Fyrsta skrefið í að hefja dropshipping fyrirtæki felst í því að finna arðbærustu sylluna í ‚dropshipping‘ heildsölu. Það gildir einu hversu góð viðskiptahugmyndin er, því ef varan fær enga eftirspurn verður um lítinn hagnað að ræða. Að finna réttu vörurnar fyrir ‚dropshipping‘ fyrirtækið þitt er hins vegar ekki alltaf auðvelt verkefni.
Við skulum kíkja á hvaða ‚dropshipping‘ syllur tróna á toppnum árið 2021:
Arðbærustu ‚dropshipping‘ syllurnar 2021
Heilsu- og snyrtivörur (tannhirða, bað- og sturtuvörur, hártæki)
Heimaskrifstofuvörur (skrifstofustólar, skrifborð, skrifborðsvörur)
Vörur fyrir heimilisviðhald (garðvörur, baðherbergisvörur, heimilisvarningur)
Gæludýravörur (hundarúm og leikföng)
Hvernig á að finna vinsælustu ‚dropshipping‘ sylluna?
Að velja syllu þýðir að skilja þarfir viðskiptavinarins, markhópa og hegðunarmynstur fólks. Sem betur fer eru nokkur verkfæri á netinu í boði til að auðvelda þér að finna rétta syllu og vörur fyrir ‚dropshipping‘ starfsemina þína.
Facebook Audience Insights
Facebook Audience Insights er tól á netinu sem gerir þér kleift að skilja betur markhópinn þinn. Þú getur valið hugsanlega ‚dropshipping‘ syllu og fylgst með markhópnum tengdum henni með því að samþætta upplýsingar og gögn. Facebook Audience Insights veitir upplýsingar eins og:
„Læk“ á síðu: Með fítusnum ‚líka við síðu‘ geturðu ákvarðað hvaða vöruflokkar og atriði eru mest aðlaðandi fyrir þinn markhóp.
Virkni: Mælingar á virkni veita upplýsingar eins og tæki sem notuð eru, athugasemdir gerðar og smelli á Facebook auglýsingar.
Lýðfræði: Lýðfræðilegir mælikvarðar veita upplýsingar eins og aldur áhorfenda, staðsetningu, menntun og jafnvel sambandsstöðu.
Ef þú ert að velta fyrir þér hvernig á að nota Facebook Audience Insights til að finna vinsælar syllur erum við með dæmi fyrir þig hér að neðan.
Segjum sem svo að þú viljir stofna ‚dropshipping‘ verslun með vörur fyrir heimilisviðhald. Settu inn tengd leitarorð í Facebook Audience Insights og það sýnir þér mánaðarlega virkni sem tengist leitarorðinu. Þú sérð þá hversu margir hafa áhuga á færslunni, hvar þeir búa og jafnvel hvað þeim líkar og líkar ekki.
Hægt er að skilgreina tiltekið land eftir því hvort selja á vöruna á staðnum eða á heimsvísu.
Google Keyword Planner
Ef þú vilt athuga hversu vinsælt eitthvað atriði er, þá er enginn betri staður en Google leitarvélin sjálf. Það sem þú þarft að gera er að fara á Google Keyword Planner og slá inn leitarorð sem tengjast vörunni sem þú vilt selja. Tólið mun þá segja þér hversu margir hafa verið að leita að þeirri vöru í hverjum mánuði.
Þó að við mælum alltaf með því að notendur okkar velji valkostinn "nákvæm samsvörun" (e. exact match) er einnig möguleiki að velja óskylda frasa. Skoðaðu tól fyrir altækt leitarmagn (e. Global Search Volume) og fyrir staðbundið leitarmagn (e. Global Search Volume). Þetta mun hjálpa þér að ákveða hvar sé best að selja vörurnar þínar.
Google Trends
Google Keyword Planner er frábært tæki en Google Trends gefur enn ítarlegri upplýsingar. Öfugt við Google Keyword Planner skilar Google Trends niðurstöðum sem byggjast á leitaráhuga með tímanum. Þú færð einnig upplýsingar um vinsælustu leitina tengda efninu og landfræðilega staðsetningu.