Netverslunarmarkaðurinn í Kanada er auðugur, vaxandi og býr yfir góðum samgönguleiðum. Landið er því frábært ef þú ert að íhuga að stofna dropship fyrirtæki.
Upplýsingar um land og þjóð
Staðsetning
Kanada er fyrir norðan Bandaríkin og landið deilir hafrænum mörkum með Grænlandi og frönskum eyjaklasa að nafni Saint Pierre og Miquelon. Kanada er næststærsta landið á eftir Rússlandi en það er þó með mun færri íbúum, eða 38,5 milljónum árið 2022 samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum.
Tungumál
Bæði enska og franska eru opinber tungumál í Kanada.
Auður
Samkvæmt Statistics Canada þénaði meðalheimilið í Kanada 55.700 kanadíska dollara (42.411 Bandaríkjadollara) í hreinar tekjur árið 2020. Þetta er hærra en meðaltalið á heimsvísu (30.490 Bandaríkjadollarar samkvæmt tölum frá OECD Better Life Index).
Alþjóðabankinn setti Kanada í níunda sætið sem ríkustu þjóð í heimi árið 2021, en verg landsframleiðsla var 1,99 trilljónir Bandaríkjadollara.
Uppspretta auðs
Kanada er eitt stærsta hagkerfi á alheimsvísu og landið fær auð sinn úr grefti á gulli, sinki, nikkeli og kopar ásamt framleiðslu á olíu og gasi, svo ekki sé minnst á tilkomumikinn fasteignageira og fjármálageira.
Dropship rekstur í Kanada
Hér eru bestu ástæðurnar fyrir stofnun dropship fyrirtækis í Kanada:
Kanada er tíundi stærsti netverslunarmarkaðurinn
75% Kanadabúa versla í netverslun
Spáð er að smásala í netverslun í Kanada verði 40,3 milljarða Bandaríkjadollara virði árið 2025
96,5% íbúa nota internetið
33,3 milljónir Kanadabúa nota samfélagsmiðla
93,6% Kanadabúa nota snjallsíma
56% Kanadabúa versla á fartæki af einhverjum toga
Raftæki og miðlunartæki eru þær vörur sem seljast mest
Netverslunarmarkaðurinn
The International Trade Association (ITA) greindi frá því árið 2022 að 75% af kanadísku þjóðinni verslar á netinu. Spáð er að þessi tala muni ná upp í 77,6% árið 2025. Þetta stór netverslunarmarkaður býður upp á dropship tækifæri í óvenjulegum markaðskimum.
Hagnaður í netverslun
Hagnaðurinn af netverslunarviðskiptum var 35,5 milljarðar Bandaríkjadollara árið 2021 í Kanada og landið var því skráð sem tíundi stærsti markaðurinn fyrir netverslun af ecommerceDB. Spáð er að hagvaxtarprósentan haldist í hendur við alþjóðlegt meðaltal sem er í kringum 6%. Mánaðarlegur hagnaður af netverslun hefur verið í kringum 3 milljarða frá því í byrjun 2022 samkvæmt Statista.
Insider Intelligence greindi frá að smásala í netverslun muni aukast um 15% árið 2022 og ná alls 80 milljarða hagnaði í Bandaríkjadollurum. Þetta eru 13,6% af heildarsmásölu í Kanada.
Netnotkun
Kanada er áhrifamikil þróunarþjóð og landið er því með afar hátt hlutfall af internetnotendum. Alls 36,89 milljónir (96.5%) Kanadabúa voru með aðgang að internetinu til og með febrúar 2022 (DataReportal). Þeir eyða að meðaltali 6 klukkustundum og 45 mínútum á netinu á dag.
Könnun gerð af Statista í apríl 2021 sýndi að stærsti hluti netkaupenda (33%) er af þúsaldarkynslóðinni, eða á aldrinum 27-40 ára, og þar á eftir koma eftirstríðsárabörn (30%) á aldrinum 65-75 ára.
