Hvers vegna ættir þú að stofna dropship verslun í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum?

dropshippingxl intro blog

Sandöldur, olíuarður og hæsta bygging heims, Burj Khalifa, eru nokkur af þeim atriðum sem koma upp í hugann þegar Sameinuðu Arabísku Furstadæmin (SAF) ber á góma. Auk þessa, er SAF vinsælt ferðamannasvæði en árið 2019 tók landið við yfir 22 milljón ferðamönnum og er nú í fremstu röð þegar kemur að viðskiptum á heimsmarkaði og vöruflæði.

Landupplýsingar

SAF var stofnað árið 1971 og eru samtök sjö ríkja, Abu Dhabi, Ajman, Dubai, Fujairah, Ras Al Khaimah, Sharjah og Umm Al Quwain. Þau eru staðsett í suðurhluta Persaflóasvæðisins og eiga landamæri að Oman og Saudi Arabíu. Höfuðborgin er Abu Dhabi en stærsta borgin er Dubai.

Í tölum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum árið 2021 eru SAF sjötta ríkasta land í heimi. Auðæfi landsins spretta að mestu úr olíu- og gasvinnslu en í landinu má finna sjöundu stærstu olíubirgðir heims.

Á eftir olíu- og gasvinnslu er verslunarrekstur stærsti einstaki tekjuliður SAF. Árið 2020 nam velta verslunarreksturs 13,6% af VLF, skv. Statista.

Dropship rekstur í SAF

Með þessar bakgrunnsupplýsingar um landið í farteskinu, skulum við vinda okkur að kjarna málsins. Það er komið á hreint að SAF er auðugt land og netverslun ætti því að þrífast vel þar. Hér er samantekt yfir dropship-tölfræði í SAF

  • Hraður vöxtur netverslana síðan Covid-19 hófst.
  • Mesta sala og notkun á snjallsímum í öllum Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku
  • Seðlabanki SAF gerir ráð fyrir að hagkerfið vaxi um 4,2% árið 2022.
  • Í SAF er góður markaður fyrir t.d. gæludýravörur, húsgögn og húsbúnað.
  • Vel skipulagðar samgöngur og vöruflutningar um landið allt
  • Enginn fyrirtækjaskattur og enginn tekjuskattur á einstaklinga
  • Ört vaxandi netverslunarmöguleikar

    Eins og í mörgum öðrum löndum í heiminum hefur netverslunarmarkaður í SAF vaxið hratt vegna Covid-19.

    Áætlað verðmæti netverslunar í SAF árið 2022 er 27 milljarðar Bandaríkjadala að því er Statista greinir frá. Árlegur vöxtur í þessum geira var að meðaltali 23% á tímabilinu 2018-2022

    Alþjóðabankinn greindi frá því árið 2020 að 100% af 9,89 milljónum íbúa UAE væru netnotendur. Þetta eru hæstu netnotkunartölur sem sjást í þessum hluta heimsins og sýna að svæðið hefur gríðarlega möguleika fyrir netviðskipti.

    Samkvæmt Euromonitor voru þessar vörur þær sölumestu í heimsfaraldrinum 2019-2020:

  • Matur og drykkur (þriggja tölustafa vaxtarhraði)
  • Rafvörur og -tæki (þriggja tölustafa vaxtarhraði)
  • Snyrting og persónuleg umhirða, gæludýravörur og fatnaður (yfir 50% vaxtarhraði)
  • Vörur sem gera má ráð fyrir að seljist vel:

  • Skart og aukahlutir ásamt gleraugum (spáð er 20% söluaukningu frá 2020-2025)
  • Fjölmiðlavörur, gæluumhirða og heimilisvörur
  • Mikil snjallsímanotkun

    Skv. gögnum frá Fjölmiðlaeftirliti Dubai, er notkun snjallsíma útbreiddust í SAF af öllum löndum í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Þessi þróun á þátt í þeirri aukningu sem hefur orðið á netverslun í gegnum síma.

