Eldri kynslóðin í Japan býr yfir miklu ráðstöfunarfé og nær öll þjóðin er þar að auki tengd við internetið. Þetta gerir Japan að tilvöldu landi fyrir dropship verslun. Landið er yfirleitt í efsta sæti á heimsvísu hvað varðar verga landsframleiðslu og hagvöxt í netverslun.
Upplýsingar um land og þjóð
Staðsetning
Japan samanstendur af fjórum megineyjum: Hokkaido, Honshu, Shikoku og Kyushu. Landið er staðsett austur fyrir Kína, Kóreu og Rússland.
Auður
Samkvæmt The World Bank var Japan skráð sem þriðja ríkasta land í heimi árið 2020 og næstríkasta land Austur-Asíu. Verg landsframleiðsla Japans var 40.193 Bandaríkjadalir þetta árið og Japan var fyrir ofan Þýskaland en fyrir neðan Kína. Árið 2020 átti Japan 5,14% af alþjóðlegu efnahagslífi.
Uppruni auðs
Japan býr yfir háþróuðum framleiðslu- og þjónustugeirum. Landið býður upp á fyrsta flokks framleiðslu á:
Raftækjum
Bílum
Vélum
Stáli
Skipum
Kemískum efnum
Þjónustugeirinn var um 69% af auðnum fyrir Covid-19 heimsfaraldurinn (Statista, 2019). Þar töldust með afar farsælar fjármálaþjónustur og heimsþekkt kauphöll Tókýó, smásala, fasteignir, tryggingar og fjarskipti.
Dropship verslun í Japan
Ættirðu að fjárfesta í netverslun fyrir kaupendur í einu ríkasta og voldugasta landi heims? Hér eru nokkrir af helstu kostum dropship verslunar í Japan:
Frá og með 2022 er Japan með þriðja stærsta netverslunarmarkað á heimsvísu
94% nota internetið
85% nota snjallsíma
48,2% íbúa versla á netinu í hverri viku
Leikföng, tómstunda- og handavinnuvörur, raftæki, fjölmiðlar og húsgögn eru vinsælustu vörurnar sem keyptar eru á netinu
Nýjungar í póstþjónustu skila sér í skilvirkari sendingum
Netverslunarmarkaðurinn
Netverslunarmarkaðurinn í Japan er sá þriðji stærsti á heimsvísu ef farið er eftir verðgildi. Samkvæmt Global Ecommerce skýrslu JP Morgan frá árinu 2021 er þetta þó einungis vegna íbúaþéttleikans. 9 af hverjum 10 kaupum eru gerð utan internetsins. Hvað sem því líður þá eru verslunarvenjur landsins að þróast hratt og því er auðveldlega pláss fyrir farsæl dropship fyrirtæki.
Tekjur af netverslun
Árið 2021 mat ecommerceDB netverslunarmarkaðinn í Japan á 128,3 milljarða Bandaríkjadali. Nýleg spá Research and Markets leggur til að markaðurinn verði allt að 298 milljarða Bandaríkjadala virði árið 2026, með 7% árlegum meðalvexti á þeim tíma.
Eldri kynslóðin á netinu
56,3% Japana eru eldri en 45 ára en þó er Japan sem þjóð ákaflega tæknivædd. Um 94% þjóðarinnar (118,3 milljónir) notuðu internetið í janúar 2022 samkvæmt tölum frá DataReportal.
Í grein frá Tech Jury árið 2022 er sagt frá því að meðalnetnotandinn eyðir 2 klukkustundum og 33 mínútum á samfélagsmiðlum á dag, á meðan Japanir verja aðeins 48 mínútum á sömu miðlum.
Samkvæmt Statista voru eftirfarandi miðlar vinsælustu samfélagsmiðlarnir árið 2021:
LINE (svipað og WhatsApp), 79,6%
Twitter, 58.2%
Instagram, 47.7%
Facebook, 30.8%
iMessage, 15.6%
Þrátt fyrir að samfélagsmiðlar virðist ekki vera eins áberandi í Japan og í öðrum löndum þá er engu að síður þess virði að búa til farsímavæna dropship vefsíðu. Þó gæti verið mikilvægara að leggja áherslu á gæði viðskiptaþjónustu frekar en að fjárfesta miklum tíma í samfélagsmiðla tengda versluninni.
Söluhæstu vöruflokkarnir
Söluhæstu vöruflokkarnir
Matur og snyrtivörur (27%)
Tíska (20%)
Leikföng, áhugamál og handavinna (19%)
Raftæki og fjölmiðlar (19%)
Húsgögn og tæki (15%)
Trend í netverslun
Stafrænar nýjungar dúkka upp á hverju ári um allan heim. Eftirfarandi trend í netverslun eru að verða sífellt algengari í Japan samkvæmt Netwise (2021):
Netverslun með sýndarveruleika
Viðskipti í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum á borð við TikTok
Sérsniðin verslunarupplifun
Áskriftarþjónusta
Snjallsímanotkun
Gögn frá Statista benda til þess að frá og með árinu 2022 noti að minnsta kosti 85% íbúa Japans snjallsíma. Gert er ráð fyrir því að talan muni ná 94% árið 2027 og er það þrátt fyrir lága prósentu ungs fólks í landinu.
Farsímaviðskipti lötra enn örlítið á eftir tölvuviðskiptum. Í Global Ecommerce skýrslunni frá JP Morgan kom fram að einungis 34% af kaupum Japana á netinu árið 2020 hafi verið í gegnum snjallsíma. Spáð er að árlegur meðalvöxtur farsímaviðskipta í Japan verði um 7,1% árið 2024.
Skipulag og afhendingarvalkostir
Afhendingarmöguleikar í lok sendingarkeðjunnar í Japan eru að verða betri og betri með notkun botta og dróna. McKinsey greindi frá því árið 2021 að Japan sé í fremstu röð hvað varðar bætingu í skipulagstækni. Þetta hefur ekki einungis verið gert til að nútímavæða sendingarferlið heldur einnig til að finna lausnir varðandi skort á vinnuafli í samfélagi sem er að verða eldra og eldra.
Afhendingarmöguleikar í lok sendingarkeðjunnar í Japan eru að verða betri og betri með notkun botta og dróna. McKinsey greindi frá því árið 2021 að Japan sé í fremstu röð hvað varðar bætingu í skipulagstækni. Þetta hefur ekki einungis verið gert til að nútímavæða sendingarferlið heldur einnig til að finna lausnir varðandi skort á vinnuafli í samfélagi sem er að verða eldra og eldra.
Menningarhefðin Omotenashi
Japan er þekkt fyrir framúrskarandi gestrisni, sama hvort það er á dýru hóteli eða í matvöruverslun í úthverfi. Mikilvægi góðrar þjónustu við viðskiptavini á rætur sínar að rekja til menningarhefðar sem ber nafnið Omotenashi.
Hugmyndin um Omotenashi kemur upprunalega úr te-athöfn og nafnið vísar í þá miklu aðgát og gaumgæfni sem sýnd er þegar te er borið fram fyrir gesti. Það er enn þann dag í dag mikilvægt fyrir japanska viðskiptavini að fá afar góða þjónustu og á það bæði við á netinu og í alvöru verslunum.
Dropship seljendur þurfa því að hafa í huga að þeir þurfa að geta veitt Japönum þá þjónustu sem þeir búast við ef verslunin á að vera farsæl.
Tengdar greinar
Hvers vegna ættirðu að opna dropship verslun í Noregi?
Hvers vegna ættirðu að stofna dropship verslun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum?
Hvers vegna ættirðu að stofna dropship verslun á Íslandi?