Vöruflokkar sem gefa háar sölutölur
Árleg eyðsla Kanadabúa á netinu í hverjum neysluvöruflokki samkvæmt DataReportal, 2022:
Raftæki (14,72 milljarðar USD)
Tíska (14,25 milljarðar USD)
Húsgögn (7,8 milljarðar USD)
Snyrtivörur og heimilisþrif (6,15 milljarðar USD)
Leikföng, tómstundaiðjur og DIY (4,2 milljarðar USD)
Margmiðlunartæki (2,69 milljarðar USD)
Drykkir (1,17 milljarðar USD)
Matur (1,12 milljarðar USD)
Sama skýrslar undirstrikar að 51,1% af kanadískum netnotendum versla vörur á netinu í hverri viku.
Snjallsímanotkun
Kanada er með afar háa snjallsímanotkun eða um 93,6% árið 2022 samkvæmt DataReportal. Örlítið hærri prósenta af Kanadabúum notaði símann sinn (86,5%) til að nálgast internetið miðað við þá sem notuðu borðtölvur (84,3%).
Könnun gerð af Statista á 2.034 Kanadabúum árið 2022 sýndi að 56% sögðust nota snjallsíma þegar þeir voru spurðir hvaða tæki þeir notuðu til að versla á netinu.
Samkeppni
Fimm stærstu fyrirtækin á kanadískum netverslunarmarkaði árið 2022 voru samkvæmt Ecommerce Guide:
Amazon Kanada (160,45 milljónir heimsækjenda á mánuði)
Kijiji (55,81 milljónir heimsækjenda á mánuði)
Walmart Kanada (33 milljónir heimsækjenda á mánuði)
eBay Kanada (28,22 milljónir heimsækjenda á mánuði)
Best Buy Kanada (31,96 milljónir heimsækjenda á mánuði)
Þótt þetta séu forsprakkarnir á netverslunarmarkaðinum þá þýðir það ekki að það sé ekki pláss fyrir minni leikmenn sem miða á ákveðinn hluta markaðarins. Sem land var Kanada nokkuð seint í að tileinka sér netverslun miðað við lönd á borð við Bandaríkin. Þetta þýðir að það er mun auðveldara að finna tækifæri á markaðinum sem ekki er búið að nýta.
Væntingar þegar kemur að sendingu
Samkvæmt DataReportal, 2022, er ókeypis sending aðaldrifkrafturinn hjá Kanadabúum þegar kemur að netverslunarkaupum. Allt að 68,7% af internetnotendum á aldrinum 18-64 sögðu að þetta væri stærsta aðdráttaraflið þegar kæmi að því að leggja inn pöntun á vefsíðu.
Afhending daginn eftir var líka nefnd af 32,6% af Kanadabúum sem ástæða fyrir því af hverju þeir versluðu á netinu.
Flutningakerfi
Landsvæðin í Kanada samanstanda mestmegnis af sléttum og fjöllum í vesturhluta landsins. 90% af Kanadabúum búa í 160 km fjarlægð (eða styttra) frá landamærum Bandaríkjanna og fyrirtæki eru mestmegnis í suðvesturhorni landsins. Þetta þýðir að vöruflutningur er sjaldan eitthvað sem þarf að hafa áhyggjur af.
Farmflutningur á vegum er algengasta leiðin til að flytja vörur á milli fyrirtækja og kaupenda. Samkvæmt ríkisstjórninni í Kanada er uppbygging flutningakerfisins áreiðanleg þar sem mikið er af vegum, hraðbrautum og járnbrautakerfum.
Samantekt
Netverslun er vaxandi markaður í Kanada með tækifærum fyrir þá sem vilja stofna farsælt dropship fyrirtæki. Þú hefur möguleika á að bjóða upp á ókeypis sendingu, afslætti og vörur sem ekki eru seldar af stærstu netverslununum og þú ættir því að geta náð góðum hagnaði.
Tengdar greinar
Hvers vegna ættirðu að stofna dropship verslun í Noregi?
Hvers vegna ættirðu að stofna dropship verslun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum?
Hvers vegna ættirðu að stofna dropship verslun í Bretlandi?