Noregur framleiðir og flytur út mikið magn af olíu og gasi og er ríkt land - raunar það ríkasta í Skandinavíu. Norska þjóðin er í heildina afar dugleg og tæknivædd og menntunarstig þjóðarinnar er hátt. Lífskjör landsmanna eru almennt góð, bæði í borgum og á strjálbýlari svæðum. Þetta eru fyrirtaksaðstæður fyrir dropship rekstur.
Upplýsingar um land og þjóð
Staðsetning
Noregur liggur í norðurhluta Evrópu, það er hluti af Skandinavíu og á landamæri að Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Landið fékk sjálfstæði frá Svíþjóð árið 1905.
Auðlegð
Samkvæmt World Data Info árið 2020 var Noregur 11. ríkasta land í heimi og ríkasta þjóð Skandinavíu. Þar kom fram að verg landsframleiðsla var 62.645 Bandaríkjadollarar og var Noregur sæti ofar en Makaó og einu neðar en Bandaríkin.
Uppruni auðlegðar
Stærstur hluti af þjóðarauðlegð Noregs kemur frá olíuiðnaði sem er umfangsmikill í landinu. Á heimsvísu framleiðir Noregur um 2-3% af hráolíu (á eftir Sádí-Arabíu, Rússlandi, Bandaríkjunum, Kúveit og Kína) samkvæmt gögnum frá Norsk Petroleum árið 2020. Árið 2020 var Noregur 10. stærsti útflytjandi jarðolíu á heimsvísu samkvæmt The Observatory of Economic Complexity (OEC).
Dropship rekstur í Noregi
Noregur er ríkt land og lífsgæði með því besta sem gerist. Þar er því góður vettvangur fyrir ýmiskonar viðskiptatækifæri. Hér eru nokkrir af kostunum við að hefja dropship rekstur í Noregi:
99% íbúa hafa aðgang að internetinu
Í landinu eru fleiri virkir farsímar en fólk
Hátt hlutfall landsmanna nýtir sér netið til að versla
Það er pláss fyrir fleiri verslanir og viðskiptaaðila á norskum netmarkaði
Amazon hefur ekki enn opnað norskt markaðstorg
Netverslun í landinu jókst um 37% árið 2020
Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) gerir ráð fyrir að efnahagslegur vöxtur verði um 4,2% árið 2022
Tískuvörur, raftæki, leikföng, tómstundavörur, DIY-vörur og húsgögn eru vinsælustu vöruflokkarnir í norskum netverslunum
Í landinu eru öflugir innviðir og góð póstþjónusta
Markaður fyrir netverslanir
Norðmenn hafa löngum verið með tæknivæddustu þjóðum heims og netverslun er orðið gróið fyrirbæri í þjóðarvitundinni. Samkvæmt Alþjóðaviðskiptastofnuninni (ITA), 2021, er Noregur eitt af þeim löndum Evrópu sem nýtir sér netverslun hvað mest.
Tekjur af netverslun
Tekjur af netverslun í Noregi árið 2021 voru næstum 8 milljónir Bandaríkjadollara samkvæmt tölum frá ecommerceDB, sem spáir einnig 6% árlegum vexti 2021-2025.
Í heimsfaraldrinum 2020 jókst netverslun í Noregi um 37% samanborið við dæmigerðari 8-10% vöxt, miðað við gögn úr skýrslu um netverslanir sem gerð var fyrir Ecommerce Europe árið 2021. Þar kom fram að netviðskipti voru 3,29% af 327 milljarða evra vergri landsframleiðslu Noregs árið 2021.
Netnotkun
Norðmenn eru afar vel tengdir við internetið en um 99% þjóðarinnar (5,39 milljónir manna) hefur aðgang að netinu samkvæmt upplýsingum frá Eurostat, 2021. Um 83% Norðmanna (4,53 milljónir) eru virkir á samfélagsmiðlum og aldursflokkurinn 25-34 ára er stærsti viðskiptavinahópurinn sem auglýsendur geta náð til, segir DataReportal.
