Nýji sófinn þinn: þægilegur og tímalaus
Sófi er ein mikilvægasta fjárfesting heimilisins. Miðdepill stofunnar er vafalaust sófinn; hann er staðurinn fyrir afslöppun, eftirmiðdagslúrinn, bókalestur, hámhorf og samverustundir með vinum. Þessar notalegu athafnir kalla á sófa sem er þægilegur, endingargóður og fellur vel við innréttingar heimilisins.
Þú þarft að hafa nokkur atriði bakvið eyrað áður en þú kaupir sófann til að tryggja þú fáir nákvæmlega þann sófa sem þú þarft og vilt. Mjög mikilvægt er að hafa þessi atriði í huga, þá sérstaklega ef þú kaupir sófa á netinu.
-
Lögun sófans hefur áhrif á plássið í rýminu og mikilvægt er að lögunin passi vel við hönnun rýmisins. Er stofan í minna lagi? Þá þarftu mjög lítinn sófa, jafnvel tveggja sæta. Tungusófi gefur hins vegar færi á viðbótarsæti og lítur glæsilega út í stærra rými.
-
Þegar þú velur efnið fyrir sófann þá er mikilvægt að þú íhugir hversu þægilegur sófinn þarf að vera og hver lífsstíllinn þinn er. Heimili með eða án börnum og gæludýrum krefjast t.d. mismunandi sófaefnis.
-
Stíllinn á sófanum verður að vera í samræmi við hönnun heimilisins til að skapa jafnvægi í stofunni. Rétti sófinn krefst smá rannsóknarvinnu varðandi eiginleika eins og fætur, bak og stíl sófans.
Mikilvæg stærðarmál sem þarf að taka áður en sófinn er keyptur
Rétti sófinn er sá sófi sem passar fullkomlega við herbergið og innréttingarnar. Það er afar mikilvægt að þú takir mál af rýminu áður en þú ákveður lögun sófans þar sem lögunin breytir stærð sófans.
-
Það fyrsta sem þarf að mæla er hversu mikið gólfpláss sófinn sem þú ert að íhuga að kaupa myndi taka. Merktu brúnir sófans með bókum, dagblöðum eða límbandi til að sjá almennilega hvernig sófinn myndi passa í rýmið.
-
Ef þig langar til að kaupa sófa sem hægt er að lengja þá þarftu að vera með heildarlengdina á hreinu.
-
Athugaðu hvort mál sófans virki með innréttingum herbergisins. Lítill sófi lítur t.d. undarlega út í stórri stofu, en stór sófi í litlu herbergi fær rýmið til að virka ennþá minna en það er.
-
Þú ættir einnig að íhuga hvort sófi kæmist í gegnum forstofuna, ganginn og stigann á heimilinu. Áður en þú pantar þér sófa er mikilvægt að þú sért með á hreinu að hann komist auðveldlega í gegnum önnur rými alla leið í stofuna.
-
Ef sófinn er upp við vegg þá er ráðlagt að hafa 30-40 cm á sitthvorri hlið sófans. Það fær uppsetninguna til að líta afslappaða út. Mundu líka að hafa 7–10 cm á milli veggsins og sófans.
-
Gott er að hafa önnur húsgögn í herberginu í huga þegar þú kaupir sófa. Skildu eftir nægt rými fyrir umgang eða um 30-40 cm á milli sófans og annarra húsgagna.
-
Venjulegur tveggja sæta sófi er 115-150 cm á lengd. Þriggja sæta sófi er í kringum 170–180 cm en fimm sæta sófi nær 310 cm. Ef þú ert í leit að hefðbundnum svefnsófa þá skaltu hafa í huga að lengd hans er á bilinu 175 cm til 200 cm.
-
Til að tryggja bestu þægindin er gott að hafa sætisdýptina í huga. Stöðluð dýpt er um 50 cm. Hæð bakstoðarinnar skiptir einnig máli og er mismunandi frá sófa til sófa. Við mælum með bakstoð sem er að minnsta kosti 45 cm á hæð til að tryggja þægilega stöðu.
Ýmsar laganir og tegundir af sófum
Þar sem sófar fást í öllum stærðum og gerðum þá hefurðu úr gríðarlegu úrvali að velja. Algengar tegundir eru t.d. notalegir legubekkir fyrir góða bók eða einingasófar sem þú getur hagrætt á þann hátt sem hentar þér.
Tveggja sæta sófinn
Þessi fyrirferðarlitli sófi er með tveimur sætum og tveimur bakpúðum og hann er því tilvalinn fyrir minni heimili. Sætin eru annað hvort sér eða tengd saman, allt eftir gerð sófans. Ef pláss er fyrir hendi þá geturðu sameinað tveggja sæta sófann við annan sófa eða komið honum fyrir í forstofunni. Svo er hann auðvitað tilvalinn í litla stofu.
Þriggja sæta sófi
Þriggja sæta sófinn er með þremur sætum eins og nafnið gefur til kynna og hann er því fullkominn ef þú þarft meira pláss. Hann passar í flestar stofur í meðalstærð og þessi stærð og lögun er því sú allra vinsælasta.
