Skoðaðu úrvalið okkar af hágæðahillum
Fá heimili eru án hillna af einhverjum toga, hvort sem það eru vegghillur, standhillur, bókahillur eða hillueiningar. Hillur eru fullkomin blanda af formi og hagnýtni og því eru fáir sem ekki elska hillur. Þær eru frábærar fyrir geymslu en einnig er hægt að hafa þær áberandi í rýminu og nota þær sem skrautmun á heimilinu.
Hjá vidaXL færðu hillur í ýmsum stílum, stærðum, litum, efnum og verðflokkum. Við bjóðum upp á vinsæl vörumerki á borð við Homemania, LABEL51 og Nordic House, auk okkar eigin vörumerkis vidaXL. Þúsundir mismunandi hillna, vegghillna og bókahillna fást á markaðnum og því ættirðu án efa að geta fundið það sem þú leitar að.
Leiðbeiningar við val á réttu hillunum
Hillur ættu að passa fullkomlega í rýmið, henta lífstílnum þínum og bæta heimilið alfarið. En hvernig ferðu að því að velja réttu hilluna fyrir heimilið? Hér er þættir sem þú ættir að hafa í huga þegar þú kaupir hillur:
- Ástæðan fyrir kaupum á hillu: Ertu að kaupa hillu til að hafa sem skraut eða sem geymslu? Ertu með aukapláss og veist ekki hvernig þú átt að nýta það? Best er að þú áttir þig á því hvernig þú vilt nota hilluna áður en þú kaupir hana.
- Nauðsynleg mál: Þegar þú hefur áttað þig á því hvernig þú vilt nota hilluna þá verður einnig auðveldara fyrir þig að átta þig á því hversu breið, löng eða há hún má vera svo að hún passi á þann stað sem þú vilt hafa hana á. Við bjóðum upp á síun á leitarsíðunni okkar og þú getur því auðveldlega notað síuna til að fá aðeins leitarniðurstöður sem falla undir ákveðna stærð.
- Þú getur valið þá tegund, stíl og efni sem þú kýst: Sem betur fer er úr nógu að velja þegar kemur að hillutegundum, stíl og efni. Fáðu innblástur úr úrvalinu okkar af hillum og finndu skapandi leiðir til að nýta þér mismunandi hilluhugmyndir.
Hugmyndir að hillum fyrir öll herbergi í húsinu
Það ætti ekki að vera yfirþyrmandi að velja hillur. Vegghilla eða hillueining hentar í hvaða herbergi sem er á heimilinu. Vegghillur á ganginum eru sniðug leið til að geyma lykla, töskur, húfur, trefla eða hanska. Vegghilla eða skúffuhilla er líka frábær viðbót við baðherbergi eða svefnherbergi. Einnig er hægt að nota vegghillu í stofunni sem sjónvarpsstand og hún getur einnig verið hagkvæm viðbót við hvaða eldhús sem er. Skoðum þetta aðeins betur fyrir innblástur:
Vegghillur
Vegghillur eru ein af fjölhæfustu húsgögnum sem þú finnur. Þú getur notað þær undir geisladiska eða DVD-diska í stofunni eða þú getur notað þær sem vegghengt náttborð.
Vegghengdar hillur eru fullkomnar undir körfur í þvottahúsinu og þær eru afar hagkvæmar í eldhúsið undir krukkur, potta og pönnur. Auðveldasta leiðin til að búa til miðpunkt í stofunni er að hafa vegghillu með minjagripum, listaverkum, skrautmunum eða myndarömmum.
Vegghengdar kubbahillur
Ef þú vilt einstaka vöru þá er vegghengd kubbahilla fullkomin á tóman vegg. Þú getur jafnvel notað kubbahilluna sem plöntuhillu. Ósýnileg festingin gerir hana hentuga fyrir nær hvaða innréttingarstíl sem er, en kubbarnir gefa nóg pláss fyrir geymslu og því þarftu ekki að óttast að þessi tegund hillu virki einungis sem skraut.
Veggfestar skúffuhillur
Veggfest skúffuhilla kemur vel út sem vegghengt snyrtiborð. Skúffurnar geta geymt förðunarhluti, hárverkfæri og aðrar nauðsynjavörur.
Veggfestar skúffuhillur eru einnig fullkomnar undir barnabækur, leikföng og leiki. Allir foreldrar vita að það er aldrei nóg geymslupláss í herbergi barnanna.
Gott ráð: Settu hilluna neðarlega á vegginn fyrir betra aðgengi.
