Hvernig á að byrja 'dropshipping' sem aukastarf?

dropshippingxl intro blog

Það að vera með aukastarf er meira en bara aukatekjulind, þetta gefur þér góða frelsistilfinningu. Mikið af fólki kemur til okkar með þessa spurningu: Getur 'dropshipping' verið hliðarstarf? Já, 'dropshipping' getur verið flott hliðargigg sem getur veitt þér frelsi í starfi og góðar tekjur.

Nýleg könnun leiddi í ljós að 44 milljónir Bandaríkjamanna eru með aukavinnu. Allir eru í leit að hliðargiggi sem veitir þeim stöðuga tekjulind. Tölum um hvernig þú getur byrjað 'dropshipping' sem hliðargigg.

Hvað er hliðargigg?

Hliðargigg er eitthvað sem þú getur unnið samhliða dagvinnunni. Ástæða þess að sífellt fleira fólk er í leit að hliðargiggi er sú að dagvinnan dugar mörgum ekki. Eftir að hafa reiknað saman mánaðartekjurnar er ekki mikið eftir þegar leigan og maturinn hefur verið borgaður.

Ef þú ert í þessum sporum getur hliðargigg með góðum tekjumöguleikum verið rétta svarið. Mikið af fólki er að hætta dagvinnunni í leit að hliðargiggi og aðalástæðan er:

  • Þú ert að vinna að einhverju sem þú hefur ástríðu fyrir
  • Það er alltaf hægt að stækka
  • Þú þarft ekki að vinna á skrifstofutíma
  • Fjárhagslegur ávinningur getur síaukið við sig
  • Með rétta hliðargigginu nærðu að skapa hundruði ef ekki þúsundir dollara á mánuði. Svo ertu að setja á fót fyrirtæki sem gæti borið ávöxt um ókomin ár.

    Hafðu í huga að hliðargigg krefst mikils tíma, fyrirhafnar og hvata. Svo er þetta eitthvað sem þú ynnir að eftir langan vinnudag og þarf því að hafa ástríðu fyrir starfinu.

    Getur 'dropshipping' verið hliðargigg?

    'Dropshipping' er flott hliðargigg og er ekki frekt á tíma eða pening eins og hefðbundið viðskiptamódel. Þú getur byrjað starfsemina án þess að vera með vörugeymslu eða fastakostnað. Jafnvel er uppsetningarferlið fyrir 'dropshipping' starfsemi frekar einfalt. Við höfum útlistað ferlinu í sjö stuttum skrefum, sjáðu:

    1. Sem 'dropshipper' þarftu að setja upp front vefverslunarinnar

    2. Veldu syllu eða vöru sem þig langar að vinna með

    3. Veldu 'dropshipping' þjónustuaðila sem getur annast sendingar- og skilaferlið

    4. Skráðu vöruna á vefsíðuna þína

    5. Þegar einhver pantar á síðunni þinni færðu pöntunarupplýsingar, heimilisfang og aðrar upplýsingar

    6. Allar þessar upplýsingar eru framsendar 'dropshipping' þjónustuaðilanum eða heildsala. Þar með talið er vöruverðið (meðan þú heldur eftir hagnaði).

    7. Birgir sér um innpökkun og sendingu

    Ef þú ert með réttan 'dropshipping' þjónustuaðila er mjög auðvelt að setja upp 'dropshipping' starfsemi. Haltu bara þínu striki og þú munt njóta mjög góðs af.

    dropshippingxl intro blog