Vinsælir vöruflokkar
Samkvæmt ecommerceDB voru þetta vinsælustu vöruflokkarnir á netinu árið 2021:
Tískuvörur (27%)
Raftæki og margmiðlun (23%)
Leikföng, tómstundavörur og DIY-vörur (21%)
Matvæli og snyrtivörur (17%)
Húsgögn og heimilistæki (12%)
Statista kannaði árið 2022 hvaða nýjungar norskir neytendur vildu helst sjá í netviðskiptum. Helstu niðurstöðurnar voru þessar:
Sérsniðnar vörukynningar (Z-kynslóðin 54%, þúsaldarbörn 44%, X-kynslóðin 47%, eftirstríðsárakynslóðin 32%)
Stöðug viðvera á netinu (Z-kynslóðin 41%, þúsaldarbörn 36%, X-kynslóðin 26%, eftirstríðsárakynslóðin 21%)
Snjallgreiðslumöguleikar (Z-kynslóðin 41%, þúsaldarbörn 43%, X-kynslóðin 47%, eftirstríðsárakynslóðin 42%)
Sýndarveruleiki/aukinn veruleiki (Z-kynslóðin 38%, þúsaldarbörn 43%, X-kynslóðin 37%, eftirstríðsárakynslóðin 31%)
Snjallsímanotkun
Samkvæmt upplýsingum frá Statistics Norway frá 2021 eiga 96% Norðmanna snjallsíma. Norðmenn nota snjallsímann sinn mest til þess að fara á netið (86%), skrifa skilaboð (82%) og til þess að hringja símtöl (81%).
Þessar tölur hafa breyst töluvert frá árinu 2018, þegar einungis 61% svarenda í könnun á vegum Statista sagðist hafa notað snjallsíma til þess að kaupa vöru á netinu.
Í sömu könnun sýndu niðurstöðurnar að snjallsímar eru oftar notaðir til þess að tengjast netinu en borðtölvur (92%). Þessi gögn sýna mikilvægar upplýsingar fyrir auglýsendur á netinu. Þeir sem ætla sér inn á norskan netverslunarmarkað ættu að leggja áherslu á að netverslunin sé aðgengileg og skýr þegar hún er skoðuð í snjallsímavafra.
Samkeppni
Samkeppnin á netverslunarmarkaði er ekki jafn hörð í Noregi og víða annars staðar í Evrópu. Þar skiptir miklu að Amazon er ekki með beina starfsemi á norskum netmarkaði og einmitt þess vegna eru miklir möguleikar fyrir aðra seljendur og dropship verslanir í Noregi. Amazon hefur opnað sérstaka síðu fyrir sænskan markað en Norðmenn þurfa að leita alla leið til Bretlands til þess að versla við Amazon.
Ein stærsta netverslun Noregs er Zalando, sem selur tískuvörur og fylgihluti. Það er því skynsamlegt fyrir nýliða í dropship rekstri að velja annað vörusvið.
Póstþjónusta og samgöngur
Landslagið í Noregi er ekki auðvelt yfirferðar; há fjöll, djúpir dalir, hásléttur og freðmýri í norðri, auk þess sem landið er frekar strjálbýlt. Þó hefur Norðmönnum tekist að byggja upp góða innviði fyrir vöruflutninga með því að koma á fót póstmiðstöðvum í grennd við aðalvegi, en þetta kemur fram í markaðsskýrslu Frost & Sullivan frá 2018. Einnig hefur ríkið fjárfest í vegaframkvæmdum og öðru sem þarf til þess að koma á og viðhalda góðu flutningsneti um landið.
Afhendingarmátar
Samkvæmt Statista, 2021, er algengast að fá vöru sem pöntuð er á netinu senda í pósthólf eða til afhendingar hjá sendiþjónustu. 44% Norðmanna kjósa þetta fram yfir að fá vöruna senda heim að dyrum. Aðeins 18% þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðust kjósa að fá vöruna senda á eigið heimilisfang, jafnvel þegar ekki er beðið um undirskrift fyrir móttöku.
Samantekt
Á heildina litið er Noregur auðugt land. Þar er lágt hlutfall brottfluttra, lítið atvinnuleysi og þjóðin nýtir sér tækni í auknum mæli í daglegu lífi, þar með talið til þess að versla á netinu. Það gæti því verið góð hugmynd að stofna dropship verslun í þessum hluta Skandinavíu.
Fyrirtaks samstarfsaðili: dropshippingXL.
Með samstarfi við dropshippingXL geta verslunareigendur boðið norskum neytendum upp á hágæðavörur á viðráðanlegu verði, t.d. húsgögn fyrir heimili og garð, gæludýravörur, barnavörur, íþróttavörur, tómstundavörur og DIY-vörur.
Ástæður til að velja dropshippingXL:
Yfir 90.000 vörur í boði
Vöruhús í Hollandi og Póllandi tryggja skjóta sendingu um alla Evrópu.
Við sjáum um afgreiðslu pantana og vöruskil
Við bjóðum upp á aðstoð, bæði viðskiptaeðlis og tæknilegs eðlis
Einungis €30 á mánuði og engin falin gjöld
Engin söluþóknun
Hvað viltu lesa næst:
Hvers vegna ættir þú að stofna dropship verslun í Sádi-Arabíu?
Alþjóðleg talnagögn sem sýna af hverju þú ættir að stofna sprotafyrirtæki (2022)
Hvers vegna ættir þú að stofna dropship verslun á Íslandi?