Veggfestar sjónvarpshillur
Þessi tegund hillu er tilvalin fyrir bækur, tímarit, margmiðlunartæki og leikjakerfi. Hún er einnig sniðug til að geyma fjarstýringar og hleðslutæki í skrautkörfum. Þú gætir alltaf breytt henni í skrauthillu og sett persónulegan svip á rýmið með því að setja uppáhaldshlutina þína á hilluna.
Bókahillur
Bókaormar elska þessa tegund af hillu. Notaðu bókahillu til að búa til smábókasafn eða notalegt leshorn fyrir þig eða börnin þín. Langar þig í hillu sem er nógu sterkbyggð til að geta borið mikið safn bóka? Veldu þá bókahillu úr fyrsta flokks samsettum við og málmi.
Ef þú elskar að safna matreiðslubókum, hvernig væri þá að hafa þær til sýnis í borðstofunni þar sem þú nærð auðveldlega í þær?
Vegghengdar hornhillur
Hornhillur úr hertu gleri eru fullkomið val fyrir stór og lítil baðherbergi. Þeir eru afar þægilegar undir sturtusápur og sjampó. Eða kannski langar þig frekar í sturtuhillur úr melamíni.
Gljáandi vegghilla úr gleri er tilvalin undir körfur með snyrtivörum, klósettpappírsrúllum eða hreinsivörum. Allar ofangreindar tegundir hillna eru fáanlegar hjá vidaXL ásamt mörgum öðrum gerðum.
Hillur fyrir lítil rými
Geymslu- og hillueiningar geta verið algjör bjargvættur en þó er mikilvægt að nóg pláss sé fyrir þær á heimilinu til að þær passi vel inn í innréttingarnar. Það er ekki auðvelt þegar maður býr í lítilli íbúð. Þú þarft góðar geymslu- og skipulagslausnir. Til allrar lukku bjóðum við upp á slíkt! Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á meira en nóg af hillum fyrir lítil rými.
Gott er að bæta vegghillum við rýmið sem taka ekki of mikið gólfpláss. Einfaldar bókahillur, breiðar veggfestar hillur og veggfestar hornhillur eru allar tilvaldar í verkið. Við mælum með því að þú notir geymslukassa eða körfusett ef þú þarft að geyma mikið af hlutum á hillunni.
Þú þarft ekki að losa þig við geisladiskasafnið þitt bara af því að þú býrð í stúdíóíbúð. Þú getur alltaf sett upp hagnýta geisladiskahillu á vegginn. Önnur lausn til að hámarka gólfplássið er að nota vegghillur með hólfum.
Nýttu hornin á heimilinu eins vel og þú getur með því að setja upp hornhillu á vegginn í einstakri hönnun. Þessi tegund hillna er plásssparandi og verður auðveldlega miðpunkturinn í rýminu. Hornhillurnar okkar fást í mismunandi litum sem henta innréttingum hvers og eins.
Litríkar hillur sem þú átt eftir að elska
Er komin þreyta í þig yfir svörtum og hvítum húsgögnum og langar þig til að gefa heimilinu dass af lit? Af hverju ekki að nota vegghillu til að flikka upp á rýmið? Litríkar vegghillur geta verið agalega skemmtilegar!
Listaverkin þín væru margfalt fallegri á skærrauðri vegghillu, ekki satt? Eða hvernig væri vegghengd kubbahilla í barnaherbergið eða leikherbergið? Börnin munu án efa elska það - það gæti jafnvel verið frábær afmælisgjöf. Þú ættir að sjálfsögðu að velja hillur í uppáhaldslitunum þeirra. Prófaðu mismunandi litasamsetningar.
Ef þú vilt gefa pínulitlu íbúðinni þinni líflegt útlit þá eru U-laga vegghillur í björtum litum tilvalinn kostur. Þessi tegund vegghillna er með ósýnilegu uppsetningarkerfi og þú getur sett þær saman í sitthvoru lagi eða sér.
Litríkar hillur virka alveg jafn vel í stærri herbergjum og þær þurfa alls ekki að kosta mikið til að gefa eigninni einstakan karakter.
Hér hjá vidaXL finnurðu hillur í fjölmörgum litum, hvort sem það er sígildur hvítur og drappaður eða töfrandi grænir og fjólubláir litir. Við bjóðum einnig upp á marglitar og gegnsæjar hillur fyrir enn meiri fjölbreytni. Kíktu á úrvalið okkar!