Fjögurra eða fimm sæta sófi
Stórfjölskyldur eða heimili með miklum umgangi þurfa sófa í stærra lagi. Hægt er að vera með aðskilin bólstruð sæti á fjögurra og fimm sæta sófa. Athugaðu að sófi í þessari stærð er lengri en 300 cm. Gættu að því að hann passi í stofuna hjá þér án þess að of þröngt verði í stofunni.
Hornsófar og tungusófar
Þessi tegund af sófa hentar vel í rúmgóðar stofur. Hornsófi býður upp á tvær sætiseiningar sem mynda 90 gráðu horn. L-laga formið í tungusófanum hentar rúmgóðri stofu og bakstoðirnar eru afar þægilegar. Þessi hönnun gerir vinahittinga og fjölskyldustundir yfir góðri bíómynd ennþá betri.
Einingasófar
Einingasófi er góð fjárfesting ef þér finnst gaman að breyta til í stofunni. Þú getur breytt og endurraðað pörtum af sófanum eins og þú vilt. Einingasófar taka minna pláss en venjulegir sófar. Sætiseinngar, horneiningar og fóthvílur fylgja. Val þitt á skipulagi fer eftir stærð eignarinnar ásamt þörfum þínum og smekk. Ef þú átt stórt sjónvarp og flottar græjur með því þá er gott að skipuleggja sófann í kringum sjónvarpið. Til að hafa hlutina sem þægilegasta þá er sniðugt að vera með meira en eitt sófaborð.
Svefnsófar
Einn besti valkosturinn fyrir íbúðir er svefnsófi. Ef þér finnst gott að slaka á stofunni þá er mikilvægt að þú veljir þægilegan sófa. Þó gætirðu einstaka sinnum þurft að hýsa næturgesti og þá kemur svefnsófi að góðum notum. Svefnsófi getur verið jafn þægilegur og venjulegt rúm, en hann hefur auðvitað framlenginguna fram yfir venjuleg rúm.
Legubekkir
Legubekkur er frábær fjárfesting ef þér finnst gott að slaka á í einrúmi. Bakið og armhvílan eru aðeins á öðrum enda sófans, öfugt við dæmigerðan tveggja sæta sófa. Hins vegar er lögun legubekksins heillandi, þá sérstaklega fyrir eftirmiðdagsblundinn. Ef þér finnst gott að lesa í stofunni þá er legubekkur alveg tilvalinn fyrir þig.
Sófasett
Falleg sófasett fást í mismunandi uppsetningum og eru tilvalin fyrir stærri stofur og fjölskyldur. Meirihluti setta samanstendur af þriggja sæta sófa með hægindastól eða tveggja sæta sófa. Ef þú þarft enn meira pláss þá geturðu valið alla þrjá parta saman.
Rétta efnið fyrir nýja sófann
Sófar fást í allskyns efnum sem henta mismunandi þörfum og smekk. Val á efni fer algjörlega eftir þínum óskum. Þótt leðursófi líti út fyrir að vera íburðarmikill þá gæti sumum fundist hann vera kaldur. Mjúkt efni er einfalt í viðhaldi en flauel er afar fallegt og fjölhæft. Skoðum nánar hvaða efni eru í boði.
Leðursófar
Hjá vidaXL færðu sófa úr alvöru leðri. Leðursófi er gott val ef þig langar til að fjárfesta í sófa sem grípur augað. Flestir leðursófar eru brúnir eða svartir en ef þú vilt hafa útlitið í stofunni einstakt þá er sniðugt að velja hvítt eða brúnt leður. Sófar úr alvöru leðri eru endingargóðir og slitsterkir.
Sófar klæddir með efni
Klæði úr öðru efni en leðri er frábært á marga vegu. Það er endingargott og upplitast ekki með tímanum. Þar að auki er það mjúkt viðkomu og afar notalegt. Það er einnig einfalt í viðhaldi og þrifum ef óhöpp gerast og þau fást í allskyns litum. Ekki skaðar heldur að sófar úr efni eru afar þægilegir þegar börn eða gæludýr eru á heimilinu.
Sófar úr gervileðri
Gervileðurssófar geta litið afar ríkmannlega út. Sófi með málmgrind og gervileðri er bæði endingargóður og fallegur. Sófi úr leðri tekur sig afar vel við nútímalegar og iðnaðarlegar innréttingar. Svartur er afar vinsæll litur en ef þig langar hins vegar að hafa stofuna í hlýrri kantinum þá eru aðrir litir einnig í boði. Drappaðir og brúnir gervileðurssófar geta verið ofboðslega fallegir. Svo geturðu einnig valið sterkan lit eins og vínrauðan til að bæta alveg einstökum stíl við stofuna.
Flauelssófar
Flauel er tímalaust val á sófa þar sem það er bæði fallegt og þægilegt. Rík áferð flauelsins skapar heillandi andrúmsloft þannig að ef þú vilt rómantíska stemningu í stofuna þá er flauelssófi tilvalinn. Flauel er mjúkt viðkomu og virkar í ýmsum hönnunum. Veldu minimalíska hönnun ef heimilið er nútímalegt eða prófaðu jafnvel Chesterfield sófa úr flaueli ef innréttingarnar eru gamaldags.
