Ein af vinsælustu spurningum lesenda okkar er - Hvernig þéna ég peninga með „dropshipping“ heildsölu? Jú, „dropshipping“-heildsala er beggja hagur, bæði „dropshipping“ heildsala og þjónustuaðila.
Vissir þú að þú gætir þénað 100.000 dali á ári með „dropshipping“ verslun? Það eina sem þú þarft að gera er að velja réttan birgi og skapa verðmætt vörumerki. Fyrir þá sem eru nýir í heimi „dropshipping“ skulum við fyrst skoða „hvað er dropshipping?“ og „hvernig má þéna pening með dropshipping?“.
Hvað er „dropshipping“?
Segjum sem svo að þú viljir opna vefverslun en veist ekki hvar þú átt að byrja eða hvað þú átt að selja. Þú hefur hvorki pláss né nægilegt fjármagn til að fjárfesta í vörum? Það er samt hægt að vera með netverslun. Við erum að tala um „dropshipping“ heildsölu, eitt af vinsælustu viðskiptatrendum ársins 2021.
„Dropshipping“ er viðskiptamódel þar sem þú þarft ekki að hafa áhyggjur af birgðum eða fjárfestingum. Þú ert bara að selja vörur úr birgðum einhvers annars á þínum vettvangi og þéna þannig pening.
Hvernig er hægt að þéna pening með „dropshipping“ heildsölu?
Ef þú ert í „dropshipping“ starfsemi starfarðu annaðhvort með dreifingaraðila eða heildsala sem býður upp á ýmsa „dropshipping“ þjónustu. Hafðu í huga að ekki allir framleiðendur og heildsalar bjóða upp á þjónustuna og þú þarft því að finna réttan aðila. Til dæmis bjóða netgáttir eins og Vidaxl frábær tækifæri til að byrja „dropshipping“ starfsemi.
Til að byrja starfsemina þarftu aðeins vefsíðu og stefnu í markaðssetningu til að auglýsa vörurnar. Þú berð ábyrgð á markaðssetningu og skráningu á vörum, en það að uppfylla pöntunina er í höndum „dropshipping“ þjónustuaðila.
Þú leggur inn pöntunina hjá „dropshippernum“ og greiðir honum heildsöluverð. Nú er það hlutverk „dropshipping“ þjónustuveitunnar að koma pöntunum til viðskiptavina. Hann sér um flutning og skil, endurgjaldslaust.
Hagnaður „dropshipping“ heildsala?
Varan sem þú hefur skráð á vefsíðuna þína verður verðlögð að þínum óskum, en þú greiðir „dropshipping“ þjónustuveitunni aðeins heildsöluverð. Vanalega selja „dropshipperar“ vörur sínar með 20%-30% álagi sem fer beint í vasa þeirra.
Lykillinn að góðum hagnaði af „dropshipping“ er að reikna sér sem bestan ágóða. Í ljósi þess að þú hefur þegar lágmarkað rekstrarkostnað eins og birgðir, sendla og starfsfólk, er frekar auðvelt að setja hagnaðarmörk.
Íhugaðu að stilla hagnaði í hóf til að byrja með til að ná til mögulegra viðskiptavina. Þú þarft hvort eð er að hækka verðlagningu á einhverjum tímapunkti til að halda rekstrinum gangandi. Gakktu úr skugga um að verðhækkun sé stighækkandi þar sem skyndilegar verðbreytingar gætu skaðað starfsemina.
Það er til fólk eins og Irwin Dominguez sem þénaði 1M+ dollara á innan við einu ári. Dominguez hefur tröllatrú á góðri auglýsingastefnu. Þú getur líka byggt upp farsælt fyrirtæki út frá vidaXL. Hafðu bara eftirfarandi í huga:
Skapaðu afbragðsgóða markaðsstefnu
Gerðu vefsíðurnar þínar gagnvirkar og þægilegar
Settu söluháar vörur á skrá
Ekki hafa verðlag of lágt
Haltu samkvæmni
Notaðu síður eins og Facebook, Pinterest og Instagram til að sýna vörurnar þínar. „Dropshipparar“ geta byrjað að sjá ótrúlegan hagnað innan örfárra mánaða.