Hvers vegna ættirðu að stofna dropship verslun í Bretlandi?

dropshippingxl intro blog

Bretland er með eitt sterkasta efnahagslíf í heimi þökk sé miklum lyfjaiðnaði, olíu og gasi í Norðursjónum, fjármálaþjónustu á heimsmælikvarða og næststærsta flugiðnaði í heimi. Dropship verslun í þessum hluta Evrópu gæti borgað sig vel þar sem þjóðin er afar hrifin af því að versla á netinu.

Upplýsingar um land og þjóð

Staðsetning

Bretland er eyja í Vestur-Evrópu sem samanstendur af Skotlandi, Englandi, Wales og Norður-Írlandi. Höfuðborgin er London og um 67 milljónir manns búa í Bretlandi (2022, Britannica).

Auður

Frá og með mars 2020 þénaði meðalheimili á Bretlandi 302.500 sterlingspund nettó á ári, að því er segir á vef Hagstofu Bretlands. Bretland er alþjóðlegt efnahagsveldi og það var fimmta ríkasta land í heimi (á eftir Þýskalandi og á undan Indlandi) samkvæmt gögnum frá Alþjóðabankanum, 2021. Verg landsframleiðsla var 3.186.860 Bandaríkjadalir á árinu 2021.

Uppruni auðs

Bókasafn neðri málstofu breska þingsins greinir frá því að þjónustuiðnaðurinn sé ríkjandi í bresku efnahagslífi, eða um 80%. Þetta á aðallega við um verslun, viðskipti, fjármál og faglega þjónustu. Framleiðsla er aðeins 10% af efnahagslífinu.

Dropship verslun í Bretlandi

Bretland er án efa kjarni netverslunar í Evrópu þökk sé íbúum sem versla reglulega á netinu og eru með miklar ráðstöfunartekjur. Hér eru bestu ástæðurnar fyrir því að byrja að stunda dropship verslun í Bretlandi:

  • Fullmótaðasti og háþróaðasti netverslunarmarkaðurinn í Evrópu
  • 98% breskra borgara hafa aðgang að internetinu
  • 84,3% eru notendur samfélagsmiðla
  • 80% eru stafrænir kaupendur
  • 60,4% versla vikulega á netinu
  • Fleiri virk farsímanúmer eru í landinu heldur en fólk
  • Tíska, raftæki og leikföng eru vinsælustu vörurnar sem keyptar eru á netinu
  • Áreiðanleg og skilvirk póstþjónusta
  • Netverslunarmarkaðurinn

    Bretland er afar öflugt þegar kemur að kaupum á netinu og það býr yfir netverslun sem er sú háþróaðasta í Evrópu. Samkvæmt ecommerceDB var Bretland á heimsvísu með fjórða stærsta netverslunarmarkaðinn árið 2021 á eftir Bandaríkjunum, Kína og Japan.

    Tekjur af netverslun

    The 2022 Global Payments Report frá WorldPay spáir því að árið 2025 muni netverslunarmarkaðurinn í Bretlandi aukast um 26% og verða 260 milljarða sterlingspunda virði. Þetta er sláandi tölfræði sem sýnir hversu vinsæl og traust netverslun er hjá breskum neytendum.

    Netnotkun

    Hlutfall internetnotkunar í Bretlandi er eitt það hæsta í heimi. Um 98% Breta (66,99 milljónir) voru tengdir internetinu árið 2022, samkvæmt DataReportal. Bretar eyða að meðaltali 6 klukkustundum og 12 mínútum á dag á netinu í öllum tækjum og 60,4% gera innkaup á netinu í hverri viku.

    British Office of National Statistics (ONS) greinir frá því að árið 2020 hafi næstum allir fullorðnir á aldrinum 16-44 ára (99%) verið netnotendur, samanborið við meira en helming (54%) þeirra sem voru 75 ára og eldri. Þessar tölur benda til þess að miklir möguleikar séu á að beina sjónum að netkaupendum í Bretlandi.

    Vinsælir vöruflokkar

    Fjórir af hverjum fimm Bretum (80% íbúa) versla á netinu, samkvæmt skýrslu Statista um kauphegðun á netinu í júlí 2022. Spáð er að þessi tala nái 90% árið 2025.

    Þetta eru þeir flokkar netverslunarvara sem eru með mestu söluna í Bretlandi, samkvæmt DataReportal (2022):

  • Tíska (40,97 milljarðar Bandaríkjadala)
  • Raftæki (29,86 milljarðar Bandaríkjadala)
  • Leikföng, tómstundavörur og DIY-vörur (15,65 milljarðar Bandaríkjadala)
  • Persónulegar vörur og heimilisvörur (12,84 milljarðar Bandaríkjadala)
  • Drykkir (10,11 milljarðar Bandaríkjadala)
  • Húsgögn (7,17 milljarðar Bandaríkjadala)
  • Matur (6,41 milljarðar Bandaríkjadala)
  • Rafvörur (4,79 milljarðar Bandaríkjadala)
  • Snjallsímanotkun

    Samkvæmt GSMA Intelligence var 105% bresku þjóðarinnar með farsímasamband í febrúar 2022.

    Um 92% farsíma í Bretlandi eru snjallsímar samkvæmt könnun Statista árið 2021. Nær 90% farsíma eru notaðir til að komast daglega á netið í að meðaltali 2 klukkustundir og 41 mínútu, samkvæmt DataReportal.

    Samkeppni

    Markaðurinn í Bretlandi er nokkuð mettaður með Amazon, Argos, og Tesco verandi stærstu aðilana. Hins vegar hafa breskir viðskiptavinir gaman af því að prófa ný vörumerki og nýjar vörur og þeir kunna að meta fjölbreytt úrval af hlutum. Það er pláss fyrir dropship verslun í Bretlandi að því tilskildu að sending sé fljót, auðvelt sé að skila og vefsíðan sé vel gerð.

    Árið 2021 leiddi könnun Statista í ljós að breskir kaupendur taka umsagnir viðskiptavina alvarlega. 90% sögðust skoða umsagnir um vöruna áður en þeir gerðu kaup og enn fleiri sögðust ekki kaupa hana ef hún fengi færri en fjórar stjörnur.

    Póstþjónusta og samgöngur

    Í markaðsskýrslu fyrir póstþjónustu og samgöngur frá Mordor Intelligence, 2022, er nefnt að auknar vinsældir og eftirspurn eftir netverslun hafi ýtt undir skilvirkni póstþjónustu og samgangna.

    Þrír efstu flutningsaðilarnir eru DPD, DHL og UPS. Fjöldi farmflytjenda á vegum í landinu er mikill, sem þýðir að netverslunarpantanir koma oft á réttum tíma til viðskiptavina.

    Samantekt

    Aðalatriðið er í hnotskurn að breskt efnahagslíf er öflugt og bíður upp á ýmis tækifæri fyrir dropship verslun. Aðalhindrunin sem sprotafyrirtæki gætu þurft að yfirstíga er mikil samkeppni, en þó verður að segjast að Bretar kunna að meta ný merki og vörur. Ást Breta á nýjum hlutum getur gert dropship verslun afar arðbæra - vertu þó viss um að skipuleggja markaðssetninguna vel og vertu með heimasíðu sem stendur undir væntingum kaupenda.

    Tengdar greinar

  • Hvers vegna ættir þú að opna dropship verslun í Noregi?
  • Hvers vegna ættir þú að stofna dropship verslun í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum?
  • Hvers vegna ættir þú að stofna dropship verslun á Íslandi?
  • dropshippingxl intro blog