Undirbúðu netverslunina þína fyrir vorfríið og sumarfríið

dropshippingxl intro blog

Efnisyfirlit:

1. Fylgdu verslunartrendum

2. Vertu með árstíðabundnar herferðir

3. Settu réttu stemninguna á heimasíðunni þinni

4. Veittu verslunarþjónustu á netinu

1. Fylgdu verslunartrendum

Það eru allskyns hlutir sem ná meiri vinsældum hjá kaupendum á þessum tíma árs. Það er gulls ígildi fyrir verslunareigendur að skilja hvernig kúnnar hugsa og hvernig þeir versla þegar hlýna fer í veðri. Með þetta í huga geturðu byrjað að kynna þér hvaða vörur eru vinsælastar þegar vorið og sumarið gengur í garð.

Löng ferðalög

Ungt fólk og fjölskyldur eru yfirleitt spenntastar fyrir því að ferðast á þessum tíma árs. Fjölskyldur ferðast oft í för með mörgum kynslóðum og spennan yfir ferðalaginu sést yfirleitt í verslunartrendum hvað varðar vörur á borð við ferðatöskusett og ferðatöskur.

Sólarlandaferðir

Fyrir mörgum er hin sígilda sólarlandaferð hefð í vorfríinu eða sumarfríinu. Rekstrareigendur geta því búist við söluaukningu í flokkum á borð við strandarstólum og sólhlífum.

Fjölskyldufríið sýnir líka hvað foreldrar eru að versla fyrir börnin sín fyrir sólarlandaferðina. Það gæti verið sniðugt að bæta vörum á borð við vatns- og sandborðum við vörulistann þinn.

Vorfrí

Flestir háskólanemar eiga von á því að fara í vorfrí í ár. Z-kynslóðin og ungir háskólanemar bíða spenntir eftir vorfríinu. Þessir hópar eru í leit að skemmtilegum hópathöfnum, sem er einmitt ástæðan fyrir því af hverju borðtennisborð ætti að vera vinsælt.

Ferðalög í náttúrunni

Kaupendur eru líka að plana náttúruferðir þetta vorið og sumarið Róðrarbretti og uppblásanlegir bátar eru afar vinsælir hjá ævintýraþyrstum kúnnum.

Þú getur líka búist við því að sjá söluaukningu í flokkum á borð við útilegudóti. Þetta eru vörur á borð við tjöld, færanleg útileguhúsgögn, og veiðivörur.

Þótt mörgum finnist gaman að ferðast þegar hlýtt er í veðri þá eru líka margir sem verða strand á því að velja á milli frís í útlöndum og ódýrara frís í heimalandinu.

Heimilisafþreying

Í ljósi þess að það er að verða sífellt dýrara að ferðast þá eru margir kúnnar sem plana afþreyingu heima hjá sér í fríinu í stað þess að ferðast erlendis.

Útigrill og útihúsgögn eru tilvalin til að stækka vörulínuna þína ef þú hefur ekki nú þegar bætt þessum vörum við heimasíðuna þína. Kaupendur eru einnig að gera sig tilbúna fyrir sumar við pottinn. Aukahlutir fyrir pottinn og sundlaugina eiga eftir að seljast vel þetta sumarið.

Vatnsgaman með fjölskyldunni

Fólk reynir oft að nýta tímann sem best í garðinum þegar það vill halda kostnaðinum í fríinu niðri. Hlutir eins og útileikföng og -leikir eru tilvaldir og þetta gildir jafnvel líka um stærri garðhluti á borð við rólusett, útileiksett og hoppukastala.

2. Vertu með árstíðabundnar herferðir

Nýttu þér sölugögn frá síðasta ári og almennar vöruspár til átta þig á því hvaða vörur seljast sérstaklega vel hjá þér. Veldu síðan rétta tímann til að hefja útsölur og herferðir. Þar á eftir geturðu byrjað að plana hvaða tilboð eru viðeigandi og tímabær.

Það eru ýmsar herferðir í boði sem þú gætir prófað til að reyna að ná sem bestum niðurstöðum og ná markmiðum þínum:

  • Sumarpartý í draumagarðinum þínum
  • Buslað í sólinni
  • Vatnsgaman með fjölskyldunni
  • Komdu þér í gírinn! Ströndin kallar

Ekki gleyma að fylgjast með virkni heimasíðunnar þinnar til að forðast að síðan þín hrynji. Síða sem virkar ekki kemur í veg fyrir sölu og gæti jafnvel fælt kúnnana í burtu. Annað gott ráð er að vera algjörlega reiðubúinn fyrir vorið eða sumarið. Það eru ýmsar dagsetningar á heimsvísu sem gott er að vita, eins og til dæmis hvenær skólaárinu lýkur. Notaðu dagatal til að minna þig á það að byrja herferð um þetta leytið.