    Árið 2015 var hlutfall þeirra sem versluðu í gegnum snjallsíma um 29% af heildarnetverslun á svæðinu. Með vaxandi netnotkunarmöguleikum og almennari snjallsímaeign, var þetta hlutfall komið upp í 42%

    Umreiknað er smásöluvirði þessara viðskipta um 1,6 milljarðar Bandaríkjadala. Það er einnig 56% aukning á milli ára frá 2019. Árið 2025 spá greinendur því að virði verslunar í gegnum snjallsíma muni ná 3,9 milljörðum Bandaríkjadala árið 2025 (vöxtur um 18,9% frá 2020 til 2025).

    Frekari upplýsingar frá Global Media Insight segja okkur að árið 2021 notuðu 60% netnotenda í SAF snjallsíma en einungis 37% notuðu borðtölvu.

    Í SAF eru um 9.75 milljónir snjallsíma - það þýðir að 97.6% íbúanna eiga snjalltæki. Með þessum fjölda snjallsímanotenda í auðugu landi, bjóðast ýmsir möguleikar fyrir nýjar netverslanir og dropship fyrirtæki.

    Ákjósanlegar flutningsleiðir

    SAF eru vel staðsett milli Asíu og Evrópu, sem gerir landið að ákjósanlegri miðstöð fyrir vöruflutninga milli austurs og vesturs. Þrjár af stærstu borgunum, Abu Dhabi, Dubai og Al Sharja, eru hafnarborgir með einkar góða möguleika á tengiflutningum sjóleiðina um Persaflóa.

    Alþjóðaflugvöllurinn í Dubai er einn sá fjölfarnasti í heimi. Í desember 2021 afgreiddi flugvöllurinn næstum eina milljón fleiri farþega en næststærsti flugvöllurinn, London Heathrow.

    Samkvæmt PR Newswire, ætti flutningsiðnaður á svæðinu að skapa verðmæti yfir 30 milljarða Bandaríkjadala fyrir árið 2025.

    Á síðasta áratug hefur ríkisstjórn landsins fjárfest mikið í flutningskerfum. Nýverið voru settir 13.6 milljarðar bandaríkjadala í lestakerfi sem ætlað er að einfalda samgöngur á milli helstu viðskiptamiðstöðva landsins.

    Vel útfært samgöngunet þýðir að vörur skila sér skjótar til viðskiptavina á svæðinu. Þetta er lykilaltriði fyrir dropship verslun.

    Heildarhagsmunir

    Þrátt fyrir niðursveiflu í olíuverði á meðan kórónuveiran hefur geisað, eru tölurnar aftur á uppleið og gera ráð fyrir 4,2% vexti í efnahagslífi SAF árið 2022, segir Reuters. Þetta er hraðasti vöxtur sem þekkist í landinu frá 2015.

    Hagvöxtur og vel útfært skattkerfi gerir SAF að áhugaverðum kosti þegar kemur að dropship rekstri. Eitt af því sem heillar kannski hvað mest við efnahagsumhverfið í SAF er að þar er ekki reiknaður persónulegur tekjuskattur. Þar eru einnig skattfrjáls viðskiptasvæði sem kallast „frísvæði“.

    Fyrir upplýsingar um skattalöggjöf á svæðinu er hægt að skoða eftirfarandi:

  • Expatica: Leiðbeiningar um skattkerfið í SAF
  • Vefsíða ríkisstjórnar SAF
  • Samantekt

    Við vonum að þessi grein hafi gefið þér innsýn í verslunarumhverfið í SAF. Grunnheimildirnar sem við skoðuðum gefa til kynna að í SAF séu rekstrarmöguleikar sem vert er að kynna sér.

    dropshippingxl intro blog

    Nýttu þér fleiri greinar úr safni okkar:

  • Hvernig á að finna traustan dropship samstarfsaðila?
  • Hvað er Shopify og hvaða þýðingu hefur það fyrir dropship seljendur?
  • 7 góð ráð fyrir vörumerkið þitt í dropshipping rekstri
  • dropshippingxl intro blog