no_commission Engin umboðslaun, óháð hagnaði
dropshipping_tools efnd endanna á milli
pickup_point Vöruhús í Bandaríkjunum, Evrópu, Ástralíu, Japan og Sameinuðu arabísku furstadæmunum

SAMSTARFSAÐILAR Í SAMÞÆTTINGU

dropshippingXL býður upp á ýmsa samþættunarmöguleika til að tengja netverslunina þína. Sem dropship seljandi með vidaXL geturðu notað forritaskilin okkar til að tengjast alls kyns tengiforritumeða verða hluti af dropship markaðstorgum. Ef þú vilt ýtarlegri leiðbeiningar, skoðaðu Dropship lærdómssetrið okkar til að finna byrjendanámskeið. Þú finnur einnig hjálplegar greinar og leiðbeiningar á blogginu okkar og umboðsfólkið okkar er alltaf tilbúið til að aðstoða þig með dropship fyrirtækið þitt.

Algengar Spurningar

  • Hvað eru tengiforrit?

    Tengiforrit eru hugbúnaðartól sem gera þér kleift að samþætta ákveðna virkni eða þjónustu við heimasíðuna þína eða verkvang netverslunarinnar þinnar. Í samhengi við dropshippingXL eru tengiforrit hönnuð til að hjálpa þér að tengja netverslunina þína við vidaXL og gera verk á borð við innflutning á vöruupplýsingum, lagerstjórn og uppfærslu á verði auðveldari. Sum tengiforrit gera þér meira að segja kleift að gera sjálfvirkt pöntunarferli í gegnum vidaXL mögulegt.

  • Þarf ég að borga sérstakt gjald fyrir tengiforrit?

    Já. Oft er boðið upp á ókeypis prufutíma á tengiforritum en það er mikilvægt að hafa í huga að tekið er aukagjald á tengiforritum þegar notaðir eru ytri hönnuðir. Smáatriði tengd gjaldinu eða skilyrðum geta verið mismunandi fyrir hvert tengiforrit.

  • Hvað eru dropship markaðstorg?

    Dropship markaðstorg eru verkvangar á netinu sem eru í samvinnu við ýmsa birgja á borð við vidaXL. Þessi markaðstorg eru búin að innbyggja vidaXL vörur inn í sín eigin kerfi. Þetta þýðir að dropship aðilar geta tengt netverslunarsíðurnar sínar eða markaðstorgssíðurnar sínar (t.d. eins og á eBay eða Amazon) í gegnum þessi dropship markaðstorg. Þessi tenging gerir dropship seljandanum kleift að flytja inn vörur að eigin vali og selja þær á eigin síðu á auðveldan hátt án þess að þurfa að sjá um lager.

  • Hvernig samþætta ég vidaXL vörur við netverslunina mína?

    Til að samþætta vidaXL vörur við netverslunina þína með dropshippingXL þarftu að byrja á því að skrá þig á dropshippingXL verkvanginum og velja landið sem þú vilt selja í. Þú greiðir mánaðargjald upp á 30 evrur og býður svo eftir að reikningurinn þinn verði samþykktur. Þegar það er klappað og klárt þá færðu aðgang að vörustreymi með upplýsingum á borð við vörulýsingar og verð. Nýttu þér þau tengiforrit og forritaskil sem boðið er upp á til að gera samþættinguna við netverslunina þína og innflutning á vöruupplýsingum frá vidaXL eins hnökralausa og hægt er. Þú getur lagað vöruskráningar eftir eigin höfði, ákveðið verðið og haft stjórn á pöntunum á netsíðunni þinni á meðan dropshippingXL sér um að fullklára pantanir og senda þær. Þetta gerir þér kleift að selja vidaXL á einfaldan hátt.

  • Hvað er streymi?

    Í samhengi við dropshippingXL vísar orðið „streymi“ í gagnastreymi sem inniheldur ómissandi upplýsingar um vörur á borð við vörulýsingar, verð, lagerstöðu og önnur mikilvæg gögn. Streymið er yfirleitt gefið í .csv eða .xml sniði og það er notað af seljandanum til að flytja inn vöruupplýsingar í netverslun eða á ákveðinn verkvang.

  • Hversu oft eru gagnastreymi uppfærð?

    Gagnastreymi (þar á meðal lagerstaða, verð og vöruupplýsingar) eru uppfærð reglulega. Lagerstaðan er uppfærð á hverjum klukkutíma og verð er uppfært á hverjum degi. Þetta tryggir að seljandinn hafi ávallt aðgang að nýjustu upplýsingunum svo að netverslunin keyri á skilvirkan hátt..

  • Hvað eru forritaskil eða API?

    Forritaskil (API eða „Application Programming Interface“) er samskiptavirkni á milli tveggja hugbúnaðarverkvanga sem gerir færslu á rauntímagögnum á borð við lagerstöðu og verð algjörlega snurðulausa, þar sem upplýsingarnar fara frá gagnagrunni birgisins beint í netverslunina þína.

    Með því að samþætta netverslunina þína við dropshippingXL með forritaskilum geturðu fært sendingu á pöntunum yfir á dropshippingXL svo að pöntunin fari sjálfkrafa þangað. Þetta tryggir hnökralaust sendingarferli. Tengingin gefur þér auk þess aðgang í rauntíma að lagerstöðu og verði, sem þýðir að verslunin þín sýnir alltaf nýjasta verðið. Þú færð auk þess tilkynningu um leið og sendingarnúmer og vörureikningur fæst, sem gerir pöntunaruppfyllingu og þjónustu við viðskiptavini enn þægilegri.

  • Hvernig nota ég forritaskil?

    Til að nota forritaskil höfum við virkjað það sem kallast „API token“, eða API tákn, fyrir hvern virka aðgang svo að hægt sé að nota forritaskilstenginguna með b2b.vidaXL.com.

    Þú finnur API táknið með því að smella á “REIKNINGURINN MINN”. Til að setja upp forritaskil skaltu smella hér fyrir ýtarlegri upplýsingar.

    Með þessu tákni geturðu auðveldlega samþættað forritaskil við netverslunina þína. Samþættingin felur í sér að nota API táknið sem útvegað er til að koma upp tengingu á milli dropshippingXL og netverslunarinnar þinnar svo að hægt sé að skiptast á gögnum og virkni á milli þessara tveggja verkvanga.

  • Af hverju ætti ég að nota tengiforrit?

    Notkun á tengiforritum gerir þér einfaldara fyrir að samræma netverslunina þína við gögn frá vidaXL. Tengiforritin sem við mælum með gera þér kleift að spara bæði vinnu og tíma með því að láta vöruupplýsingar á netverslunarsíðunni þinni uppfærast sjálfkrafa. Með þessum tengiforritum geturðu flutt inn allar fáanlegar vidaXL vörur ásamt myndum, lýsingum og verði. Þú getur einnig sett þína eigin hagnaðarprósentu. Tengiforritin gera þér auk þess kleift að fá sjálfkrafa rauntímauppfærslur á lagerstöðu og verði, sem tryggir að upplýsingarnar í versluninni þinni séu alltaf réttar.

Byrjaðu að selja með dropshippingXL

Komdu fyrirtækinu þínu á laggirnar og vertu hluti af 4000 smáfyrirtækjaeigendum sem þéna tekjur í gegnum dropship verslun á hverjum degi.

Skráðu þig fyrir 30 evrur á mánuði