Dropship markaðurinn er í stöðugri þróun og því getur verið erfitt að fylgjast með síbreytilegum trendum og tölfræði. Aftur á móti er nauðsynlegt að bera sig eftir þessum upplýsingum til þess að marka stefnu og gera áætlanir fyrir reksturinn.
Í þessari færslu höfum við safnað saman nokkrum lykiltölum um dropship viðskiptamódelið, sem sýna möguleikana sem liggja í þess konar rekstri. En áður en við kíkjum á tölurnar, skulum við aðeins renna yfir það af hverju dropship hefur náð jafn miklum vinsældum og raun ber vitni.
Af hverju er dropship-módelið svona vinsælt?
Lægri stofnkostnaður
Fyrirtæki sem starfa eftir dropshipping líkaninu þurfa hvorki að fjárfesta í lager- né verslunarhúsnæði. Dropship verslunin þarf ekki einu sinni að hafa starfsfólk til að ganga frá pöntunum og sendingum. Bæði sendingar og vöruskil fara í gegnum þjónustuaðila, á borð við dropshippingXL. Með svo litlum skuldbindingum er auðvelt að koma dropship fyrirtæki á fót.
Scalability
Dropshippers do not have to stay dependent on how big the warehouse or retail store is. They can scale up their business whenever they want. Besides, they do not require extra resources to manage the sudden surge in demand, which is often the case during festive seasons. So, if you want to add some more products to your store for the upcoming festive season, go for it without thinking twice. dropshippingXL by vidaXL has more than 50,000 products that you can list on your website and sell across multiple countries.
Stækkun og aukin umsvif
Stækkunarmöguleikar fyrirtækisins eru ekki háðir því hversu stórt húsnæði er í boði. Það er hægt að auka umsvifin hvenær sem er. Það þarf heldur ekki fjármagn eða ný úrræði ef eftirspurnin eykst, eins og gerist oft á ákveðnum árstímum. Einnig er hægt að bæta fleiri vörum í verslunina án þess að hugsa sig tvisvar um, t.d. árstíðavörur eða sérvörur. dropshippingXL by vidaXL er með meira en 50.000 vörur sem hægt er að skrá og selja í dropship verslunum um allan heim.
Sveigjanleiki
Dropshipping er viðskiptamódel sem skilar hvað hæstum arði en býður um leið upp á möguleikann á sveigjanlegri vinnu og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Sem dropshipper er meira að segja hægt að ferðast um heiminn á meðan þú sinnir vinnunni og hefur stöðugar tekjur.
Það eina sem þú þarft til að reka fyrirtækið er áreiðanlegur dropshipping þjónustuaðili, notendavæn vefverslun, WiFi-tenging og tölva.
Þetta eru kostirnir við dropship módelið. Skoðum núna nokkrar lykiltölur sem skipta máli fyrir reksturinn.
Dropshipping - Lykiltölur
2,14 milljarðar net-neytenda um allan heim
Já, þú last rétt! Það eru yfir 2,14 milljarðar stafrænna neytenda um allan heim, sem er aukning um 900 milljónir frá árinu 2020. Gögn benda til þess að þessi fjölgun haldist nokkuð stöðug.
Þessi staðreynd ætti ekki að koma á óvart, þar sem internetið er að ryðja sér til rúms jafnvel í fjarlægustu heimshornum. Fleiri og fleiri uppgötva kosti þess að versla á netinu og rannsóknir sýna að 27,6% jarðarbúa hafa áhuga á að kaupa vörur á netinu.
Stöðug sókn dropshipping markaðarins
Í ljósi aukinnar netverslunar er búist við að dropshipping markaðurinn muni stækka verulega á næstu árum. Samkvæmt GrandViewResearch var velta dropship verslana á heimsvísu 102,2 milljarðar dala árið 2018 og búist er við að þessi tala hækki um 28,8% fram til ársins 2025. Að meðtöldum dropship-verslunum, er netsala alls 16,1% af smásölu á heimsvísu.
Þú hefur 15 sekúndur til að ná athygli kaupandans
Ef viðskiptavinir þínir sjá ekkert áhugavert við vefverslunina á fyrstu 15 sekúndunum, áttu á hættu að missa þá í burtu. Google er fastheldið á 15 sekúndna regluna og ætlar lengra með þá hugmynd.
Því er um að gera að bregðast við og gera vörusíðurnar áhugaverðar og grípandi. Netverslun þarf að vera sett upp á faglegan hátt, vera gagnvirk og hafa einhvers konar tengingu við hugsanlega viðskiptavini.
27% netverslana eru dropship verslanir
27% af netverslunum heimsins hafa áttað sig á möguleikunum sem felast í dropship rekstri. Dropshippers fá 18,33% meiri hagnað með því að nota dropshipping viðskiptamódelið. Í ofanálag verður hagnaðurinn allt að 50% hærri þar sem ekki þarf að festa lausafé í lagerstöðu.
Endurgjöf í rauntíma er 12 sinnum áhrifaríkari
Samkvæmt Qualitricks leita 93% neytenda eftir umsögnum á netinu áður en þeir kaupa vöru. Þegar viðskiptavinur skoðar dropship síðuna þína þarf hann marktækar vísbendingar um gæði og skilvirkni varanna sem þar er að finna. Eitt af því fyrsta sem þeir taka eftir er ímynd síðunnar og endurgjöf frá öðrum viðskiptavinum. Þess vegna er endurgjöf 12 sinnum áhrifaríkari en nokkur önnur markaðsstefna.
Veruleg aukning í eftirspurn eftir heimilis- og garðvörum
Mikil aukning hefur orðið í eftirspurn eftir heimilis- og garðvörum. Frá og með 2021 er það næstsöluhæsti vöruflokkurinn í dropship verslunum. Aðrir söluháir flokkar eru íþróttavörur, raftæki og bílavarahlutir.
2-4 daga afhending er möguleg núna
Ein af ástæðunum fyrir því að fólk vill versla á netinu er ókeypis heimsending. Samhliða ókeypis afhendingu eykur það tryggð viðskiptavina að halda sendingartímanum í lágmarki.
Með auknum fjölda staðbundinna vöruhúsa er nú orðið mögulegt að afhenda vörur innan 2-5 daga nánast hvar sem er í heiminum. Langur sendingartími er ekki lengur vandamál.
Netmarkaðurinn er í stöðugri sókn og tíminn til að taka af skarið og stofna dropship fyrirtæki er núna. Notaðu þessa 7 punkta til að móta skothelt plan fyrir dropship reksturinn þinn.