Sófar úr rattan
Rattan, bæði náttúrulegt eða gervirattan, er algengt efni sem notað er í fallega sófa. Rattansófar henta bæði inni og úti, allt eftir því hvernig það er ofið. Þeir eru harðgerir, léttir og fallegir og eru því skiljanlega afar vinsælir. Náttúrulegt útlitið stafar af litnum, sem fellur vel við allskyns innréttingar.
Hvaða sófastíll hentar heimilinu þínu?
Einfaldir og nútímalegir sófar
Nútímalegir sófar fást í allskyns lögunum. Þeir eru með fínum línum úr mjúkum efnum og því er auðvelt að setja þá saman við allskyns önnur stílbrigði. Veldu hlutlausa litatóna eins og hvítan eða svartan. Nútímalegir sófar eru með bakstoðum en þú getur valið hvort þú viljir sófa með armhvílum eða ekki. Mikilvægt er að hafa ýmis smáatriði í huga þegar þú velur sófa fyrir nútímalegt rými. Veldu sófa með minimalískum fótum. Ef þig langar að flikka upp á rýmið þá geturðu líka valið málmfætur.
Skandinavísk hönnun fyrir tímalausar innréttingar
Sófi í fágaðri skandinavískri hönnun gerir stofuna notalega og heillandi. Fætur í fallegum náttúrulegum viðartónum passa fullkomlega við mjúkt klæði á sófa. Skoðaðu ljósa liti fyrir sófann eins og drappaðan eða gráan, en ekki hika við að vera með andstæður líka. Þar kemur sófaborð í áberandi litum sterkt inn.
Svalir sófar í iðnaðarstíl
Iðnaðarinnréttingar eru afar vinsælar þessa dagana. Sófi í iðnaðarstíl fullkomnar innréttingar í sama stíl. Veldu sófa með málmfótum. Tveggja eða þriggja sæta sófi með gervileðri verður auðveldlega miðdepill stofunnar. Svartur sófi er frábær ef þú vilt dramatískt rými en brúnn gerir herbergið hlýlegra. Fyrir íburðarmeira útlit er sniðugt að skoða beinhvíta tóna.
Hinn eini og sanni Chesterfield stíll
Chesterfield sófinn er húsgagn sem stelur sviðsljósinu algjörlega og hann er í klassískri hönnun sem dettur aldrei úr tísku. Ef þú vilt að þægindin séu í hámarki þá er kjörið að hafa sófann í gervileðri eða flaueli. Skoðaðu úrvalið okkar af Chesterfield sófum til að finna þann eina rétta fyrir færir stofuna þína á næsta plan.
Sveitalegir sófar: notalegir og heillandi
Við elskum öll sveitalegan sófa. Hinn sígildi sveitasófi er með dúnmjúkum púðum og er afar þægilegur. Sveitalegur sófi hentar vel í opin rými og þá sérstaklega ef hann er í léttum eða hlutlausum tónum. Sumir sófar eru með efni sem nær niður í gólfið til að gefa sófanum gróft yfirbragð; aðrir eru með viðarfótum.
Sætispúðar
Stærðir og gerðir sófapúða eru mismunandi. Mikilvægt er að þú hafir það í huga áður en þú tekur ákvörðun. Sófi sem þú sekkur ofan í er góður kostur ef þú vilt slaka á í þægindum, en ef þig langar hins vegar til að geta sitið upprétt þá er sófi með þéttari púðum betri.
Þægindin ákvarðast af því hversu vel púðarnir eru fylltir. Svampur, trefjar og fjaðrir eru algengustu fyllingarnar. Trefjafylling gerir púðana létta og þægilega. Svampur er vinsæll þar sem hann gefur púðunum þétta byggingu. Háþéttnisvampur tryggir góða bakstöðu þegar sitið er. Fyrir hámarksþægindi er gott að velja fiðurfyllta púða. Þeir eru afar notalegir en þó einnig dýrari en aðrar gerðir.
Hvernig þú setur stíl á sófann
Nú er rétti sófinn loksins fundinn og þá er kominn tími á að flikka upp á hann. Þú gerir sófann enn fallegri með því að henda púðum eða fallegu teppi á hann. Púðar með áberandi mynstri eða í litríkum tónum henta best fyrir sófa í hlutlausum lit en púðar í jarðtónum henta hins vegar betur á sófa í sterkari lit. Hlýlegt teppi í dröppuðum tónum er ekki einungis fallegt á armhvílu sófans heldur er það einnig frábært fyrir kaldar nætur.
Ekki gleyma lýsingunni í stofunni. Stilltu gólflampa við hliðina á nýja sófanum þínum til að skapa notalega stemningu. Hliðarborð er einnig frábært val ef sófinn er stór og þú vilt hafa ákveðna hluti innan handar.
Kauptu fótskemil í stíl. Hann er gagnlegur og fullkomnar útlitið. Ef þess er þörf þá geturðu notað hann sem aukasæti eða jafnvel sem sófaborð.