðaleyðsla á jólum
Með aukningu rafrænna viðskipta, verslar u.þ.b. helmingur neytenda í Bandaríkjunum á netinu. Samkvæmt könnun Adobe árið 2019 kom í ljós að meðaltekjur netverslana á dag yfir jólavertíðina fóru yfir 2,3 milljarða dollara.
Árið áður námu sömu hagtölur 2,1 milljarði dollara. 43% netpantana voru gerðar í gegnum snjallsíma og restin kom frá borð- eða fartölvum.
Eftirspurn í jólaversluninni
Winter heldur utan um sérstakan lista yfir vörur sem vaxa í eftirspurn yfir hátíðirnar. Á þessum árstíma eru neytendur að leita að klassískum uppfærslum fyrir heimilið, skrautlegum og skemmtilegum fatnaði og áhugaverðum gjöfum. Þess konar vörur eru því líklegar til að seljast vel í gegnum dropship verslun. dropshippingXL by vidaXL býður upp á úrval af fallegum og einstökum vörum. Skráðu þig núna og skoðaðu frábærar vörur sem þú getur bætt við dropship-verslunina þína.
1. Dýra- og gæludýravörur
Meðan á COVID-19 lokuninni stóð, notuðu margir tækifærið og tóku að sér ný gæludýr. Þess vegna skaltu ekki gleyma gæludýravænum vörum þegar þú velur vörur í jólavefverslunina þína Margir vilja taka að sér gæludýr en telja of mikinn kostnað liggja í kaupum á hvers konar gæludýravörum. Hér kemur dropship verslunin þín til sögunnar, með góðar gæludýravörur á góðu verði.
Hafðu dýrasnyrtivörur, leikföng og aðrar gæludýravænar vörur með í vefversluninni þinni. Nokkur góð dæmi eru hundabúr, kanínukofar, hænsnahús, hundasundlaug, hundabæli, kattaleikföng o.s.frv. Það er til heilmikið af vörum fyrir gæludýr og eigendur þeirra, skoðaðu málið og sjáðu hvað viðskiptavinum þínum líkar.
2. Vetrarvörur
Þótt loftslag sé ólíkt á mismunandi stöðum finna þó flestir jarðarbúar fyrir einhvers konar vetri og þurfa að undirbúa sig fyrir hann. Þess vegna gæti verið góð hugmynd að fylla netverslunina af hagnýtum vetrarvörum. Þetta eru t.d. vörur eins og eldstæði, kamínur, reykofnar o.s.frv. Vertu bara viss um gæði varanna þegar þú tekur þær í sölu í versluninni. Á þessum árstíma eru margir að dytta að heimilinu og endurnýja húsmuni og húsbúnað.
3. Húsgagnasett
Gerðu heimilið tilbúið fyrir jólin með nýjum, glæsilegum og þægilegum húsgögnum. Breikkaðu vöruúrvalið í versluninni þinni með því að bæta við heimilis- og garðhúsgögnum, t.d. skápum, skemlum, útihúsgögnum, skilrúmum og hillum. Gakktu úr skugga um að vörurnar sem þú velur komi frá ábyrgum dropshipping þjónustuaðila. dropshippingXL býður þér upp á gott úrval af traustum vörum.
4. Garðvörur
Covid-19 heimsfaraldurinn breytti því hvernig við sjáum heiminn og hugum að andlegri heilsu. Hann hefur gert fólk meðvitaðra um gildi geðheilsu og einmitt þess vegna jókst eftirspurn eftir garðyrkjuvörum árið 2021. Garðyrkja er talin góð fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu. Aukinn áhugi á garðrækt er líka góð fyrir dropshippara, því hann skapar eftirspurn eftir vörum sem gera garðyrkju og garðumhirðu auðveldari.
Íhugaðu að taka inn vörur á borð við beðkassa, skyggni, garðverkfæri o.fl. Hjá dropshippingXL má finna glæsilegt úrval af vörum fyrir garða og grasflatir sem þú getur selt í dropship versluninni þinni.
5. Flísmottur og teppi
Yfir vetrartímann eykst eftirspurn eftir þægilegum mottum og gólfteppum. Þess konar vörur fást í mjög mörgum dropship verslunum en það sem skiptir máli er stíllinn og úrvalið. Nokkrar af vinsælustu týpurnar undanfarið hafa verið flís- og bambusmottur. Þessar mottur eru ekki bara fallegar heldur minna þær okkur á gamaldags, sjálfbæran lífsstíl.
6. Heimilisvörur
Hvað eru jólin án líflegra skreytinga? Sama hversu mikið af skrauti er til í geymslunni, er alltaf pláss fyrir meira. Þess vegna er tilvalið að taka inn nokkra glæsilega skrautmuni þegar þú velur vörur fyrir jólatímabilið.
Veldu hluti eins og veggskreytingar, púða, innrömmuð listaverk, jólatrésskreytingar, spegla, veggfóður, kerti, LED, gluggatjöld o.s.frv. Þú getur líka selt föndur- og handverksbúnað sem viðskiptavinir geta notað til að búa til kransa og aðrar jólaskreytingar.
7. Leikföng og íþróttavörur
Jólin eru sá tími ársins þegar fjölskyldur koma saman og fagna. Sumum finnst gaman að fara í verslunarleiðangur á meðan aðrir hafa gaman af útileikjum og borðspilum. Sjáðu til þess að allir finni afþreyingu við sitt hæfi í versluninni þinni. Það er mikil eftirspurn eftir borðspilum og tölvuleikjum fyrir jólin.
Nú ættir þú að hafa fengið nokkrar hugmyndir fyrir vefverslunina þína. Með góðum vörum og einbeittri markaðsstefnu gerast töfrarnir fyrr en varir. Ef þú ert rétt að hefja dropship ferðalagið, geta sérfræðingar dropshippingXL hjálpað þér og ráðlagt með vörur og vöruflokka. Hjá þeim færðu nýtískulegar vörur, góða verðlagningu og einfaldari pöntunarferla, sem gera allt dropship ferlið auðveldara.