Þegar fólk er meðvitað um eigin neysluvenjur og er að leita að góðum dílum, þá er vel þess virði að íhuga skyndiútsölur með niðurtalningu til að ýta á eftir því að fólk klári kaupin. Annars er líka sniðugt að vera með ákveðnar vörur eða vöruflokka í herferð sem endist aðeins í nokkrar vikur.

3. Settu réttu stemninguna á heimasíðuna þína

Þegar rekstraraðilum langar til að auglýsa vor- eða sumartilboð þá er oft sniðugt að breyta litum heimasíðunnar og gera þá hlýrri og bjartari. Með því að vera með breytingar á borð við þessar grípurðu athygli netkaupenda. Notaðu nýjar myndir og orðalag fyrir vorið og sumarið. Það gerir síðuna samstundis meira heillandi þegar fólk er að leita að ákveðnum vörum.

Uppfærðu síðuna þína reglulega með nýrri grafík þegar líður á árið svo að kúnnarnir haldist áhugasamir. Viðskiptavinum finnst gaman að skrolla í gegnum árstíðabundnar heimasíður þegar þeir versla. Fólk sem verslar oft á heimasíðunni þinni kann að meta að það séu ekki alltaf sömu myndirnar á síðunni.

Skipuleggðu síðuna þína á augljósan hátt og hvettu kúnnana þína til að klára kaupin með því að gefa þeim gulrót. Kaupendur ættu að eiga auðvelt með að skrolla í gegnum síðuna þína og finna það sem þeir eru að leita að. Ef vörulistinn þinn er ekki sýnilegur beint á heimasíðunni þinni, vertu þá með „Versla núna“ eða „Byrjaðu að versla“ hnapp á síðunni sem leiðir kúnnana á rétta staðinn.

Verslunareigendur gætu einnig íhugað að vera með blogg með leitarorðum (SEO) á heimasíðunni. Kaupendur hefja yfirleitt verslunarleiðangurinn á leitarsíðum á borð við Google og hámörkun leitarniðurstaðna (SEO eða „search engine optimisation„) hjálpar versluninni að ná hærra í leitarniðurstöðum.

Veittu verslunarþjónustu á netinu

Með aukinni traffík geturðu búist við því að fá fleiri spurningar á heimasíðunni varðandi herferðir, sendingartíma og skil.

Þjónustuverið þitt er mikilvægur partur af verslunarupplifun viðskiptavinanna. Þú ættir að íhuga að bjóða kúnnunum þínum aðstoð áður en og eftir að þeir versla. Forvirkt spjall sem opnast til dæmis áður en viðskiptavinurinn verslar gerir verslunarupplifunina ekki bara betri heldur er kúnninn líka líklegri til að klára kaupin. Sjálfvirk meðmæli varðandi vörur geta líka fengið kúnnana til að versla bæði dýrari vörur og vörur í öðrum vöruflokkum. Svo geta meðmælin líka minnkað hlutfallið af kúnnum sem yfirgefa körfuna.

Ekki missa kúnnana þína

Bjóddu upp á einfalt og þægilegt greiðsluferli. Óþarflega flókið greiðsluferli er algeng ástæða fyrir því af hverju fólk yfirgefur körfuna í netverslun. Einfaldaðu greiðsluferlið eins mikið og þú getur og bjóddu upp á eins marga greiðslumáta og mögulegt er.

Hafðu upplýsingar aðgengilegar

Hafðu skilareglurnar þínar aðgengilegar svo að kaupendur séu rólegir þegar þeir taka ákvörðun um að versla. Flestir kúnnar vilja skoða skilareglurnar áður en þeir fullklára kaupin.

Þjálfaðu starfsfólkið þitt í þjónustuverinu

Ef þú gefur starfsfólkinu þínu réttu tólin þá ætti netverslunin þín auðveldlega að standa undir væntingum þegar útsölur ganga í garð. Búðu til símtalahandrit fyrir algengustu spurningar og vertu með fyrirspurnarsíðu fyrir spurningar varðandi söluferlið bæði fyrir og eftir kaup.

dropshippingxl intro blog