Hvernig velurðu bestu dropship vörurnar?

dropshippingxl intro blog

Þúsundir af nýjum vörum og vöruhugmyndum koma á markað árlega en einungis lítill hluti þeirra nær athygli neytenda og halda áfram í framleiðslu. Þess vegna er mikilvægt að velja réttar vörur fyrir dropship-verslun. Það er ekki auðvelt ferli að finna hentugar vörur því það eru margir framleiðendur og margar svipaðar eða sambærilegar vörur sem þarf að skoða og velja á milli.

Til að leysa málið ákváðum við að taka saman bestu vöruhugmyndir og dropship möguleika í þessa grein. Hvort sem þú vilt stofna þína eigin netverslun eða finna dropship vörur fyrir passívar tekjur, finnurðu einfaldar upplýsingar hér á eftir um hvað er gott að hafa í huga þegar velja á vörur.

Sérhæfðu verslunina

Eitt besta ráðið sem við getum gefið er að sérhæfa sig í ákveðnum vöruflokkum í stað þess að eltast við tískustrauma eða blanda saman ólíkum vörum. Nokkrir af vinsælli vöruflokkunum hingað til hafa t.d. verið:

  • Gæludýravörur
  • Lífrænar náttúruvörur
  • Húsgögn (úti- og innihúsgögn)
  • Aukahlutir fyrir tæknivörur
  • Heilsu- og snyrtivörur
  • Helsti kosturinn við sérhæfingu undir einum flokki er að með því minnkar samkeppnin. Það þarf að skara framúr til þess að allt gangi upp og minni samkeppni þýðir meiri möguleikar á því að þín verslun sé sýnileg. Til að byrja með er best að einbeita sér að einföldum neytendaþörfum og eftir því sem verslunin vex er hægt að stækka umfang og vöruúrval í takt.

    Finndu vörur á viðráðanlegu verði

    Margir gætu haldið að stórir og dýrari hlutir hafi betra hagnaðarhlutfall en það er ekki alltaf svo, einfaldlega vegna þess að fáir viðskiptavinir eru að leita að stórum og dýrum hlutum.

    Flestir kanna markaðinn vel áður en dýrir hlutir eru keyptir og bera saman verð og gæði áður en endanlega er valið og oftast ræður verðið för. Þess vegna er ekki skynsamlegt að einblína um of á dýrari vörur og leggja frekar áherslu á vörur sem eru verðlagðar miðað við gæði.

    Finndu vörur með eftirspurn

    Það er hægt að skipta vörum upp í tvo flokka; vörur sem neytandinn þarf og kaupir oft og vörur sem ekki er raunveruleg þörf fyrir, sem seljast sjaldnar. Til að fá sem best hagnaðarhlutfall þarf að vita hvaða vörur hafa raunverulega eftirspurn og hvaða vörur keppa á fullmettuðum markaði. Ef varan hefur of mikla eftirspurn á ný verslun litla möguleika á að finna réttan markhóp.

    Forðastu vörur sem eru viðkvæmar eða hafa neyslu- eða söludagsetningu

    Brothættar vörur og hlutir sem renna út henta ekki vel sem dropship vörur, þar sem þeim getur fylgt aukið umstang og kostnaður vegna skemmda eða merkinga. Gler- og postulínshlutir þurfa sérstakar merkingar og margir neytendur kjósa frekar að kaupa slíkar vörur í verslun en á netinu til að vera öruggir um gæði. Ef þessar vörur eru valdar, þarf að leggja mikið upp úr gæðum og notagildi vörunnar.

    dropshippingxl intro blog