Hvernig byrja ég „dropshipping“ starfsemi með dropshippingXL?

dropshippingxl intro blog

Þú hefur líklega heyrt um grundvallaratriðin í dropship verslunarmódelinu og ert kannski að spá hvort dropship verslun gæti verið eitthvað fyrir þig. Við höfum alltaf sagt að það er svolítil fyrirhöfn falin í því að koma fyrirtæki á fót og láta það ganga. Þessi grein hjálpar þér að sjá hvernig setja má upp dropship verslun svo vel fari.

Fylgdu þessum skrefum og allt ætti að ganga upp:

Skráðu þig hjá dropshippingXL

  • Tilbúin(n) til að byrja að „dropshippa“? Þú skráir þig með virku netfangi og lykilorði. Þú færð hlekk til staðfestingar sendan á netfangið, staðfestir reikninginn þinn með hlekknum og færð um leið aðgang að „dropshippingXL“ síðunum þínum.
  • Þegar þú hefur skráð þig inn þarftu að búa til endursölureikning og velja milli einka- eða fyrirtækjareiknings. Fyrir fyrirtækjareikning þarftu að gefa upp skattnúmer. Ef það er ekki fyrir hendi má sleppa þessu skrefi.
  • Þarnæst þarftu að velja markaðssvæði. Þú færð svo vörubækling samkvæmt því svæði sem þú velur.
  • Fylltu inn allar upplýsingar, smelltu á áskriftarhnappinn og kláraðu greiðslu. Þegar greiðslu er lokið þarftu að gefa upp nokkur atriði til viðbótar, t.d. slóð á vefverslunina þína.
  • Skráðu inn þær upplýsingar sem beðið er um og sendu til okkar. dropshippingXL teymið fær notandaupplýsingarnar þínar, sem getur tekið tvo daga.
  • Skráðu þig inn á reikninginn

  • Þegar farið hefur verið yfir upplýsingarnar þínar færðu boðspóst og aðgang að ítarlegri vöruveitu.
  • Í vöruveitunni eru allar nauðsynlegar upplýsingar um vörurnar eins og verð, birgðir, lýsingar og myndir. Þú færð einnig birgðauppfærslu á klukkutíma fresti og daglega uppfærslu á vöruverði.
  • Hvert land er með sína veitu sem er þýdd á viðeigandi tungumál.
  • Pantanaferlið

  • dropshippingXL gerir þér kleift að panta bæði stakar vörur og gera magnpantanir. Þú getur líka notað sjálfvirkt ferli til að spara tíma.
  • Ef þú ert ekki með tölvudeild geturðu notað dropshippingXL frá WooCommerce. Nýttu þér sjálfvirka vörusamþættingu til að hlaða sjálfkrafa upp nýjum vörum.
  • Hvernig virkar greiðsla?

    Greiðsluferlið er þægilegt með notkun Veskisins frá dropshippingXL. Um er að ræða þrjár aðferðir við að bæta inneign á veskið.

    1) Millifærsla

    2) PayPal

    3) Kreditkort

    Þú getur greitt hvaða upphæð sem er með millifærslu. Eftir greiðslu þarftu að senda sönnun á greiðslu. Þegar staðfestingin er móttekin verður upphæðin færð í veskið þitt.

    Þú getur líka fyllt á PayPal/kreditkortið og upphæðin sést strax í Veskinu. Ef þú vilt ekki nota Veskið skaltu velja að greiða pöntunina með PayPal eða kreditkorti.

    Skilareglur dropshippingXL.

    Þegar pöntunin er komin í gegn sér dropshippingXL um allt sendingar- og skilaferlið. Ef kaupandi velur að skila vörunni hefur hann til þess 30 daga, að Ástralíu og Noregi undanskyldum.

    dropshippingXL býður upp á yfir 50.000 vörur í ólíkum flokkum. Hægt er að selja þessar vörur í yfir 30 löndum í BNA, Evrópu og Ástralíu. Dropshipping þjónustuaðilinn hefur hingað til hjálpað yfir 4000 fyrirtækjum og sú tala er sístækkandi. Ef þú skráir þig hjá dropshippingXL getur þú líka verið eigin herra.

    Ef fleiri spurningar vakna má hafa beint samband við [email protected] eða skoða Hjálparmiðstöðina fyrir frekari upplýsingar.

    dropshippingxl intro blog